Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Breiðablik
36' 2
2
Víkingur R.
Breiðablik
2
2
Víkingur R.
0-1 Linda Líf Boama '6
Birta Georgsdóttir '29 1-1
1-2 Kristín Erla Ó Johnson '31
Birta Georgsdóttir '34 2-2
03.10.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Eins og best er á kosið miðað við árstíma
Dómari: Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson
Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
35. Kyla Elizabeth Burns (m)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Helga Rut Einarsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
29. Sunna Rún Sigurðardóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Elín Helena Karlsdóttir
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Valdimar Valdimarsson
Eiríkur Raphael Elvy
Eyrún Ingadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
36. mín
Samantha með skot sem fer rétt fram hjá markinu. Við eigum alveg eftir að fá fleiri mörk í þennan leik. Ég er viss um það.
35. mín
Birta hefur átt stórkostlegt sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
34. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Samantha Rose Smith
MARK!!!!! Þetta er nú meiri leikurinn!!

Blikar í þungri sókn og Samantha tekur skot sem er fast en beint á Evu. Hún ver það beint út í teiginn þar sem Birta er mætt til að fylgja eftir.

Birta með sitt annað mark og jafnar aftur fyrir Blika.
32. mín
Kristín Erla með geggjað mark!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
31. mín MARK!
Kristín Erla Ó Johnson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ashley Jordan Clark
ÞETTA MARK!!! Víkingar spila boltanum vel upp og Kristín Erla fær hann við vítateigslínuna vinstra megin. Hún lætur bara vaða og boltinn syngur í netinu.

Nik Chamberlain, þjálfari Blika, allt annað en sáttur!

Víkingar taka aftur forystuna, voru ekki lengi að því!
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Birta skoraði fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
29. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
MARK!!!!!!!!! Agla María með sendinguna fyrir markið eftir hornspyrnu og Birta mætir á nærstöngina þar sem hún eiginlega hælar boltann í markið.

Boltinn fer af varnarmanni og laumar sér inn fyrir marklínuna. Þetta var laglega gert.

Þetta mark var svolítið búið að liggja í loftinu.
28. mín
Síðasta snertingin að svíkja Blika Aftur eru Blikar við það að sleppa í gegn. Núna á Sammy Smith góða sendingu á Berglindu Björgu sem nær ekki að taka boltann með sér. Síðasta snertingin er heldur betur að svíkja heimakonur.
27. mín
Víkingar að skapa smá usla við mark Breiðabliks. Boltinn fer aftur fyrir endamörk eftir hornspyrnu.
26. mín
Myndir af marki Víkinga Hafliði auðvitað mættur að mynda!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
24. mín
Heiða Ragney með fast skot sem Eva Ýr nær að grípa. Það hlýtur að styttast í mark hjá Breiðabliki miðað við hvernig leikurinn er að spilast núna.
22. mín
Færi! Agla María með geggjaða sendingu inn fyrir en boltinn flækist fyrir Birtu og Eva Ýr nær að stoppa hana. Þarna átti Birta að gera miklu betur!
21. mín
Barbára Sól með glæfralega sendingu til baka sem Víkingarnir komast inn í en gestirnir ná ekki að gera sér mat úr þessu.
18. mín
Það liggur svolítið mikið á Víkingum núna en þær eru strax farnar að reyna að hægja á leiknum.
16. mín
Blikarnir með allt á hreinu, það voru að mæta hamborgarar í blaðamannastúkuna. Takk fyrir mig.
13. mín
Víkingar eru að stilla svona upp
12. mín
Mikið búið að gerast fyrstu mínúturnar, minnir helst á körfuboltaleik.
11. mín
Birta! Næstum því búin að jafna en Eva Ýr ver frábærlega með fætinum!
10. mín
Bjargað á línu! Víkingar með stórhættulega hornspyrnu og Blikar bjarga á línu. Sýnist það vera Sammy Smith sem gerir það.
9. mín
Agla María með geggjaða sendingu inn fyrir á Birtu en hún nær ekki að taka boltann með sér.
7. mín
Linda Líf búin að koma Víkingum yfir!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
6. mín MARK!
Linda Líf Boama (Víkingur R.)
Stoðsending: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
MARK!!!!!! Gestirnir eru komnir yfir!

Það eru senur á Kópavogsvelli þar sem Víkingar eru komnir yfir. Bergþóra Sól með sendingu inn fyrir og það er allt galopið hjá heimakonum. Linda Líf alein og skorar þægilegt mark.

Hvernig bregðast Blikar við þessu?
4. mín
Agla María komin upp hinum megin og á skot sem fer yfir markið. Ágætis tilraun.
3. mín
Hættulegt! Ashley Clark tekur aukaspyrnuna og nær að koma boltanum fram hjá veggnum og á markið. Katherine Devine er þó mætt til að verja skotið og gerir það.
3. mín
Víkingur að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
2. mín
Smá hætta inn á teig Blika en Kristín Dís kemur boltanum frá.
2. mín
Svona er byrjunarlið Breiðabliks
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað! Verður Breiðablik Íslandsmeistari eftir tæpa tvo tíma?
Fyrir leik
Á hinum bekknum Hinum megin er Shaina Ashouri í liðsstjórn. Hún sleit krossband á dögunum og spilar ekki meira á árinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Elín Helena í liðsstjórn Elín Helena Karlsdóttir hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins en hún er í liðsstjórn í dag. Hún meiddist illa gegn Stjörnunni á dögunum og kemur ekkert meira við sögu á tímabilinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá tapinu gegn Þrótti. Helga Rut Einarsdóttir fær sér sæti á bekknum og inn í hennar stað kemur Karitas Tómasdóttir.

Ashley Jordan Clark kom inn af bekknum í síðasta leik gegn Val og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri. Hún er verðlaunuð með sæti í byrjunarliðinu í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bæði lið eru á fullu í upphitun og það styttist í leik. Það eru ansi fáir mættir í stúkuna þó mikið sé undir.
Fyrir leik
Einar Guðna og Jón Páll hafa verið ansi óflugir og klókir frá því að þeir tóku við Víkingum og eitthvað segir mér að þeir blási til sóknar gegn besta liði landsins. Mörk í lofti og yfir 4.5 mörk er á stuðlinum 2.36 hjá Epic.
Fyrir leik
Síðustu leikir þessara liða Breiðablik og Víkingur hafa náttúrulega mæst tvisvar í deildinni í sumar. Breiðablik vann fyrri leikinn á Kópavogsvelli 4-0 og seinni leikinn á Víkingsvellinum 2-4.

Þessi lið hafa spilað áhugaverða leiki á síðustu árum en þau mættust meðal annars í bikarúrslitum 2023 þar sem Víkingur, sem var þá í næst efstu deild, vann mjög svo óvæntan sigur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan er þannig að Breiðablik er með sjö stiga forystu á FH þegar þrír leikir eru eftir. Blikar hafa tapað báðum leikjum sínum eftir að deildinni var skipt eftir að hafa litið óstöðvandi út þar áður. Það er eiginlega ómögulegt að klúðra þessu.

Víkingar hafa verið í mjög góðum gír eftir að Einar Guðnason tók við liðinu og sitja í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig, jafnmörg og Valur og Stjarnan.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Verða Blikar Íslandsmeistarar í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halló hæ! Velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild kvenna. Breiðablik hefur fengið tvö tækifæri núna til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og í kvöld kemur það þriðja. Tekst það loksins núna?
Byrjunarlið:
30. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir (f)
3. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir
13. Linda Líf Boama
18. Kristín Erla Ó Johnson
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
24. Ashley Jordan Clark
26. Bergdís Sveinsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
31. Ásta Sylvía Jóhannsdóttir (m)
4. Erla Karitas Bl Gunnlaugsdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir
16. Jóhanna Elín Halldórsdóttir
22. Birgitta Rún Yngvadóttir
28. Rakel Sigurðardóttir
34. Anika Jóna Jónsdóttir
35. Arna Ísold Stefánsdóttir
- Meðalaldur 17 ár

Liðsstjórn:
Einar Guðnason (Þ)
Jón Páll Pálmason (Þ)
Lisbeth Borg
Birta Birgisdóttir
Númi Már Atlason
Mikael Uni Karlsson Brune
Shaina Faiena Ashouri
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: