Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
banner
   mið 29. október 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar
Powerade
McTominay í leik með Napoli.
McTominay í leik með Napoli.
Mynd: EPA
Morgan Rogers.
Morgan Rogers.
Mynd: EPA
Hálka og snjór er á vegum og við hvetjum fólk til að fara varlega. Hér er Powerade slúðurpakkinn mættur í öllu sínu veldi. BBC tók saman það helsta sem er í umræðunni.

Tottenham hefur áhuga á að kaupa skoska miðjumanninn Scott McTominay (28) frá Ítalíumeisturum Napoli. (TeamTalk)

Napoli mun gera aðra tilraun til að fá enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (20) frá Manchester United í janúarglugganum. (Gazzetta dello Sport)

Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paqueta (28) vill yfirgefa West Ham í janúar. (Times)

Manchester City hefur hafið viðræður við spænska miðjumanninn Rodri (29) um nýjan samning og er bjartsýnt á að ná samningi áður en árið er liðið. (TBR)

Ólíklegt er að Tottenham kaupi Marc-Andre ter Stegen (33) frá Barcelona í janúar en möguleiki er að þýski markvörðurinn fari á lánssamningi til Chelsea. (TeamTalk)

Chelsea og Tottenham sýndu áhuga á Morgan Rogers (23) í sumar en Aston Villa ræðir við enska landsliðsmanninn um nýjan samning. (Fabrizio Romano)

Fabio Carvalho (23) mun yfirgefa Brentford í janúar en félagið skoðar það að selja hann alfarið. (Florian Plettenberg)

Sunderland undirbýr annað lánstilboð í Marc Guiu (19) í janúar en Chelsea kallaði spænska sóknarmanninn til baka eftir aðeins tvo leiki með Sunderland í byrjun tímabils. (Football Transfers)

Chelsea vill styrkja sig í hægri bakvarðarstöðunni og fá Guela Doue (23) frá Strasbourg. Aston Villa og Brighton eru einnig með í baráttunni um þennan varnarmann frá Fílabeinsströndinni. (Football Transfers)

Liverpool er meðal félaga sem hafa áhuga á Joel Ordonez (21), ekvadorskan miðvörð Club Brugge. Newcastle og Aston Villa fylgjast einnig með honum. (Ekrem)

Manchester United er í viðræðum um möguleg kaup á sænska framherjanum Kevin Filling (16) hjá AIK. (Florian Plettenberg)

Robbie Keane, Kieran McKenna og Ange Postecoglou eru allir á blaði hjá Celtic sem leitar að stjóra eftir að Brendan Rodgers sagði upp. (Telegraph)
Athugasemdir
banner