
Frakkland
2
1
Ísland

0-1
Andri Lucas Guðjohnsen
'21
Kylian Mbappe
'45
, víti
1-1

Bradley Barcola
'62
2-1
Aurélien Tchouaméni
'67

09.09.2025 - 18:45
Prinsavöllur
Undankeppni HM
Dómari: António Nobre (Portúgal)
Prinsavöllur
Undankeppni HM
Dómari: António Nobre (Portúgal)
Byrjunarlið:
16. Mike Maignan (m)
4. Dayot Upamecano
5. Jules Kounde
8. Aurélien Tchouaméni

9. Marcus Thuram
('70)

10. Kylian Mbappe

11. Michael Olise
('95)

13. Manu Koné

15. Ibrahima Konate
20. Bradley Barcola
('63)


22. Theo Hernandez
('63)


Varamenn:
1. Brice Samba (m)
23. Lucas Chevalier (m)
2. Benjamin Pavard
3. Lucas Digne
6. Khephren Thuram
7. Kingsley Coman
('63)

14. Adrien Rabiot
('70)

17. Malo Gusto
('63)

18. Maghnes Akliouche
19. Hugo Ekitiké
('95)

21. Lucas Hernandez
Liðsstjórn:
Didier Deschamps (Þ)
Gul spjöld:
Manu Koné ('29)
Theo Hernandez ('54)
Rauð spjöld:
Aurélien Tchouaméni ('67)
Leik lokið!
Grátlegt tap á Prinsavöllum!
Þvílík frammistaða frá íslenska liðinu. Mega vera stoltir af sjálfum sér, þessi leikur lofar góðu þrátt fyrir grautfúla niðurstöðu.
Risastór dómur sem féll Frakkamegin þegar Andri Lucas jafnar metin undir lok leiks skilur mann eftir með súrt bragð í munni.
Frekari umfjöllun væntanleg.
Risastór dómur sem féll Frakkamegin þegar Andri Lucas jafnar metin undir lok leiks skilur mann eftir með súrt bragð í munni.
Frekari umfjöllun væntanleg.
97. mín
Mikael Egill með þrumuskot yfir!
Ísland reynir að finna glufu á frönsku vörninni. Boltinn á Mikael Egil sem mundar skotfótinn og hamrar boltanum rétt yfir af löngu færi.
Var þetta síðasti séns Íslands?
Var þetta síðasti séns Íslands?
96. mín
Ísland fær hornspyrnu, Hákon Arnar tekur. Frakkar skalla frá en Ísland heldur í boltann.
89. mín

ANDRI SKORAR EN MARKIÐ TEKIÐ AF!
Hákon Arnar með frábæra fyrirgjöf á Andra Lucas sem setur boltann í netið!
Íslenska liðið fagnar vel og innilega en Portúgalski dómarinn fer í VAR-skjáinn löngu eftir markið.
Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að Andri braut á Konate eftir smá tog í aðdraganda marksins. Voðalega lítið í þessu, Frakkarnir stálheppnir!
Íslenska liðið fagnar vel og innilega en Portúgalski dómarinn fer í VAR-skjáinn löngu eftir markið.
Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að Andri braut á Konate eftir smá tog í aðdraganda marksins. Voðalega lítið í þessu, Frakkarnir stálheppnir!
85. mín
Sverrir Ingi skallar rétt yfir!
Hákon Arnar með góða fyrirgjöf úr aukaspyrnu. Boltinn beint á Sverri Inga sem skallar boltann rétt yfir mark Frakka.
Íslenska liðið í leit að jöfnunarmarki!
Íslenska liðið í leit að jöfnunarmarki!
85. mín
Ísland með góða sókn, Andri Lucas reynir að skalla fyrir markið á Hákon en Maignan kýlir frá.
82. mín

Inn:Kristian Hlynsson (Ísland)
Út:Daníel Leó Grétarsson (Ísland)
Sóknarsinnuð breyting
Þórir í hægri bakvörð og Guðlaugur Victor í hafsent. „Nóg eftir“ heyrist í Arnari Gunnlaugssyni á hliðarlínunni.
81. mín
Frakkar í hættulegri skyndisókn sem lýkur með þrumuskoti Koné en boltinn framhjá marki Íslands.
78. mín
Mbappe fær boltann í gegn, Elías mætir og ver meistaralega. Mbappe flaggaður rangstæður í kjölfarið en varslan frábær engu að síður.
76. mín
Ísland fær sína fyrstu hornspyrnu, Hákon Arnar tekur. Boltinn á Guðlaug Victor á nærsvæðinu en hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
74. mín
Mbappe vinnur boltann af Stefáni Teit á miðjunni, keyrir upp völlinn og hamrar boltanum framhjá marki íslenska liðsins.
70. mín

Inn:Adrien Rabiot (Frakkland)
Út:Marcus Thuram (Frakkland)
Frakkarnir þétta raðirnar
67. mín
Gult spjald: Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)

Lét eitthvað út úr sér við dómarann, mjög ósáttur við tæklinguna sem Jón Dagur varð fyrir.
67. mín
Rautt spjald: Aurélien Tchouaméni (Frakkland)

Ísland manni fleiri!
Það er enn von!
Fer með takkann í sköflunginn á Jóni Degi og Portúgalinn á flautunni gefur Tchouaméni upprunalega gult. Hann fer þó í skjáinn og breytir spjaldinu í rautt, hárréttur dómur!
Fer með takkann í sköflunginn á Jóni Degi og Portúgalinn á flautunni gefur Tchouaméni upprunalega gult. Hann fer þó í skjáinn og breytir spjaldinu í rautt, hárréttur dómur!
63. mín

Inn:Sævar Atli Magnússon (Ísland)
Út:Daníel Tristan Guðjohnsen (Ísland)
Arnar gerir tvöfalda breytingu
63. mín

Inn:Kingsley Coman (Frakkland)
Út:Bradley Barcola (Frakkland)
Markaskorarinn samstundis tekinn af velli.
62. mín
MARK!

Bradley Barcola (Frakkland)
Stoðsending: Kylian Mbappe
Stoðsending: Kylian Mbappe
Frakkarnir leiða
Löng sending inn fyrir á Mbappe, sem er með þeim fljótari og stingur íslensku varnarmennina af. Hann gefur fyrir á Barcola sem setur boltann í autt netið.
Varnarlínan hátt uppi hjá Íslandi og Frakkarnir refsuðu með hlaupum aftur fyrir.
Varnarlínan hátt uppi hjá Íslandi og Frakkarnir refsuðu með hlaupum aftur fyrir.
59. mín
Marcus Thuram sker inn á völlinn og lætur vaða, en boltinn framhjá marki Íslands. Thuram búinn að vera hættulegasti maður Frakka.
57. mín
Ísak Bergmann með sendingu beint á Kylian Mbappe og Frakkar í stórhættulegri stöðu. Mbappe reynir að þræða Barcola í gegn en sendinghans sem betur fer of föst.
55. mín
Aukaspyrnan framhjá marki Frakka
Ísak Bergmann tekur spyrnuna, en hún vel framhjá marki Frakka. Illa farið með góða stöðu.
54. mín
Gult spjald: Theo Hernandez (Frakkland)

Ísland fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið, flott sending frá Gulla inn fyrir á Mikael Anderson sem Theo Hernandez brýtur á. Munaði engu að vítaspyrna hefði verið dæmd en snertingin fyrir utan.
52. mín
SLÁIN!
Frakkar keyra upp í skyndisókn, boltinn á Michael Olise rétt fyrir utan teiginn sem setur boltann í þverslánna, þarna munaði litlu.
51. mín
Ísland spilar vel upp völlinn, boltinn á Jón Dag sem uppsker aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.
48. mín
Frakkar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu. Olise tekur en Sverrir Ingi skallar frá.
47. mín
Marcus Thuram með vinstrifótar skot úr þröngum vinkli, Elías Rafn á í engum vandræðum með skotið og handsamar boltann.
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik!
Ísland þurft að þjást í þessum fyrri hálfleik, en gert það vel. Klaufaleg vítaspyrna sem liðið fékk á sig en gott mark eftir frábæra pressu sem Ísland skoraði. Flottur hálfleikur hjá íslenska liðinu.
45. mín
Mark úr víti!

Kylian Mbappe (Frakkland)
Mbappe jafnfar metin
Skorar af miklu öryggi, sendir Elías í rangt horn.
43. mín
Víti fyrir Frakka
VAR skoðun í gangi. Dómarinn fer í skjáinn. Mikael Neville brotlegur, stígur á hælinn á Thuram.
Víti dæmt.
Víti dæmt.
35. mín
Frakkarnir ógna!
Frakkarnir fá aukaspyrnu rúmum 25 metrum frá marki, Olise tekur og gefur á fjær. Upamencano skallar út á Barcola sem tekur viðstöðulaust skot á lofti sem fer rétt yfir mark Íslands.
Áður en þetta gerðist var aukaspyrnan tekin hratt og boltinn fór í net Íslands. Það fékk samt ekki að telja.
Áður en þetta gerðist var aukaspyrnan tekin hratt og boltinn fór í net Íslands. Það fékk samt ekki að telja.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Tvöföld varsla hjá Elíasi! - Meistaralega gert
Thuram með fastan skalla og Elías ver vel og boltinn fer út í teiginn á Manu Koné sem tekur fast skot á markið en aftur ver Elías meistaralega!
29. mín
Gult spjald: Manu Koné (Frakkland)

Mikael Neville nær að komast á undan Koné í boltann og sá franski sparkar í Mikael og uppsker gult spjald að launum.
28. mín
Elías skallar skot Mbappe!
Olise með sendingu í gegn á Mbappe. Sverrir Ingi reynir að halda Mbappe frá boltanum en sá franski kemst í boltann.
Mbappe nær að pikka í boltann, en Elías Rafn nær að verja með hausnum og hreinlega skallar skotið frá!
Mbappe nær að pikka í boltann, en Elías Rafn nær að verja með hausnum og hreinlega skallar skotið frá!
25. mín
Frakkarnir fá hornspyrnu, en Daníel Tristan skallar hana frá.
Sverrir og Jón Dagur liggja niðri eftir hornspyrnuna, virðast hafa skollið saman. Leikurinn stöðvaður meðan þeir fá aðhlynningu.
Sverrir og Jón Dagur liggja niðri eftir hornspyrnuna, virðast hafa skollið saman. Leikurinn stöðvaður meðan þeir fá aðhlynningu.
21. mín
MARK!

Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
ÍSLAND LEIÐIR Á PRINSAVÖLLUM!
Frábær pressa hjá íslenska liðinu!
Frakkarnir reyna að spila út frá vörninni. Frábær pressa frá Ísaki á Olise sem gefur beint á Andra Lucas í teignum. Andri með frábært viðstöðulaust skot í teignum sem Maignan kemur engum vörnum við!
Þetta kemur þeim frönsku í opna skjöldu!
Frakkarnir reyna að spila út frá vörninni. Frábær pressa frá Ísaki á Olise sem gefur beint á Andra Lucas í teignum. Andri með frábært viðstöðulaust skot í teignum sem Maignan kemur engum vörnum við!
Þetta kemur þeim frönsku í opna skjöldu!
19. mín
Frakkarnir fá hornspyrnu, boltinn kemur á fjær á Mbappe. Hann gefur fyrir á Thuram sem skallar boltann framhjá marki Íslands af stuttu færi.
16. mín
Besta færi leiksins til þessa
Boltanum þrætt inn á Marcus Thuram sem á táarskot sem Elías Rafn fær í sig, gerir sig stóran. Full auðveldlega farið í gegnum íslensku vörnina þarna.
12. mín
Fyrsta skot Íslands
Mikael Neville með skot fyrir utan teig beint á Maignan eftir gott spil Íslands. Vel gert hjá Ísaki í aðdragandanum að vinna boltann.
10. mín
Frakkar halda betur í boltann, en hafa skapað lítið. Ágætis byrjun hjá íslenska liðinu.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland hefur leik!
Hákon byrjar á því að spyrna boltanum út í innkast.
Frakkar í albláir og Ísland alhvítir.
Frakkar í albláir og Ísland alhvítir.
Fyrir leik
Við hlýðum á þjóðsöngvana, Lofsöngur fyrst og svo hinn skemmtilega þjóðsöng Frakka, La Marseillaise.
Fyrir leik
Hákon Arnar og Kylian Mbappe leiða liðin út á völl, um 40 þúsund áhorfendur á Prinsavöllum.
Fyrir leik
Tvö og hálft ár síðan Guðjohnsen bræður voru saman inn á
Það eru rúmlega tvö og hálft ár síðan Guðjohnsen bræður deildu saman velli með landsliðinu. Það var í vináttuleik gegn Eistlandi í janúar 2023 og þá voru það þeir Sveinn Aron og Andri Lucas sem spiluðu saman síðustu 25 mínúturnar og Andri Lucas skoraði jöfnunarmark Íslands undir lok leiks úr vítaspyrnu.
Andri Lucas er að spila inn 36. landsleik í dag, en Daníel Tristan sinn annan og sinn fyrsta í byrjunarliði.
Andri Lucas er að spila inn 36. landsleik í dag, en Daníel Tristan sinn annan og sinn fyrsta í byrjunarliði.
Fyrir leik
Stórtíðindi frá Aserbaídsjan!
Aserbaídsjan tókst óvænt að koma til baka gegn Úkraínu og náði í óvænt jafntefli gegn Úkraínu í hinum leik riðilsins.
Úkraína komst yfir snemma í seinni hálfleik en Emin Mahmudov jafnaði metin fyrir Aserbaídsjan úr vítaspyrnu tuttugu mínútum síðar eftir að Oleksandr Zinchenko fékk boltann í hendina í teig Úkraínu.
Úrslitin eru frábær tíðindi fyrir Ísland, þar sem liðið berst við Úkraínu um 2. sætið, ef við gefum okkur það að Frakkar hreppi toppsætið. Úkraínumenn sitja nú eftir með aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum, sem styrkir stöðu Íslands verulega.
Úkraína komst yfir snemma í seinni hálfleik en Emin Mahmudov jafnaði metin fyrir Aserbaídsjan úr vítaspyrnu tuttugu mínútum síðar eftir að Oleksandr Zinchenko fékk boltann í hendina í teig Úkraínu.
Úrslitin eru frábær tíðindi fyrir Ísland, þar sem liðið berst við Úkraínu um 2. sætið, ef við gefum okkur það að Frakkar hreppi toppsætið. Úkraínumenn sitja nú eftir með aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum, sem styrkir stöðu Íslands verulega.

Fyrir leik
Byrjunarlið Frakka - Fínasta lið
Didier Deschamps gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 2-0 sigri gegn Úkraínu á föstudag.
Ousmane Dembele og Desire Doue eru á meiðslalistanum hjá Frökkum en Marcus Thuram, leikmaður Inter, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Doue
Þá kemur Theo Hernandez, leikmaður Al-Hilal, inn í vinstri bakvörðinn fyrir Lucas Digne, leikmann Aston Villa.
Ousmane Dembele og Desire Doue eru á meiðslalistanum hjá Frökkum en Marcus Thuram, leikmaður Inter, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Doue
Þá kemur Theo Hernandez, leikmaður Al-Hilal, inn í vinstri bakvörðinn fyrir Lucas Digne, leikmann Aston Villa.

Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands - Bræðurnir byrja
Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 5-0 sigri gegn Aserbaídsjan síðastliðinn föstudag.
Albert Guðmundsson meiddist í leiknum gegn Aserbaídsjan og ferðaðist ekki með liðinu til Frakklands. Í hans stað kemur Daníel Tristan Guðjohnsen og spilar sinn fyrsta landsleik í byrjunarliði Íslands.
Þá tekur Stefán Teitur Þórðarsson sér sæti á bekknum og kemur Mikael Neville Andersson inn fyrir hann á miðjunni.
Albert Guðmundsson meiddist í leiknum gegn Aserbaídsjan og ferðaðist ekki með liðinu til Frakklands. Í hans stað kemur Daníel Tristan Guðjohnsen og spilar sinn fyrsta landsleik í byrjunarliði Íslands.
Þá tekur Stefán Teitur Þórðarsson sér sæti á bekknum og kemur Mikael Neville Andersson inn fyrir hann á miðjunni.

Fyrir leik
Hiti í kringum Dechamps
Það hefur myndast hiti í kringum Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, fyrir leikinn. Paris Saint-Germain, stærsta félag Frakklands, er mjög ósátt við landsliðsþjálfarann eftir að bæði Ousmane Dembele og Desire Doue meiddust.
Þeir verða báðir fjarri góðu gamni gegn Íslandi.
Á blaðamannafundi í gær var Deschamps spurður út í reiði PSG gagnvart honum og læknateymi franska landsliðsins.
„Ég er bara þjálfarinn. Þetta er ekki á minni ábyrgð. Ég er sorgmæddur fyrir hönd Ousmane og Dez og við missum tvo mikilvæga menn," sagði Deschamps.
Deschamps, sem er fyrrum leikmaður og þjálfari Marseille, er einbeittur á leikinn gegn Íslandi. „PSG er ekki andstæðingur okkar, það hefur aldrei verið þannig. Eini andstæðingur okkar er Ísland," sagði franski landsliðsþjálfarinn.
Deschamps segist ekki ætla að breyta taktískum áherslum sínum út af meiðslum lykilmanna.
Þeir verða báðir fjarri góðu gamni gegn Íslandi.
Á blaðamannafundi í gær var Deschamps spurður út í reiði PSG gagnvart honum og læknateymi franska landsliðsins.
„Ég er bara þjálfarinn. Þetta er ekki á minni ábyrgð. Ég er sorgmæddur fyrir hönd Ousmane og Dez og við missum tvo mikilvæga menn," sagði Deschamps.
Deschamps, sem er fyrrum leikmaður og þjálfari Marseille, er einbeittur á leikinn gegn Íslandi. „PSG er ekki andstæðingur okkar, það hefur aldrei verið þannig. Eini andstæðingur okkar er Ísland," sagði franski landsliðsþjálfarinn.
Deschamps segist ekki ætla að breyta taktískum áherslum sínum út af meiðslum lykilmanna.

Fyrir leik
Segir leikinn ekki auðveldan
Deschamps sagði að íslenska liðið væri ekki jafn beinskeytt (e. direct) og áður, leikmenn væru búnir að spila lengi saman, væru hjá góðum liðum í Evrópu og ekki tilefni til þess að vanmeta Ísland; leikurinn verði ekki auðveldur.
Hann talaði um að íslenska liðið væri öflugt í föstum leikatriðum og það væru öflugir leikmenn í liðinu, það vanti Albert Guðmundsson en menn þekki Hákon Arnar Haraldsson.
Hann talaði um að íslenska liðið væri öflugt í föstum leikatriðum og það væru öflugir leikmenn í liðinu, það vanti Albert Guðmundsson en menn þekki Hákon Arnar Haraldsson.

Fyrir leik
Arnar spurður út í „bónusleikinn“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og var spurður út í orðið „bónusleikur" sem hefur verið notað í kringum leikinn .
„Nálgunin í þessum glugga var að vinna Asebaísjan og gefa Frökkum mjög góðan leik. Það er sama mantra og ég var með sem þjálfari Víkinga. Draumurinn var alltaf að mæta á hvaða völl sem er, heima og úti, og gefa öllum góðan leik. Þannig verður það á morgun."
„Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur og við ætlum ekki að vera barnalegir, en við erum komnir hérna til að vinna leikinn, ekki spurning um það. Ef við náum ekki að vinna hann, þá vil ég að við höfum gefið frábæran leik svo við lærum eitthvað af honum. Mér finnst alveg tilgangslaust að spila leikinn, láta hann líða framhjá sér, vera rosalega ánægðir með að tapa einhvern veginn - og læra ekkert af leiknum."
„Við erum í hverjum glugga að reyna stíga skrefið fram á við, teljum okkur hafa gert það. Þessi gluggi hefur verið frábær til þessa, þannig plís ekki vera eyðileggja það með einhverri lélegri frammistöðu á morgun."
„Nálgunin í þessum glugga var að vinna Asebaísjan og gefa Frökkum mjög góðan leik. Það er sama mantra og ég var með sem þjálfari Víkinga. Draumurinn var alltaf að mæta á hvaða völl sem er, heima og úti, og gefa öllum góðan leik. Þannig verður það á morgun."
„Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur og við ætlum ekki að vera barnalegir, en við erum komnir hérna til að vinna leikinn, ekki spurning um það. Ef við náum ekki að vinna hann, þá vil ég að við höfum gefið frábæran leik svo við lærum eitthvað af honum. Mér finnst alveg tilgangslaust að spila leikinn, láta hann líða framhjá sér, vera rosalega ánægðir með að tapa einhvern veginn - og læra ekkert af leiknum."
„Við erum í hverjum glugga að reyna stíga skrefið fram á við, teljum okkur hafa gert það. Þessi gluggi hefur verið frábær til þessa, þannig plís ekki vera eyðileggja það með einhverri lélegri frammistöðu á morgun."

Fyrir leik
Veðbankar hafa litla trú á Íslandi
Veðbankinn Epicbet er með stuðulinn 1,09 á því að Frakklandi vinni leikinn, stuðullinn á jafntefli er 11 og íslenskur sigur er á stuðlinum 30,5.
Miðað við forgjöfina sem Epicbet býður upp á eru líklegustu úrslitin þau að Frakkland vinni með þremur mörkum. Stuðullinn á því að Ísland skori í mark Frakka í leiknum er 2,15.
Kylian Mbappe er líklegastur til að skora í leiknum, hann er talinn líklegri en ekki til að skora - stuðullinn 1,40. Þeir Ísak Bergmann og Jón Dagur eru taldir líklegastir til að fá gult spjald í leiknum.
Miðað við forgjöfina sem Epicbet býður upp á eru líklegustu úrslitin þau að Frakkland vinni með þremur mörkum. Stuðullinn á því að Ísland skori í mark Frakka í leiknum er 2,15.
Kylian Mbappe er líklegastur til að skora í leiknum, hann er talinn líklegri en ekki til að skora - stuðullinn 1,40. Þeir Ísak Bergmann og Jón Dagur eru taldir líklegastir til að fá gult spjald í leiknum.

Fyrir leik
Bæði lið með þrjú stig
Ísland vann sannfærandi 5-0 sigur á Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í undankeppni HM á föstudag. Frakkland fagnaði einnig sigri í fyrstu umferðinni með 2-0 útisigri á Úkraínu.
Í dag mætast Úkraína og Aserbaídsjan, en leikurinn hefst klukkan 16:00 og fer fram í Aserbaídsjan.
Í dag mætast Úkraína og Aserbaídsjan, en leikurinn hefst klukkan 16:00 og fer fram í Aserbaídsjan.

Fyrir leik
Leikdagur á Prinsavöllum!
Heilir og sælir lesendur góðir og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Frakklands og Íslands í undankeppni HM.
Það verður fullur völlur á Prinsavelli í kvöld. Spilað er á Parc des Princes en ekki Stade de France vegna þess að ekki tókst að semja við þá sem stýra Stade de France í aðdraganda undankeppninnar.
Það verður fullur völlur á Prinsavelli í kvöld. Spilað er á Parc des Princes en ekki Stade de France vegna þess að ekki tókst að semja við þá sem stýra Stade de France í aðdraganda undankeppninnar.

Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
3. Daníel Leó Grétarsson
('82)

4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Hákon Arnar Haraldsson
8. Ísak Bergmann Jóhannesson
('70)

11. Jón Dagur Þorsteinsson
('70)

18. Mikael Neville Anderson
('63)


21. Daníel Tristan Guðjohnsen
('63)

22. Andri Lucas Guðjohnsen


23. Mikael Egill Ellertsson
Varamenn:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
13. Anton Ari Einarsson (m)
2. Logi Tómasson
6. Hjörtur Hermannsson
9. Sævar Atli Magnússon
('63)

10. Brynjólfur Willumsson
14. Þórir Jóhann Helgason
('70)

15. Willum Þór Willumsson
16. Stefán Teitur Þórðarson
('70)

17. Gísli Gottskálk Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason
('63)

20. Kristian Hlynsson
('82)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Haukur Björnsson
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Pétur Örn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Fjalar Þorgeirsson
Andri Roland Ford
Fannar Helgi Rúnarsson
Gul spjöld:
Mikael Neville Anderson ('44)
Andri Lucas Guðjohnsen ('67)
Rauð spjöld: