Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Besta-deild karla
Valur
19:15 0
0
Stjarnan
Besta-deild karla
KR
LL 0
7
Víkingur R.
Besta-deild karla
FH
LL 2
2
Fram
Besta-deild karla
KA
LL 4
1
Vestri
Besta-deild kvenna
Valur
LL 6
2
Tindastóll
Besta-deild kvenna
FHL
LL 1
5
Breiðablik
Valur
6
2
Tindastóll
Arnfríður Auður Arnarsdóttir '6 1-0
Fanndís Friðriksdóttir '12 2-0
2-1 Makala Woods '27
2-2 Aldís María Jóhannsdóttir '36
Fanndís Friðriksdóttir '54 3-2
Berglind Rós Ágústsdóttir '63 4-2
Fanndís Friðriksdóttir '74 5-2
María Dögg Jóhannesdóttir '90 , sjálfsmark 6-2
14.09.2025  -  14:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Maður leiksins: Fanndís Friðriksdóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir ('77)
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
9. Jasmín Erla Ingadóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('61)
17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('61)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('85)
30. Jordyn Rhodes ('77)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
3. Sóley Edda Ingadóttir ('77)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Nadía Atladóttir ('77)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('85)
26. Ása Kristín Tryggvadóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('61)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir ('61)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Hallgrímur Heimisson
Fjalar Þorgeirsson
Anna Sóley Jensdóttir
Jónas Breki Kristinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
TAKK FYRIR! Þvílíkur marka leikur!!!
90. mín SJÁLFSMARK!
María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )
Stoðsending: Helena Ósk Hálfdánardóttir
90 +4 Ekki beint úr hornspyrnu! Tindastóll hreinsar hornið en boltinn dettur til Helenu og kemur hún með fyrirgjöf en María Dögg er að hlaupa í átt að markinu sínu og skallar boltann í sitt eigið net
90. mín
90 + 2 Hornspyrna fyrir Val

Fáum við 6 markið frá Valskonum?
90. mín
4 mín í uppbótatíma
90. mín
Makala á hörku skot sem Tinna ver í hornspyrnu
90. mín
Inn:Magnea Petra Rúnarsdóttir (Tindastóll ) Út:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
Síðasta skipting Stólana
90. mín
Makala að fá gott færi sem Birgitta Rún lagði upp fyrir hana en skotið er beint á Tinnu og hún er í engum vandræðum með þennan bolta
89. mín
Vel leyst hjá Makelu sem finnur Laru og Elísa fær boltann en kemur með sendingu inn í teig en ekkert varð úr því
85. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Takk fyrir mig í dag segi ég bara!
83. mín
Stórhættulegar aukaspyrnur frá Genevieve sem Valur á erfitt með að eiga við en Makela er hinsvegar rangstæð
82. mín
Léleg sending frá Laru og Jasmín keyrir upp og gefur hann á Nadíu en Stólarnir fljótar að skila sér og ekkert varð úr þessari skyndisókn
80. mín
Inn:Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll ) Út:Nicola Hauk (Tindastóll )
Önnur skipting
79. mín
Frábær fyrirgjöf frá Laufeyju og Guðrún setur hausinn í boltann en það fer beint á Tinnu í markinu.

Tindastóll eru ekki hættar allavega
77. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Jordyn Rhodes (Valur)
Tvær breytingar
77. mín
Inn:Sóley Edda Ingadóttir (Valur) Út:Bryndís Eiríksdóttir (Valur)
Tvær breytingar
76. mín
ÞÆRRRR VILJA MEIRA Jordyn ótrúlega sterk og rennur boltanum á Jasmín sem er ein á móti Genevieve og hún ver og svo nær Bryndís frákastinu og skýtur og Genevieve ver aftur og setur hann yfir markið
74. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Stoðsending: Málfríður Anna Eiríksdóttir
HÚN ER ROOOOOSSSSSSAAAAALLLLEEEEEGGGGGG Málfríður kemur boltanum á Fanndísi sem fær aftur einn á einn stöðu og hún elskaaaar þannig stöðu og klínir boltanum í fjær hornið! ÞRENNA TAKK FYRIR
71. mín
Vitlaust innkast dæmt á Val
70. mín
Inn:Guðrún Þórarinsdóttir (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
Skipting hjá Tindastóli
68. mín
Berglind heppin, fær sendingu en missir boltann aðeins frá sér og Makala setur góða pressu en Berglind vinnur boltann aftur
67. mín
Tindastóll reynir að pressa en Valur leysir bara mjög vel!
66. mín
Matthías hefur komið með alvöru ræðu í hálfleik! heldur betur kviknað á liðinu þrátt fyrir að hafa misst 2-0 forystu
63. mín MARK!
Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
BEEEERGLIIIIINNNNDDDD Þær sækja og sækja og sækja og fjórða markið búið að liggja í loftinu og það er barningur í teignum og boltinn endar hjá Berglindi sem tekur touch og skýtur niður í hægra hornið! ÞVÍLÍKT SVAR HJÁ VALSKONUM!
62. mín
HAAAA Valskonur í dauðafæri, Fanndís fær boltann og er alein á móti marki en Jasmín ver boltann fyrir Tindastól, JÁ SINN EIGINN LIÐSFÉLAGI!
61. mín
Inn:Kolbrá Una Kristinsdóttir (Valur) Út:Arnfríður Auður Arnarsdóttir (Valur)
Tvær breytingar
61. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur) Út:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Tvær breytingar
60. mín
Brotið á Tindastól og þær ætla að taka það hratt en boltinn rúllandi svo Genevieve tekur seinni spyrnuna og kemur með góðann bolta en boltinn fer framhjá
59. mín
Arnfríður vinnur sér inn brot
58. mín
Valskonur að spila vel og halda vel í boltann
55. mín
Jordyn með skot beint á Genevieve sem grípur þetta bara þægilega
54. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Stoðsending: Arnfríður Auður Arnarsdóttir
AUÐVITAÐ!! Arnfríður gefur út á Fanndísi sem keyrir síðan einn á einn og skýtur í nærstöngina og inn
53. mín
Frábær tækling hjá Bryndísi Rut
52. mín
Makela með fyrirgjöf sem fer beint á Tinnu
49. mín
Frábært spil hjá Val og Fanndís kemur með boltann inn fyrir á Jordyn sem reynir að snúa með bakið í marki en er étinn
48. mín
AUÐVITAÐ! Elísa tekur bara skotið langt frá marki með vind í baki en fer framhjá
47. mín
Makala tekur vel á móti boltanum og sækir flott brot á fínum stað
46. mín
Makala liggur eftir, sýnist hún hafa fengið högg á ökklann sinn eftir tæklingu frá Málfríði
45. mín
Leikur hafinn
Seinnihálfleikur farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Brynjar Þór flautar til hálfleiks Þvílikur fyrri hálfleikur! Það virtist vera eins og Valskonur ætluðu bara að sigla þessu þægilega í byrjun og komast 2-0 yfir en svo skorar Tindastóll upp úr þurru og það gaf þeim alvöru boost og hefur verið allt annað að sjá þær í þessum geggjuðum leik! Trúi því að við fáum fleiri mörk í seinni hálfleik
45. mín
þvílik björgun!!! frábær bolti inn á teig sem Jordyn tekur vel á móti en þar er Lara mætt í hörku tæklingu og Valskonur fá hornspyrnu
45. mín
2 mínútur í uppbótatíma
43. mín
Fanndís tekur spyrnuna en hún endar í markspyrnu
42. mín
Góð pressa hjá Jordyn þar sem stólarnir voru að reyna að spila út frá marki og sækir hún svo aukaspyrnu á fínum stað
38. mín
Skot framhjá. Ragnheiður með flotta takta og gefur hann á Jordyn sem snýr baki í marki og leggur hann út fyrir Fanndísi sem skýtur framhjá
37. mín
Valskonur vilja hendi!
36. mín MARK!
Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
Frábær bolti inn í teig og Tinna kemur út en kílir boltann í hausinn á Katherine sem fer beint upp í loftið og Aldís María miklu grimmari og setur boltann í tómt mark
35. mín
Aukaspyrna á fínum stað fyrir Tindastól
32. mín
Dauðafæri! Elísa með frábært hlaup og sendir boltann inn fyrir og skoppar alla leið á fjær svæðið og Makela með lélegt skot en Elísa nær frákastinu og setur hann aftur inn fyrir og Aldís með skot rétt framhjá
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Arnfríður liggur, hún er búinn að vera að haltra eitthvað og sýnist hún finna til í sköflungnum
29. mín
Þetta mark gaf Tindastóli líf í leikinn allt annað að sjá þær
27. mín MARK!
Makala Woods (Tindastóll )
Hornspyrnan skölluð út af Jasmín og Laufey nær frákastinu og setur hann aftur inn í teig þar er hartt barist um boltann og Makala potar boltanum innn
26. mín
Fyrsta hornspyrna Tindastóls
25. mín
Gengur ekkert hjá Tindastóli, þær reyna mikið að finna framherjana sína en ekkert gengur.
22. mín
ÞVÍLIK VARSLAAA Jordyn með frábæra takta og gefur boltann út fyrir og endar næstum því sem sjálfsmark en Genevieve ver og Ragnheiður nær frákastinu en Genevieve ver aftur og heldur stólunum á lífi
21. mín
Sláinnnnn Frábær hornspyrna hjá Fanndísi sem snýr boltanum á markið og fer i slána og Makala skallar boltann í aðra hornspyrnu.
19. mín
Elísa með frábæran sprett upp kantinn og gefur hann inn fyrir sem endar í hornspyrnu
17. mín
Vá frábær bolti inn fyrir hjá Laru en Tinna les vel en tæklar boltann í Makelu og boltinn fer rétt framhjá markinu
15. mín
Valskonur leysa vel úr pressunni en boltinn endar hja Genevieve sem sparkar langt og Lillý sækir brotið
12. mín
Frábæran byrjun hjá Valskonum! en þetta verður alvöru brekka sem Tindastóll þarf að leysa úr
12. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
úffff þetta var lélegt hjá Tindastóli, Tinna með einn langan bolta en þar er samskipta leysi hjá varnarmönnum og Fanndís gerir vel í leiðinni með því að pressa á þær og klára snyrtileg ein á mót Genevieve niðri í hægra hornið.
10. mín
Genevieve tekur spyrnuna en er þægilegt fyrir Tinnu en missir hann frá sér en valdi á honum
9. mín
Tindastóll eru mikið að setja hann upp í loftið á móti vindi en Málfríður er að éta alla boltana en brýtur svo af sér
6. mín MARK!
Arnfríður Auður Arnarsdóttir (Valur)
Fanndís gefur boltann á Jasmín sem tekur frábæra móttöku og setur hann inn í boxið þar er Ragnheiður sem reynir að snúa með boltann baki í marki en missir hann og Arnfríður fær hann beint í labbir og klárar frábærlega upp í hægra hornið!!!
5. mín
Valsarar eru með vindinn í baki og sést að þær vilja nýta sér það sem allra fyrst, þær eru mikið að setja boltann innfyrir
3. mín
Mark en dæmt af Valskonur spila frábærlega vel saman og Elísa með frábæran bolta í gegn á Jordyn og klárar vel framhjá Genevieve en hún er dæmt rangstæð
2. mín
Tindastóll heldur í boltann og spila á milli en Valskonur pressa
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Tindastóll byrjar með boltann
Fyrir leik
Óskar Smári mættur á leikinn Óskar er mættur á leikinn væntanlega til þess að styðja systur sína hana Bryndísi Rut en vonar væntanlega að Valur vinni þennan leik svo Fram fari ekki í fallsæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Allt að verða klárt! Leikmenn beggja liða búnar í upphitun og ganga inn í klefann og gera sig klára fyrir leik!
Fyrir leik
Breytingar hjá heimaliðinu Valur gera tvær breytingar frá því í síðasta leik gegn Víkingum
Út fara Sóley Edda og Kolbrá Una en inn kemur fyrirliðinn Elísa Viðars og hún Arnfríður Auður

Tindastóll heldur sömu byrjunarliði og frá því í síðasta leik sem var sigur gegn Fram 1-0
En Tindastóll er bara með fjóra á bekknum og þrír af þeim eru útispilararþ
Fyrir leik
Um Tindastól Stelpurnar frá króknum hafa gert sér fínt mót hingað til og eru í harðri baráttu um að halda sér uppi í deildinni. Þær eru með ungt og ferskt lið og sú elsta í liðinu er fædd 1995 sem er fyrirliði liðsins, hún Bryndís Rut Haraldsdóttir og næst kemur Hugrún Pálsdóttir (1997) sem hefur bara spilað einn leik á tímabilinu og svo eru allar hinar á milli 2000-2008.

Tindastóll situr í 9 sæti í deildinni með aðeins 17 stig en eru bara tveimur stigum frá falli en sex stigum frá því að geta farið í efri hlutann og eiga möguleika á því með hagstæðum úrslitum og ef þær vinna sína síðustu 2 leiki.

Markmiðið þeirra á þessum tíma er eðlilega bara að halda sér uppi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Um Val Valskonur hafa ekki átt gott tímabil. Þar sem stuðningsmenn Vals ætlast bara til að fá titil á hverju ári og þá er það bara óásættanlegt fyrir Val að vera í 5 sæti í deildinni. Þær hafa spilað 16 leiki í deildinni og unnið 7, tapað 6 og gert 3 jafntefli með markatöluna 0 þar sem þær hafa skorað 24 mörk og fengið á sig 24 mörk.
Þær eru 19 stigum frá efsta sætinu þar sem blikarnir sitja og 11 stigum frá evrópusæti.

Fyrir tímabil var nánast látið allt þjálfara teymið fara eftir að hafa unnið Bestu deildina í fyrra og það má segja að við höfum fengið skrýtin svör við það hvers vegna sú ákvörðun er tekin og hvort sem það hafi verið sameiginleg ákvörðun eða ekki þá set ég samt spurningarmerki við það afhverju Adda Baldurs og Hallgrímur Heimisson fengu ekki bara að taka við keflinu.

En nú stýrir Matthías Guðmundsson liðinu eftir að Kristján Guðmundsson sagði upp og með honum er Hallgrímur Heimisson. Báðir hafa þeir verið undir Pétri og ég trúi engu öðru en að þeir fái næsta tímabil og sækja titla aftur.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómaratríóið Brynjar Þór Elvarsson dæmir leik dagsins og með honum á hliðarlínunni eru Tijana Krstic og Guðmundur Halldórsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Súper Sunday á Hlíðarenda! Það er tvíhöfði á Hlíðarenda í dag og hvet ég alla til þess að gera sér ferð á Hlíðarenda!

14:00 Valur - Tindastóll

19:15 Valur - Stjarnan
Fyrir leik
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið! Tindastóll er í harðri fallbaráttu en eru bara einu stigi frá öruggu sæti þar sem Fram tapaði á föstudeginum og eru með verri markatölu en Tindastóll.

Valur með sigri í þessum leik geta gull tryggt sér sæti í efri hlutanum þar sem þetta er leikur í næst síðustu umferð í venjulegu móti. En með tapi í þessum leik þá gæti Valur verið í veseni varðandi það að lenda í neðri hlutanum.

Hélt ég myndi aldrei spyrja mig af þessari spurningu á þessari öld en gætum við séð Valskonur enda í neðri hlutanum?
Fyrir leik
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir spáir 17 umferð Bestu deild kvenna Valur 2 - 1 Tindastóll (14:00 á sunnudag)
Fyrri leikur þessara liða endaði með óvæntu 2-2 jafntefli á króknum fyrr í sumar. Tindastóls konur eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild á meðan Valur getur fest sig í efri hlutanum með sigri. Ég held að þetta verði mikill baráttuleikur útá velli en valskonur vinna þennan leik að lokum 2-1.

So far er Bára búinn að vera nánast spot on!

Bára spáði: Þór/KA 1 - 1 Þróttur R sem fór 0-1 fyrir Þrótt R. FH 1 - 2 Víkingur R sem var hárrétt og svo Stjarnan 3 - 1 Fram sem var líka spot on!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin kvenna í dag "Here We Go" Góðan daginn gott fólk og verið þið velkomin í beina textalýsingu frá N1-vellinum á Hlíðarenda!
Tindastóll gerir sér ferð frá Sauðárkróki til þess að mæta á Hlíðarenda gegn Val!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Genevieve Jae Crenshaw (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Nicola Hauk ('80)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('70)
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('90)
25. Makala Woods
26. Katherine Grace Pettet
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Guðrún Þórarinsdóttir ('70)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('80)
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir ('90)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Margrét Ársælsdóttir
Nikola Stoisavljevic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: