City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Lausanne
0
0
Breiðablik
02.10.2025  -  16:45
Stade de la Tuilière
Sambandsdeildin
Dómari: Genc Nuza (Kósovó)
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Stade de la Tuilière
Mynd: Lausanne-Sport

Leikurinn verður spilaður á Stade de la Tuilière sem tekur 12.500 áhorfendur. Þetta er huggulegur leikvangur sem var vígður í lok árs 2020.
Fyrir leik
Lausanne að ströggla heima
Mynd: EPA

Breiðablik hefur ekki unnið deildarleik á Íslandi síðan 19. júlí en mótherjarnir á morgun hafa líka verið í vandræðum heima fyrir. Lausanne hefur farið illa af stað í svissnesku deildinni og er næstneðst. Liðið missti lykilmenn eftir síðasta tímabil og þjálfarinn tók við Basel.

Lausanne er þó miklu sigurstranglegri í veðbönkum og er Epicbet til dæmis með stuðulinn 1,40 á sigur heimamanna og 6,72 á Breiðablikssigur. Lausanne er sögufrægt félag í Sviss og hefur sjö sinnum orðið svissneskur meistari en síðasti titill kom 1965.

Liðið hefur verið að jójóa talsvert mikið milli efstu deildarinnar og B-deildarinnar en kom á óvart með því að vera meðal efstu liða á síðasta tímabili og komast í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Mynd: EPA

Slógu út Besiktas og Solskjær var rekinn
Þjóðverjinn Peter Zeidler tók við Lausanne í sumar og þrátt fyrir brasið í deildinni heima tókst liðinu að slá út tyrkneska liðið Besiktas í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Lausanne vann í Tyrklandi og vann einvígið samtals 2-1. Ole Gunnar Solskjær var þá stjóri Besiktas en var látinn taka pokann sinn eftir þessi úrslit.
Fyrir leik
Dómarar frá Kósovó Genc Nuza heitir aðaldómari leiksins. Allt dómarateymið kemur frá Kósovó, þar á meðal VAR dómararnir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Breiðablik hefur leik gegn liði í eigu Ratcliffe
Mynd: EPA

Fyrsti leikur Breiðabliks af sex í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fer fram í Sviss klukkan 16:45 að íslenskum tíma. Blikar mæta þá Lausanne-Sport en félagið hefur verið í eigu breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe síðan 2017.

Ratcliffe á einnig franska félagið Nice og hlut í Manchester United. Talað er um hann sem Íslandsvin enda er hann einn stærsti landeigandi Íslands.
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: