Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Lengjudeild karla
Njarðvík
LL 3
0
Grindavík
Lengjudeild karla
ÍR
LL 1
2
Fylkir
Lengjudeild karla
Þróttur R.
LL 1
2
Þór
Lengjudeild karla
Völsungur
LL 0
4
HK
Lengjudeild karla
Fjölnir
LL 1
2
Leiknir R.
Lengjudeild karla
Selfoss
LL 1
4
Keflavík
Þróttur R.
1
2
Þór
0-1 Sigfús Fannar Gunnarsson '25
0-2 Ingimar Arnar Kristjánsson '71
Viktor Andri Hafþórsson '95 1-2
13.09.2025  -  14:00
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
4. Njörður Þórhallsson ('46)
7. Hrafn Tómasson
8. Baldur Hannes Stefánsson (f)
21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason ('68)
33. Unnar Steinn Ingvarsson ('82)
80. Liam Daði Jeffs ('60)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson ('46)
6. Emil Skúli Einarsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('68)
19. Benóný Haraldsson
20. Viktor Steinarsson ('82)
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('60)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Stefán Þórður Stefánsson
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Bjarki Reyr Jóhannesson
Amir Mehica
Örn Þór Karlsson

Gul spjöld:
Njörður Þórhallsson ('12)
Kári Kristjánsson ('49)
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞÓRSARAR FARA UPP Í BESTU DEILD KARLA!!!! Til hamingju Þór!!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
97. mín Gult spjald: Christian Greko Jakobsen (Þór )
95. mín MARK!
Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Kolbeinn Nói Guðbergsson
Er þetta ekki búið?? Kolbeinn með frábæra sendingu í gegn á Viktor sem klárar þetta snyrtilega. Geta þeir jafnað?!
94. mín
Hrafn Tómasson á ágætis skot utan af velli en Aron Birkir ver vel frá honum! Aron Birkir staðið sig frábærlega í dag.
94. mín
Þórsarar eru búnir að kveikja á rauðum blysum og byrjaðir að fagna af krafti!
91. mín Gult spjald: Juan Guardia Hermida (Þór )
90. mín
Uppbótartíminn er 6 mínútur hið minnsta
90. mín
Enn og aftur á Kári skot en nú fór það yfir!
90. mín
Inn:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór ) Út:Rafael Victor (Þór )
88. mín
Þetta sleikti stöngina!! Kári Kristjánsson nær flottu skoti rétt fyrir utan teig en það fer rétt framhjá. Óheppnir Þróttarar.
86. mín
Þetta virðist vera að fjara út.
83. mín Gult spjald: Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
83. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Þór )
82. mín
Inn:Viktor Steinarsson (Þróttur R.) Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Þróttur R.)
80. mín
Leikurinn var stopp en er farinn af stað aftur. Held það hafi verið Aron Birkir sem þurfti aðhlynningu.
76. mín
Dauðafæri! Vilhjálmur Kaldal þræðir boltann í gegn á Hlyn Þórhalls en hann setur boltann rétt framhjá markinu!
75. mín
Þór er 15 mínútum frá því að fara upp í deild þeirra bestu en þar voru þeir síðast árið 2014.
71. mín MARK!
Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór )
ERU ÞEIR AÐ TRYGGJA SIG UPP Í BESTU DEILD KARLA??!! Það kemur fín hornspyrna inn á teiginn og upp úr því myndast mikill darraðardans sem endar einfaldlega með því að varamaðurinn Ingimar Arnar nær að koma boltanum í netið!!
70. mín
Gestirnir sækja hornspyrnu.
68. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.) Út:Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
Aron Snær meiddist eitthvað.
67. mín
Aron Snær Ingason liggur eftir og fær aðhlynningu.
66. mín
Christian Greko sleppur framhjá Kolbeini í vörninni en Kolbeinn er ekki fljótur að ná honum aftur og hirða af honum boltann. Virkilega flottur varnarleikur.
65. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Þór ) Út:Aron Ingi Magnússon (Þór )
65. mín
Inn:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór ) Út:Aron Ingi Magnússon (Þór )
61. mín
Nú falla Þróttarar við í teignum og enn og aftur er það Yann Emmanuel sem á í hlut. Þeir eru brjálaðir að fá ekki víti!
60. mín
Inn:Juan Guardia Hermida (Þór ) Út:Ýmir Már Geirsson (Þór )
60. mín
Inn:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
59. mín Gult spjald: Aron Ingi Magnússon (Þór )
57. mín
DAUÐAFÆRI! Aron Snær með teikningu úr efstu hillu á Liam Daða en hann skallar rétt framhjá markinu. Þarna munaði ansi litlu!
55. mín
Þróttarar sækja hornspyrnu.
52. mín
Þórsarar skora en rangstaða!! Clement Bayiha með frábæra fyrirgjöf á Balde sem setur boltann í netið en rangstaða dæmd!
49. mín Gult spjald: Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Brýtur á Sigfúsi sem þarf aðhlynningu.
46. mín
Inn:Kolbeinn Nói Guðbergsson (Þróttur R.) Út:Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
Hálfleiksskipting. Njörður var á gulu.
46. mín
Þróttarar sparka þessu af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Staðan ekki flókin. Þór er á leið í Bestu sem stendur
Mynd: worldfootball.net

Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks. Fyrri hálfleikurinn hefur verið ansi fjörugur og eins og staðan er núna, þá eru Þórsarar frá Akureyri að fara upp í Bestu deild karla!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Klukkan slær 45 en ekki vitað með uppbótartíma
43. mín
Leikurinn hefur róast töluvert eftir svakalegar mínútur í kjölfarið af marki gestanna.
40. mín
Skemmtilegt fagn frá Sigfúsi eftir markið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

38. mín
Okkar maður Hafliði Breiðfjörð er á staðnum vopnaður myndavélinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


38. mín
Það er rosaleg mæting í Laugardalinn í dag og stemningin eftir því hjá báðum liðum.
37. mín
Aron Snær Ingason gerir vel og skýtur rétt fyrir utan teig en boltinn svífur framhjá markinu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Leikurinn er búinn að færast upp á allt annað stig þessar seinustu mínútur. Mikil líkamleg barátta og Þróttarar eru sífellt að ógna.
29. mín
Tíðindi úr Njarðvík Njarðvíkingar eru komnir í forystuna gegn Grindavík og þýðir það að annað lið hérna verði að vinna svo það fari upp um deild.
28. mín
Liam Jeffs og Kári með frábært samspil sín á milli og eru komnir í ágætis stöðu inn á markteig en Ragnar Óli gerir frábærlega þarna og kemur hættunni frá!
25. mín
Það má geta þess að rétt fyrir þetta vildu Þróttarar fá víti en Hlynur Þórhallsson féll við í teignum eftir baráttu við Affi.
25. mín MARK!
Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
Stoðsending: Ýmir Már Geirsson
Þórsarar eru komnir yfir!!! Þórsarar sækja hratt upp vinstri vænginn og Sigfús Fannar stingur sér inn og Ýmir Már ekki lengi að finna hann. Sigfús afgreiðir þetta svo snyrtilega framhjá Þórhalli!

Þórsarar eru að fara upp í deild þeirra bestu, eins og staðan er núna.
23. mín
Ragnar Óli skallar boltann rétt yfir markið eftir hornspyrnu!
23. mín
Nú sækir Clement Bayiha fyrstu hornspyrnu leiksins.
20. mín
Það er hiti! Nú brýtur Njörður aftur á Rafael Victor við mikil mótmæli gestanna og Yann Emmanuel Affi þar fremstur í flokki en Ívar Orri messar yfir honum.
16. mín
Leikurinn er í góðu jafnvægi þessa stundina og bæði lið að ógna.
12. mín Gult spjald: Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
Njörður brýtur nokkuð hressilega á Rafael Victor ef marka má viðbrögðin en sá síðarnefndi rúllaði sér í nokkra hringi í kjölfarið.
10. mín
Fyrsta marktilraun leiksins! Rafael Victor fær boltann í lappir rétt fyrir utan teig og rennir honum á Balde sem á fínt skot en Þórhallur sér við honum.
8. mín
Fyrsta tilraun leiksins Hrafn Tómasson á frábæra skiptingu út á kant á Eirík sem gefur boltann fyrir en Kári Kristjánsson skallar rétt framhjá markinu!
4. mín
Sigfús Fannar fellur við í teig Þróttara og þá kalla stuðningsmenn Þórs eftir víti. Ívar Orri segir nei!
3. mín
Það er alveg ljóst frá fyrstu mínútu að þetta verður mikil líkamleg barátta.
1. mín
Leikur hafinn
Úrslitaleikur settur! Það eru gestirnir frá Akureyri sem hefja leik.
Fyrir leik
Þetta er að bresta á! Liðin eru komin inn á völlinn og eru að gera sig klár.
Fyrir leik
Frábær stemning á AVIS-vellinum Það er virkilega þétt setið í Laugardalnum og stuðningsmenn beggja liða löngu byrjaðir að syngja og tralla. Allt eins og það á að vera.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net

Fyrir leik
Byrjunarliðin lent! Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, gerir enga breytingu frá síðasta leik.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, gerir eina breytingu frá seinasta leik en Aron Ingi Magnússon kemur inn fyrir Juan Guardia eftir að hafa glímt við meiðsli.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna Liðin hafa mæst einu sinni á þessu tímabili en það var þann 3. júlí í Boganum á Akureyri. Þar enduðu leikar 1-2 fyrir Þrótt en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan í deildinni Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í deildinni. Þórsarar eru með eins stigs forystu á toppnum en Þróttarar aðeins stigi á eftir. Jafntefli mun líklega ekki duga fyrir Þór, þar sem að Njarðvík er aðeins tveimur stigum á eftir þeim og eiga leik gegn Grindavík í lokaumferðinni. Það eru því þrjú lið sem eiga möguleika á því að hreppa sæti í Bestu deild karla.

Mynd: Fótbolti.net

Fyrir leik
Kíkt í kristalskúluna Sigurður Bjartur Hallsson, sóknarmaður FH, hefur farið á kostum innan sem utan vallar undanfarið en hann átti nýlega leiksigur í dýrri auglýsingu Bestu deildarinnar. Því fékk hann það erfiða hlutverk að spá fyrir um leikinn. Þetta sagði hann um leikinn:

Þróttur R. 3 - 2 Þór (14:00 á morgun)
Auga flestra verða á þessum leik, jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið. Úrslitaleikurinn um það hver hreppir fyrsta sætið og fær sæti í Bestu Deildinni. Venni hefur leyft Laugardalnum að dreyma undanfarið og mun gera drauminn að veruleika. Hrafn Tómasson mun að öllum líkindum eiga stórleik, bóka tvær stoðsendingar á hann í það minnsta

Fyrir leik
Það er komið að þessu! Verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá AVIS-vellinum en um er að ræða leik milli toppliðanna í lokaumferð Lengjudeildarinnar fyrir úrslitakeppni og mun það ráðast endanlega í dag hvaða lið munu fara upp í deild þeirra bestu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Yann Emmanuel Affi
6. Ibrahima Balde
9. Rafael Victor ('90)
10. Aron Ingi Magnússon ('65) ('65)
11. Clement Bayiha
15. Kristófer Kristjánsson
19. Ragnar Óli Ragnarsson
24. Ýmir Már Geirsson ('60)
25. Christian Greko Jakobsen
37. Sigfús Fannar Gunnarsson
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
28. Franko Lalic (m)
3. Juan Guardia Hermida ('60)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
7. Orri Sigurjónsson ('65)
8. Einar Freyr Halldórsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('90)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('65)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Konráð Grétar Ómarsson
Thomas Danielsen

Gul spjöld:
Aron Ingi Magnússon ('59)
Orri Sigurjónsson ('83)
Juan Guardia Hermida ('91)
Christian Greko Jakobsen ('97)

Rauð spjöld: