Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Stjarnan
2
3
Víkingur R.
Örvar Eggertsson '2 1-0
1-1 Helgi Guðjónsson '9
1-2 Nikolaj Hansen '45
Örvar Eggertsson '89 2-2
2-3 Valdimar Þór Ingimundarson '95
29.09.2025  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Vindur, dimmt og rigning.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1488
Maður leiksins: Valdimar Þór Ingimundarson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Þorri Mar Þórisson ('14)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('62)
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
99. Andri Rúnar Bjarnason
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson ('75)
11. Adolf Daði Birgisson
15. Damil Serena Dankerlui ('14) ('75)
20. Alpha Conteh ('62)
22. Emil Atlason
28. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Alex Þór Hauksson
45. Aron Freyr Heimisson
78. Bjarki Hauksson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Steven Caulker ('45)
Guðmundur Kristjánsson ('92)
Sindri Þór Ingimarsson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÍKINGAR MEÐ NÍU FINGUR Á TITLINUM! Ívar Orri flautar til leiksloka, stuðningsmenn Víkings syngja „Íslandsmeistarar, Íslandsmeistarar!“

Víkingar eru nú með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar nú þegar þrír leikir eru eftir.
95. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
ERU ÞETTA MISTÖKIN SEM KOSTAR STJÖRNUNA SÉNS Á TITLI? Dramatískara verður það ekki!

Samúel Kári missir boltann sem aftasti maður og Valdimar refsar með marki!

Samúel mun eiga erfitt með svefn í kvöld, ef ekki næstu nætur þar á eftir líka.
94. mín Gult spjald: Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
Rífur Tarik niður og fær gult.
94. mín
Valdimar með skot framhjá marki Stjörnunnar.
93. mín Gult spjald: Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Spjaldaður fyrir leiktöf í innkasti.
92. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
90. mín
Sex mínútum bætt við! Spennan er áþreifanleg.
89. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmundur Baldvin Nökkvason
STJARNAN JAFNAR!!! Stórsókn Stjörnunnar endar með marki!

Caulker skallar að marki, Andri Rúnar nær snertingu á boltann en Sveinn Gísli bjargar á línu.

Boltinn á Guðmund Baldvin sem gefur fyrir á Örvar sem stekkur manna hæst og skallar boltann í netið!
89. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, boltinn í teiginn en Víkingar koma hættunni frá.
88. mín
Stjarnan einokar boltann en þeir finna ekki glufur í þéttri vörn Víkings.
82. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
Víkingar þétta raðirnar Danni Hafsteins nýbúinn að fá gult spjald, engir sénsar teknir.
81. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
Rífur Conteh niður og fær réttilega að líta gula spjaldið.
80. mín
Stjarnan lítið ógnað síðustu mínútur.
76. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
76. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Óskum Nikolaj skjóts bata, lá niðri vegna höfuðmeiðsla og var í kjölfarið tekinn af velli.
75. mín
Inn:Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan) Út:Damil Serena Dankerlui (Stjarnan)
Kom inn á en tekinn af velli Dankerlui hefur ekkert kveinkað sér, undirritaður hefur í hið minnsta ekki tekið eftir því.
74. mín
Nikolaj Hansen liggur niðri vegna höfuðmeiðsla.
74. mín
Stjarnan í góðri sókn, boltinn berst að lokum til Guðmundar Kristjánssonar sem hamrar boltanum yfir mark gestanna.
72. mín
Daníel Hafsteins með þrumuskot við vítateig sem fer yfir mark Stjörnunnar.
71. mín
Erlingur pressar Örvar vel sem gefur boltann beint á Valdimar í teignum. Ívar Orri dæmir þó brot á Erling þegar Valdimar er kominn í frábæra stöðu, stuðningsmanna Víkinga til lítillar hrifningar.
68. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
65. mín
Illa farið með frábæra stöðu! Víkingar sleppa tveir í gegn, Óskar keyrir upp vinstri kantinn en er hundeltur af varnarmönnum Stjörnunnar. Óskar kemur sér engu að síður í skotið en boltinn í varnarmann.
64. mín
Sleppur í gegn! Guðmundur Baldvin sleppur í gegn eftir frábæra sendingu frá Árna Snæ, markverði Stjörnunnar. Ingvar Jónsson mætir Guðmundi vel og lokar frábærlega á skotið.
62. mín
Inn:Alpha Conteh (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
60. mín
Óskar Borgþórsson leikur listir sínar á vinstri kantinum, gefur fyrir en fyrirgjöfin fer aftur fyrir endalínu og Stjarnan fær markspyrnu.
58. mín
1488 manns sem gerðu leið sína á Samsungvöllinn hér í kvöld.
57. mín
Samúel Kári lætur vaða af löngu færi en skot hans fer langt framhjá marki Víkings.
54. mín
Nikolaj Hansen fær sendingu í gegn, er í baráttunni við Guðmund Kristjánsson en þeir rekast saman og falla báðir við í kapphlaupinu. Ívar Orri dæmir ekkert og stuðningsmenn Víkings eru afar ósáttir.

Nikolaj Hansen fær aðhlynningu eftir samstuðið.
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
52. mín
Valdimar Þór með þrumuskot/fyrirgjöf rétt framhjá og Nikolaj Hansen nær ekki að reka stóru tánna í boltann.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað! Gestirnir hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikstölfræði í boði Sýn Sport Stjarnan 1-2 Víkingur R.
-------------------
48% - Með bolta - 52%
4 - Skot - 10
1 - Skot á mark - 5
1 - Hornspyrnur - 5
7 - Brot - 4

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða í hálfleik! +3

Ívar Orri flautar til hálfleiks. Þvílíkur fyrri hálfleikur að baki. Víkingar eru sem stendur skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum en það er nóg eftir hér í Garðabæ!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
NIKO HANSEN KEMUR VÍKINGUM YFIR! Daníel Hafsteinsson kemur með frábæra fyrirgjöf frá hægri. Boltinn fer beint á Nikolaj Hansen sem stangar boltann í netið.

Víkingar komast yfir á frábærum tímapunkti, rétt fyrir hálfleik!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín Gult spjald: Steven Caulker (Stjarnan)
Caulker fyrstur í bókina Fer í harkalega tæklingu á Valdimar og fær réttilega gult spjald á launum.
43. mín
Helgi tekur hornspyrnuna, boltinn á Karl Friðleif sem á kraftlítinn skalla á markið sem Árni Snær handsamar.
43. mín
Óskar Borgþórsson með frábæra gabbhreyfingu og sprett. Gefur fyrir en boltinn í Stjörnumann og aftur fyrir, Víkingar fá horn.
41. mín
Karl Friðleifur með góða takta og keyrir inn á teig Stjörnunnar. Hann lætur vaða en boltinn í varnarmann og aftur fyrir. Víkingar uppskera hornspyrnu.

Víkingar dæmdir brotlegir í hornspyrnunni í kjölfarið.
39. mín
Samúel Kári fer harkalega í Valdimar en sleppur með tiltal frá Ívari Orra dómara.
34. mín
Örvar ógnar! Fær sendingu út í teiginn, tekur viðstöðulaust skot sem fer í annan Stjörnumann og þaðan rétt framhjá marki Víkings. Þarna munaði litlu!
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
GYLFI! Gylfi fær boltann fyrir utan teig, leggur hann fyrir á vinstri fótinn og lætur vaða. Boltinn á leiðinni í bláhornið en Árni Snær vel frábærlega.
28. mín
Stjarnan sækir á meðan Helgi Guðjóns liggur niðri vegna höfuðmeiðsla, stuðningsmanna Víkings til lítillar hrifningar. Ívar Orri dómari stöðvar svo leikinn þegar boltinn fer úr leik.
24. mín
Víkingar fá hornspyrnu. Gylfi tekur en spyrnan arfaslök, fer yfir allan pakkann og aftur fyrir endalínu.
22. mín
Víkingar hættulegri þessa stundina.
18. mín
Frábær tækling! Helgi Guðjóns þræðir Valdimar Þór í gegn, Örvar Logi eltir hann uppi og nær frábærri tæklingu á síðustu stundu!
16. mín
Óskar Borgþórs með frábæran sprett upp vinstri vænginn, gefur fyrir en sending hans hittir ekki á samherja.
14. mín
Inn:Damil Serena Dankerlui (Stjarnan) Út:Þorri Mar Þórisson (Stjarnan)
Þorri Mar neyðist til að fara af velli! Þorri fer meiddur af velli.
9. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
VÍKINGAR SVARA STRAX! Valdimar leikur listir sínar við hlið vítateigs Stjörnunnar. Hann nær að koma boltanum í teiginn á Helga Guðjóns sem klárar frábærlega viðstöðulaust.

Þvílík byrjun á þessum leik!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8. mín
Stjarnan ógnar! Örvar Logi keyrir upp vinstri vænginn, gefur til hliðar á Jóhann Árna sem tekur utanfótar skot rétt framhjá marki gestanna!
6. mín
Víkingar keyra hratt upp völlinn, boltinn berst á Viktor Örlyg sem tekur skot við vítateig Stjörnunnar en Árni Snær ver örugglega.
5. mín
Silfurskeiðin fagnar þessari frábæru byrjun með að taka hið sívinsæla víkingaklapp.
2. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Stoðsending: Samúel Kári Friðjónsson
DRAUMABYRJUN STJÖRNUNNAR! Stjarnan fær hornspyrnu, Samúel Kári tekur og kemur með boltann í teiginn. Þar rís Örvar manna hæst og stangar boltann í netið!

Tók Stjörnuna ekki nema 75 sekúndur að ná forystunni!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Heimamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin! Guðmundur Baldvin á upphafsspark leiksins.

Stjarnan leikur í sínum bláu búningum, gestirnir alhvítir.
Fyrir leik
Styttist... Liðin ganga til vallar við mikinn fögnuð stuðningsmanna beggja liða, nú styttist í þetta!
Fyrir leik
Stúkan full og frábær stemning Frábær mæting á Samsungvöllinn, tíu mínútur í leik en stúkan troðfull og stuðningsmenn syngja og tralla!
Fyrir leik
Stórleikir Víkinga í sumar hafa verið mjög fjörugir og það verður engin breyting á því í kvöld. “Bæði lið skora og fjöldi marka” á Epic eru skemmtileg veðmál. “Já og yfir 3,5” er á stuðlinum 2.2, Mælum með.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 0-0 jafntefli gegn FH í síðasta leik.

Stjarnan endurheimtir þá Samúel Kára Friðjónsson og Guðmund Baldvin Nökkvason úr leikbanni og koma þeir báðir inn í byrjunarlið Garðbæinga. Úr byrjunarliði Stjörnunnar fara þeir Sindri Þór Ingimarsson og Alex Þór Hauksson.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gerir eina breytingu á sínu liði frá 2-1 sigri gegn Fram í síðustu umferð.

Óskar Borgþórsson snýr aftur í byrjunarliðið eftir að hafa verið fjarverandi vegna smávægilega meiðsla. Davíð Örn Atlason víkur úr byrjunarliði Víkings fyrir Óskar.


Fyrir leik
Besta-deildin sparar ekki stóru orðin
Fyrir leik
Er þetta úrslitaleikurinn? Skyldi Víkingur vinna hér í kvöld væru þeir komnir með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar og einungis þrír leikir eftir. En með Stjörnusigri getur Stjarnan minnkað muninn í einungis eitt stig.


Staðan:

1 - Víkingur R. - 23 - +21 - 45
-----------------------------------------
2 - Valur - 24 - +16 - 41
3 - Stjarnan - 23 - +8 - 41
-----------------------------------------
4 - Breiðablik - 24 - +2 - 36
5 - FH - 24 - +6 - 32
6 - Fram - 24 - +2 - 32

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Líkleg byrjunarlið Stjarnan endurheimtir þá Samúel Kára Friðjónsson og Guðmund Baldvin Nökkvason úr leikbanni og spáum við því að þeir komi inn á miðjuna.

Damil Dankerlui var ekki með á móti FH og við tippum á að Þorri Mar haldi stöðu sinni í hægri bakverðinum.

Fyrrum Víkingarnir, Andri Rúnar Bjarnason og Örvar Eggertsson, byrja í fremstu línu ásamt Benedikt Warén.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke


Óskar Borgþórsson verður í leikmannahópi Víkings í leiknum, hann er allavega klár í slaginn - það kom fram á Instagram reikningi Víkings í gær.

Við spáum því að hann komi inn í byrjunarliðið frá leiknum gegn Fram. Við spáum jafnframt að hann komi inn fyrir Viktor Örlyg Andrason og að Sveinn Gísli Þorkelsson komi inn fyrir Davíð Örn Atlason eða Helga Guðjónsson.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Fyrir leik
Mikil eftirspurn eftir miðum Dagur Jónsson, markaðsstjóri Stjörnunnar, sagði í aðdraganda leiksins í samtali við Fótbolti.net miðasöluna hafa farið vel af stað.

„Miðasalan hefur farið miklu hraðar af stað en við höfum séð áður. Við erum með mjög stóran árskortagrunn og árskortahafar eru að tryggja sér miða mjög snemma, greinilega mikil spenna fyrir þessum leik."

„Ég hef rætt við Víkingana og það er eins, við þekkjum hvernig þeir mæta, þeir mæta vel og styðja vel við liðið sitt. Við eigum von á mjög skemmtilegum leik og mikilli stemningu."


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stórleikur á Samsung! Heilir og sælir lesendur góðir verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Samsungvellinum þar Stjarnan tekur á móti Víking í stórleik umferðarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason ('76)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson ('82)
19. Óskar Borgþórsson ('68)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('76)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('82)
7. Erlingur Agnarsson ('68)
15. Róbert Orri Þorkelsson
20. Tarik Ibrahimagic ('76)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson ('76)
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
36. Þorri Ingólfsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Brynjar Björn Gunnarsson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('81)
Helgi Guðjónsson ('93)

Rauð spjöld: