Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fim 28. ágúst 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Stefán spáir í 15. umferð Bestu kvenna
Jón Stefán Jónsson.
Jón Stefán Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Lana Sigurjónsdóttir.
Elísa Lana Sigurjónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls.
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær FHL í sinn annan sigur?
Nær FHL í sinn annan sigur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla Guðmundsdóttir, leikmaður KR, var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Í kvöld er leikið í 15. umferð deildarinnar en sú umferð hófst í byrjun mánaðarins þegar Breiðablik vann 0-3 sigur á Val. Þessi lið leika núna í Evrópukeppni og því var sá leikur fyrr.

Fótboltaþjálfarinn Jón Stefán Jónsson spáir í leikina fjóra sem eru framundan og við fengum hann einnig til að spá í einn leik í Lengjudeildinni að eigin vali.

FH 2 - 2 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Stórleikur umferðarinnar og gífurlega erfitt að spá. Mér finnst Þróttur aðeins hafa gefið eftir undanfarið en ekki svo að skilja að þær hafi verið eitthvað skeflilegar. En engu að síður aðeins einn sigur í síðustu fjórum leikjum. FH-ingar aðeins vængbrotnir í síðasta leik eftir þetta nauma tap í bikarúrslitum. Ég spái 2-2 hér í hörku leik. Sé ekki alla markaskorara en Elísa Lana setur a.m.k eitt stk fyrir FH.

Tindastóll 1 - 0 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
Gífurlega mikilvægur leikur í neðri hlutanum. Bæði lið (eins og reyndar öll lið í þessari deild) með mjög góða þjálfara. Einar Guðna er að vekja víkingsstelpur af blundi og Donni er alltaf Donni á króknum. Ég ætla að spá mínum konum á króknum 1-0 sigri hér. Bryndís Rut skorar með hjólhestaspyrnu eftir rabona fyrirgjöf frá Maríu.

FHL 2 - 1 Stjarnan (14:00 á laugardag)
Hér er á ferðinni athyglisverður leikur. FHL eru vissulega í skítastöðu þarna neðst en mér finnst austfirðingar hafa gert gífurlega vel á markaðnum í glugganum og eru alls ekki hættar. Hér fer 2-1 fyrir FHL.

Þór/KA 3 - 1 Fram (17:00 á laugardag)
Þó svo að Skagafjarðar dúóið Murr og Óskar Smári hafi gert gífurlega vel með Fram í sumar þá hefur aðeins hallað undan fæti að undanförnu. Þór/KA aftur á móti með blóð á tönnunum eftir að slæmt gengi áður en kom að sigri gegn FHL síðast. Mínar konur hér fyrir norðan vinna þetta 3-1. Murr skorar fyrir Fram en hjá Þór/KA skora Húsavíkur Hulda, Kimmy og Magga. Sonja með tvær stoðsendingar.

Lengjudeildin
ÍBV 3 - 0 ÍA (18:00 í kvöld)
Hér verður engin þynnka hjá Eyjakonum þrátt fyrir að vera nýlega búnar að tryggja sig endanlega upp í deild þeirra bestu. Jón Óli er vissulega stemmningsmaður og hefur örugglega leyft þeim að fagna tilefninu en það kemur ekki að sök, enda eru Eyjakonur lang bestar í deildinni. 3-0 sigur.

Fyrri spámenn:
Adda Baldurs (5 réttir)
Guðmunda Brynja (4 réttir)
Margrét Lára (4 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Katla Guðmunds (3 réttir)
Guðný Geirs (3 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)
Jón Stefán 1 réttur

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna og Lengjudeild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 17 15 1 1 68 - 13 +55 46
2.    FH 17 11 2 4 40 - 21 +19 35
3.    Þróttur R. 17 10 3 4 30 - 20 +10 33
4.    Valur 17 8 3 6 30 - 26 +4 27
5.    Stjarnan 17 8 1 8 29 - 32 -3 25
6.    Víkingur R. 17 7 1 9 36 - 39 -3 22
7.    Þór/KA 17 7 0 10 29 - 32 -3 21
8.    Fram 17 6 0 11 23 - 43 -20 18
9.    Tindastóll 17 5 2 10 22 - 40 -18 17
10.    FHL 17 1 1 15 11 - 52 -41 4
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 18 16 1 1 78 - 15 +63 49
2.    Grindavík/Njarðvík 18 12 2 4 43 - 22 +21 38
3.    HK 18 12 1 5 49 - 29 +20 37
4.    Grótta 18 12 1 5 38 - 25 +13 37
5.    KR 18 9 1 8 45 - 43 +2 28
6.    Haukar 18 7 1 10 28 - 44 -16 22
7.    ÍA 18 6 3 9 26 - 36 -10 21
8.    Keflavík 18 4 4 10 23 - 30 -7 16
9.    Fylkir 18 2 2 14 21 - 58 -37 8
10.    Afturelding 18 2 0 16 12 - 61 -49 6
Athugasemdir