Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Besta-deild karla
Víkingur R.
LL 2
2
Breiðablik
Besta-deild karla
Fram
LL 2
1
Valur
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 3
2
KA
FHL
0
3
Stjarnan
0-1 Rósey Björgvinsdóttir '28 , sjálfsmark
0-2 Snædís María Jörundsdóttir '71
0-3 Margrét Lea Gísladóttir '92
30.08.2025  -  14:00
SÚN-völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Jovan Subic
Maður leiksins: Jakobína Hjörvarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Keelan Terrell
4. Rósey Björgvinsdóttir (f)
7. Candela Gonzalez Domingo ('73)
8. Katrín Edda Jónsdóttir
13. Taylor Marie Hamlett
14. Alexia Marin Czerwien
15. Björg Gunnlaugsdóttir
16. Mikaela Nótt Pétursdóttir
21. Isabelle Rose Gilmore
22. Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir
24. Calliste Brookshire
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
3. Íris Vala Ragnarsdóttir
5. Diljá Rögn Erlingsdóttir
6. María Björg Fjölnisdóttir ('73)
11. Christa Björg Andrésdóttir
12. Embla Fönn Jónsdóttir
17. Viktoría Einarsdóttir
23. Bjarndís Diljá Birgisdóttir
25. Ólína Helga Sigþórsdóttir
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Björgvin Karl Gunnarsson (Þ)
Ljubisa Radovanovic (Þ)
Anton Helgi Loftsson
Jana Radovanovic
Ólafur Sigfús Björnsson
Matthildur Klausen

Gul spjöld:
Candela Gonzalez Domingo ('58)
Isabelle Rose Gilmore ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Lokið með sanngjörnum sigri Stjörnunar, FHL áttu sín færi og moment en nýttu það ekki. Skýrsla væntanleg
92. mín MARK!
Margrét Lea Gísladóttir (Stjarnan)
Margrét Lea skorar, Kom inná áðan, Skiptingar eru ekki að koma inn hjá mér, En Margrét Lea sleppur í gegn og klárar vel framhjá Keelan
89. mín
Ingibjörg með fínt skot en yfir markið, Stjörnukonur virðast vera að landa þessu
88. mín
Gyða Kristín með skot sem keelan ver örugglega
85. mín
Hulda Hrund með fínt skot sem Keelan ver vel
84. mín Gult spjald: Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
83. mín
Aukaspyrna á fínum stað fyrir FHL, En léleg spyrna frá Calliste
82. mín
Fáum við mark frá FHL og smá spennu í þetta ?
79. mín
Björg Gunnlaugs í dauðafæri!!! Frír skalli á markteignum en glæsilega varið hjá Bridgette, í kjölfarið fengu FHL horn, Þær skora en dæmt af, Boltinn farinn afturfyrir í spyrnunni að mati aðstoðar dómarans
76. mín
FHL reyna og reyna að skapa sér en Stjörnukonur þéttar
74. mín
Hulda Hrund er komin inná fyrir Birnu Jóhanns, Næ ekki að gera þá skiptingu, Einhver leiðindi á kerfinu hjá mér
73. mín
Inn:María Björg Fjölnisdóttir (FHL) Út:Candela Gonzalez Domingo (FHL)
71. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
Fær boltann í teignum ein og óvölduð og rennir honum þæginlega framhjá Keelan! 0-2
70. mín
Mjög lítið að frétta núna, Miðjumoð
68. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Út:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan)
67. mín Gult spjald: Isabelle Rose Gilmore (FHL)
66. mín Gult spjald: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
58. mín Gult spjald: Candela Gonzalez Domingo (FHL)
56. mín
Beint í vegginn og í horn, sem ekkert verður úr
52. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir FHL!
48. mín
FHL mæta grimmar í seinni, Pressa Stjörnukonur hátt á vellinum
47. mín
Horn fyrir FHL, Stjörnukonur verjast vel
46. mín
Seinni farinn í gang!
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiða 0-1 í hálfleik en FHL alveg átt sín móment , 2 skot í stöng meðal annars. Kaffi og svo seinni
42. mín
Váá!! Stórskotahríð að marki FHL, Ingibjörg með skot í slá og úr verður klafs í teignum í kjölfarið sem endar með að boltinn hrekkur fyrir Betsy sem á skot rétt framhjá!
40. mín
Rósey virðist ætla harka þetta af sér en virðist ekki alveg heil
37. mín
Rósey liggur hér og þarf aðhlynningu, Vonandi nær hún að halda leik áfram
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín
Váá góð sókn hjá FHL sem endar með að Jakobína hreinsar í horn á síðustu stundu! Ekkert varð úr horninu samt
28. mín SJÁLFSMARK!
Rósey Björgvinsdóttir (FHL)
Sending fyrir sem Rósey nær að skalla en Keelan er komin út og ætlar að slá boltann frá en Rósey skallar yfir Keelan og í autt markið, Sýndist enginn stjörnukona snerta hann áður en hann fór inn Óheppnar þarna FHL! 0-1
27. mín
Aukaspyrna á fínum stað útá kanti fyrir Stjörnukonur
25. mín
Váá fallhlífa bolti á fjær frá FHL, sýndist það vera Calliste sem átti skot í stöng úr þröngu færi
23. mín
Horn fyrir Stjörnuna, Keyrt inní Keelan og aukaspyrna dæmd
19. mín
Bæði lið að verjast vel þessar fyrstu 20 mín, Ekkert um opin færi
15. mín
Stjarnan fá horn , FHL verjast því vel
13. mín
Arna Dís með geggjað skot sem Keelan er í veseni með
11. mín
Horn fyrir FHL, Klafs í teignum og FHL vilja hendi og víti! Sýndist þetta ekki vera hendi
9. mín
Stjarnan hættulegri þessa stundina
6. mín
Keelan gerir vel og grípur þessa fyrirgjöf
6. mín
Aukaspyrna á fínum stað fyrir Stjörnuna
3. mín
Skalli í stöng frá Isabelle! Þarna sluppu stjörnukonur
2. mín
FHL byrja af krafti, Vinna hér horn
1. mín
Leikur hafinn
Lets go! Heimakonur sparka þessu í gang
Fyrir leik
Liðin ganga hér til leiks með bestudeildarlagið ómandi undir, Vonandi fáum við góða skemmtun hér í dag
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar
Fótboltaþjálfarinn Jón Stefán Jónsson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Um leik FHL og Stjörnunar sagði hann.


FHL 2 - 1 Stjarnan
Hér er á ferðinni athyglisverður leikur. FHL eru vissulega í skítastöðu þarna neðst en mér finnst austfirðingar hafa gert gífurlega vel á markaðnum í glugganum og eru alls ekki hættar. Hér fer 2-1 fyrir FHL.

   28.08.2025 16:05
Jón Stefán spáir í 15. umferð Bestu kvenna
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Tríóið Jovan Subic er með flautuna í dag á Sún-vellinum. Honum til aðstoðar eru þeir Óliver Thanh Tung Vú og Pálmi Víðir Bjarnason. Dragoljub Nikoletic er varadómari og Garðar Örn Hinriksson tekur svo út störf dómara og framkvæmd leiks sem eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar
Liðin mættust þann 17. maí síðastliðin á Samsung vellinum í Garðabæ.
Þar höfðu heimakonur 1-0 sigur með marki Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur seint í fyrri hálfleik.

   17.05.2025 18:36
Úlfa Dís hetjan i Garðabæ
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
FHL
Staðan er ekkert sérstök fyrir lið FHL þegar litið er á töfluna. Sitja í botnsæti deildarinnar með aðeins 3 stig og eru 12 stigum á eftir liði Fram sem situr í 8.sæti deildarinnar.

Öll von er þó ekki úti enn og leyfir fólk fyrir austan sér eflaust að vera bjartsýnt enda kom fyrsti sigur liðsins í síðasta heimaleik og er það eflaust vonin að sá næsti komi í dag.

Hann í raun verður að gera það vilji FHL halda í þá veiku von sem enn er til staðar um að halda sæti sínu enda fer leikjunum til þess hratt fækkandi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Stjarnan
Gestirnir úr Garðabæ eru í harðri baráttu um sæti í efri hluta deildarinnar þegar skipt verður. Sitja nú í 7.sæti deildarinnar með 16 stig jafnmörg og Víkingur sem situr í því 6. en með lakari markatölu.

Stjarnan á þó leik til góða á Víkinga og getur með stigi eða þremur í dag lyft sér upp í 6.sætið.

Mynd: Hafrún Guðmundsdóttir

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Besta deildin rúllar
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Sún-Vellinunm á Neskaupstað. Framundan er leikur FHL og Stjörnunar sem Fannar Bjarki Pétursson mun gera góð skil í textalýsingu.

Mynd: Guðlaugur Björn Birgisson

Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið:
1. Bridgette Nicole Skiba (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
9. Birna Jóhannsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('68)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Vera Varis (m)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('68)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
18. Margrét Lea Gísladóttir
42. Sandra Hauksdóttir
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Jana Sól Valdimarsdóttir
Rajko Stanisic
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Hrefna Jónsdóttir
Jessica Ayers
Arnar Páll Garðarsson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('66)
Arna Dís Arnþórsdóttir ('84)

Rauð spjöld: