West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Í BEINNI
Evrópubikar kvenna
Breiðablik
LL 4
0
Spartak Subotica
Breiðablik
4
0
Spartak Subotica
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '8 1-0
Agla María Albertsdóttir '10 2-0
Agla María Albertsdóttir '78 3-0
Sunna Rún Sigurðardóttir '90 4-0
08.10.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Evrópubikar kvenna
Aðstæður: Gul viðvörun og næsheit
Dómari: Katalin Sipos (Ungverjaland)
Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
5. Samantha Rose Smith ('61)
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('65)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('77)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('77)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
36. Kayla Elizabeth Burns (m)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('61)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Helga Rut Einarsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('65)
29. Sunna Rún Sigurðardóttir ('77)
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('77)
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Elín Helena Karlsdóttir
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@fotboltinet Snæbjört Pálsdóttir
Skýrslan: Veðurofsi og yfirburðarsigur í Kópavogi
Hvað réði úrslitum?
Breiðabliksliðið var bara með viljann, agann og gæðin til að klára leikinn í þessu hræðilega veðri. Margt skiljanlega sem fór úrskeiðis hjá báðum liðum sökum veðursins en leikurinn hreinlega spilaðist bara þannig að Breiðablik var aldrei að fara gera annað en að vinna þennan leik! Verður samt alveg gaman að sjá hvernig leikurinn úti verður, líklega í töluvert betra veðri.
Bestu leikmenn
1. Agla María Albertsdóttir
Átti frábæran leik í kvöld þrátt fyrir veðrið. Setti tvö mörk og hefði líklega getað sett þriðja markið í einni aukaspyrnunni. Hún var hættuleg í öllum sínum aðgerðum í kvöld og djöflaðist vel fyrir liðið sitt bæði varnarlega og sóknarlega.
2. Birta Georgsdóttir
Margar sem gera tilkall hér, Birta átti góðan leik miðað við aðstæður, átti stoðsendingu í markinu hennar Öglu og var lunkin í að koma sér í góðar stöður. Aðrar sem vert er að nefna eru Andrea Rut, Samantha og unglingarnir Edith og Sunna sem komu inn í leikinn af miklum krafti!
Atvikið
Set þetta á fyrsta mark Breiðabliks, sem markadrottningin Berglind Björg skoraði eftir góðan undirbúning frá Andreu Rut. það voru búnar að vera skrítnar mínútur á undan þar sem leikurinn hafði nánast bara spilast á síðasta þriðjung. Breiðablik hótaði marki stanslaust þar til það loksins kom á 8. mínútu
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða það einfaldlega að Breiðablik er í mjög góðri stöðu fyrir seinni leik liðana sem fram fer í Serbíu 15. okt. nk.
Vondur dagur
Vondur dagur hjá Serbneska liðinu Spartak Subotica, þær hafa líklega aldrei spilað leik áður í gulri viðvörun og það sást greinilega! Þær eiginlega bara pökkuðu 11 manna pakka inn í teig hjá sér og áttu eiginlega aldrei séns eða svör við leik Breiðabliks.
Dómarinn - 4
Dómarateymið hefur líklega átt betri daga, margar mjög skrítnar ákvarðanir í kvöld. Sleppti víti, sleppti slatta af aukaspyrnum og brot sem hefðu hæglega geta verið gul. Spartak liðið átti oft mjög glæfralegar tæklingar sem hefðu auðveldlega verið gult í Bestu deildinni hér heima.
Byrjunarlið:
1. Suhee Kang (m)
3. Natalija Petrovic
5. Violeta Slovic
6. Lana Radulovic
7. Sara Vranic
9. Soyi Kim
10. Zivana Stupar
11. Marija Radojicic
16. Jenifer Sarantes
17. Andrene Smith
22. Marija Ilic

Varamenn:
12. Dajana Mihajlovic (m)
2. Alina Baka
4. Lara Backovic
13. Iva Markovic
14. Andrea Jakovljevic
15. Gabrijela Jovic
18. Masa Antelj
20. Milana Golubovic

Liðsstjórn:
Boris Arsic (Þ)

Gul spjöld:
Natalija Petrovic ('73)

Rauð spjöld: