Leik lokið!
KA 2-0 undir eftir fyrri leikinn. Liðin mætast úti þann 5. nóvember.
90. mín
KA menn í góðri stöðu inn á teignum en sendingin fyrir ekki góð og PAOK kemur boltanum frá.
90. mín
Fimm mínútur í viðbót
Skot rétt yfir úr aukaspyrnu hjá KA
90. mín
Inn:Alkiviadis Avrampos (PAOK U19)
Út:Konstantinos Toursounidis (PAOK U19)
89. mín
Rautt spjald: Dimitrios Bataoulas (PAOK U19)
Fær sitt annað gula spjald. KA fær aukaspyrnu á góðum stað. Tækifæri til að komast inn í leikinn fyrir lokasprettinn
85. mín
Skot rétt framhjá hjá gestunum. Fór af varnarmanni, hornspyrna. Ekkert varð úr henni
84. mín
Inn:Michail Papadopoulos (PAOK U19)
Út:Mahamadou Balde (PAOK U19)
81. mín
Inn:Ívan Logi Jóhannsson (KA U19)
Út:Sigmundur Logi Þórðarson (KA U19)
81. mín
Inn:Sigursteinn Ýmir Birgisson (KA U19)
Út:Andri Valur Finnbogason (KA U19)
79. mín
Inn:Evangelos Gravvanis (PAOK U19)
Út:Anestis Mythou (PAOK U19)
78. mín
KA menn vildu fá vítaspyrnu. Sá ekki alveg hver það var sem datt en hann var búinn að missa bltann útaf
75. mín
Mythou með skot sem Jóhann ver nokkuð örugglega
74. mín
Inn:Sigurður Nói Jóhannsson (KA U19)
Út:Kristján Breki Pétursson (KA U19)
69. mín
Fyrirgjöf og Anestis Mythou kemst í boltann en tiltölulega þægilegt fyrir Jóhann Mikael.
66. mín
Valdimar Logi með skot rétt framhjá
64. mín
Fyrirgjöf úr aukaspyrnu en boltinn rúllar til Jóhanns Mikaels
60. mín
Inn:Viktor Breki Hjartarson (KA U19)
Út:Agnar Óli Grétarsson (KA U19)
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur
Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
52. mín
SJÁLFSMARK!Halldór Ragúel Guðbjartsson (KA U19)
Konstantinos Toursounidis með skot og Halldór Ragúel reynir að bjarga en sparkar boltanum í netið
49. mín
Agnar Óli Grétarsson lá hérna eftir. Leikmaður PAOK var að benda eitthvað og Agnar hleypur á hann, enginn ásetningur í þessu og Agnar fljótur að jafna sig.
46. mín
Seinni hálfleikur kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Gestirnir með verðskuldaða forystu. KA menn fengu fín tækifæri í blálokin. Þessi leikur er alls ekki búinn.
45. mín
Þremur mínútum bætt við
45. mín
Valdimar Logi með skot yfir réttfyrir utan teiginn.
44. mín
Hornspyrna hjá KA. Markvörður PAOK kýlir boltann yfir og svo koma þeir boltanum frá í seinna skiptið.
42. mín
Vel mætt
Mikil stemning fyrir þessum leik. Boginn er svo gott sem troðfullur.
36. mín
Evagjelos Gjoka í dauðafæri eftir fyrirgjöf en hann sendir boltann í fangið á Jóhanni Mikael.
33. mín
Mahamadou Balde með skalla rétt framhjá eftir hornspyrnu
Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á
Dominos.is
31. mín
Valdimar liggur nú eftir. Verið að henda kælispreyinu góða á hann og hann stendur upp.
28. mín
Valdimar Logi reynir að finna sér skotfæri en hann skýtur í varnarmann
21. mín
Valdimar Logi með frábæra sendingu inn fyrir vörn PAOK en Almar Örn Róbertsson náði ekki almennilegum tökum á boltanum.
17. mín
Gult spjald: Dimitrios Bataoulas (PAOK U19)
Fer hressilega í Andra Val. KA fær aukaspyrnu á miðjunni
16. mín
Þá kemur bara langskot frá Georgios Kosidis, lítil hætta.
15. mín
PAOK heldur áfram að stjórna ferðinni. Komast ekki framhjá varnarmúr KA
7. mín
MARK!Konstantinos Toursounidis (PAOK U19)
Gestirnir komnir yfir
Kemst auðveldlega í gegnum vörn KA og setur boltann framhjá Jóhanni Mikael.
6. mín
Þetta byrjar mjög rólega. Gestirnir eru líklegri
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir koma þessu af stað
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl
Þetta er að fara af stað
Fyrir leik
Spilað í Boganum!
Búið er að taka ákvörðun um að leikurinn verði spilaður í Boganum og mun hann hefjast klukkan 16:00 í dag.
Fyrir leik
Grikkirnir sýna frá aðstæðum
Á Akureyri.net er sagt frá því að það sé nánast öruggt að leikurinn hefjist klukkan 16:00 og verði spilaður í Boganum.
Fyrir leik
BÚIÐ AÐ FRESTA
Beðið er eftir ákvörðun UEFA um nýjan leiktíma.
Fyrir leik
Rætt um möguleika á að færa leikinn í Bogann
Dómarar leiksins og fulltrúi UEFA eru að meta aðstæður. Það er meðal annars verið að ræða þann möguleika að spila inni í Boganum.

Mynd: Sævar Pétursson
En þjálfarar liðanna eru búnir að opinbera byrjunarliðin og eru tvær breytingar á liði KA frá sigrinum gegn lettneska liðinu Jelgava í 1. umferðinni. Þeir Snorri Kristinsson og Maron Páll Sigvaldason eru ekki með KA í dag. Í þeirra stað byrja þeir Sigmundur Logi Þórðarson og Halldór Ragúel Guðbjartsson.
Fyrir leik
Snjór og meiri snjór - Þarf að fresta?
Það kyngir niður snjó hér á Akureyri og einhverjar vangaveltur farnar af stað um hvort hreinlega þurfi að fresta leiknum.
Fyrir leik
Sænskir dómarar
Það verður sænskt dómarapar á Greifavellinum í dag.
Granit Maqedonci er með flautuna og honum til aðstoðar eru þeir
Daniel Yng og Almira Spahic.
Sveinn Arnarsson er svo fjórði dómari.
Fyrir leik
Snjór á Akureyri!
Fyrir leik
2. umferð - Fyrri leikur
Góðan daginn lesendur góðir og verið þið velkomnir í beina textalýsingu frá leik KA og PAOK í 2. umferð Evrópukeppni unglingaliða. Þetta er fyrri leikur liðanna, en sá seinni fer fram í Grikklandi 5. nóvember. KA varð Íslandsmeistari í 2. flokki í fyrra og komst þannig í keppnina. KA lagði lettneska liðið Jelgava í fyrstu umferðinni.