Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
Besta-deild karla - Efri hluti
Víkingur R.
19:15 0
0
FH
Besta-deild karla - Efri hluti
Breiðablik
19:15 0
0
Fram
Besta-deild karla - Neðri hluti
KA
LL 1
1
Vestri
Besta-deild kvenna - Efri hluti
FH
LL 4
0
Þróttur R.
FH
4
0
Þróttur R.
Margrét Brynja Kristinsdóttir '13 1-0
Thelma Karen Pálmadóttir '46 2-0
Ingibjörg Magnúsdóttir '70 3-0
Thelma Lóa Hermannsdóttir '73 4-0
05.10.2025  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Thelma Karen Pálmadóttir
Byrjunarlið:
1. Macy Elizabeth Enneking
2. Birna Kristín Björnsdóttir
6. Katla María Þórðardóttir (f)
7. Thelma Karen Pálmadóttir ('75)
9. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('57)
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('84)
13. Maya Lauren Hansen
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('75)
23. Deja Jaylyn Sandoval ('84)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
37. Jónína Linnet
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('75)
12. Aldís Guðlaugsdóttir
33. Anna Heiða Óskarsdóttir ('84)
36. Harpa Helgadóttir ('84)
41. Ingibjörg Magnúsdóttir ('57)
42. Hafrún Birna Helgadóttir ('75)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Vigdís Edda Friðriksdóttir
Brynjar Sigþórsson
Harpa Finnsdóttir
Haraldur Sigfús Magnússon

Gul spjöld:
Katla María Þórðardóttir ('57)

Rauð spjöld:
@ Snæbjört Pálsdóttir
Skýrslan: FH með níu putta á Evrópusætinu
Hvað réði úrslitum?
FH voru bara ógeðslega góðar í dag! Komu út í seinni hálfleik og bara gjörsamlega rúlluðu yfir Þróttaraliðið, hefðu auðveldlega getað unnið þennan leik mun stærra ef Mollee hefði ekki varið eins og berserkur fyrir Þróttara.
Bestu leikmenn
1. Thelma Karen Pálmadóttir
Var ógeðslega góð í dag eins og bara allt FH liðið eins og það lagði sig. Thelma hins vegar er líklega með einhverja sturlaða tölfræði eftir þennan leik, átti sprett eftir sprett upp kantinn og engin virðist geta ráðið við hana þegar hún er komin á ferðina. Gríðalega öflugur leikmaður sem hlýtur að vera farin að banka á dyrnar hjá A landsliðinu
2. Margrét Brynja Kristinsdóttir
Var svakalega öflug í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, setti fyrsta markið fyrir FH og var ógeðslega góð í að djöflast á miðjunni hjá FH. Aðrar sem vert er að nefna eru klárlega Thelma Lóa, Jónína Linnet sem stóðu sig mjög vel í dag. Verð líka að nefna Ingibjörgu sem kom inn á, ungur leikmaður sem verður líklega allt í öllu hjá FH á næsta tímabili!
Atvikið
Verð að nefna markið sem Sierra skoraði fyrir Þrótt en var dæmt af vegna rangstöðu í stöðunni 1-0, mér sýndist það vera tæpur dómur og hefði auðveldlega getað hleypt leiknum upp að fara með 1-1 í hálfleik. Annars verð ég bara að nefna hvað FH liðið kom ekkert eðlilega vel gírað út í seinni hálfleik , Þróttarar áttu bara ekki séns...
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða það að FH er nú komið þremur stigum yfir Þrótt og með 18 mörk í plús. FH konur eru því ef mætti segja komnar með 9 putta á Evrópusætið sem þessi lið eru að berjast um.
Vondur dagur
Vondur dagur hjá Mist Funadóttur í vörn Þróttar, hún hefur örugglega átt betri dag en að þurfa að hafa hemil á Thelmunum sem voru gjörsamlega frábærar fyrir FH liðið og komust í einar í gegn trekk í trekk. Annars eiginlega bara vondur dagur hjá öllum Þrótturum nema kannski Mollee sem átti góðan leik þrátt fyrir að fá á sig 4 mörk...
Dómarinn - 7
Vel dæmt hjá dómarateyminu í dag, engar stórkostlegar ákvarðanir, set spurningamerki við rangstæðumark Þróttara, það var vel tæpt. Annars bara ljómandi dæmt.
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Mist Funadóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Kate Cousins
14. Sierra Marie Lelii ('66)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('81)
23. Sæunn Björnsdóttir ('66)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('81)
27. Unnur Dóra Bergsdóttir ('46)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
7. Brynja Rán Knudsen ('66)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('81)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('81)
18. Kristrún Rut Antonsdóttir
21. Kayla Marie Rollins ('46)
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('66)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Gísli Þór Einarsson

Gul spjöld:
Sæunn Björnsdóttir ('38)

Rauð spjöld: