Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Í BEINNI
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
Breiðablik
LL 0
1
Fortuna Hjörring
Breiðablik
0
1
Fortuna Hjörring
0-1 Joy Omewa Ogochukwu '46
12.11.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
Dómari: Lotta Vuorio (Finnland)
Byrjunarlið:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
5. Samantha Rose Smith ('64)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir (f)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('79)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir ('64)
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('75)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Katherine Devine (m)
36. Kayla Elizabeth Burns (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir ('64)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('64)
24. Helga Rut Einarsdóttir
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('79)
29. Sunna Rún Sigurðardóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('75)
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@fotboltinet Snæbjört Pálsdóttir
Skýrslan: Blikar einu marki undir í einvíginu
Hvað réði úrslitum?
Það sem réði úrslitum í kvöld var bara þessi umtalaði herslumunur. Þetta var opinn og fjörugur leikur þar sem úrslitin hefðu getað dottið öðru hvoru megin. Í kvöld hins vegar voru það Fortuna Hjörring sem nýttu einu fleiri færi en Blikarnir og þar við situr!
Bestu leikmenn
1. Joy Mewa Ogochukwu
Fær þennan titil í dag, skoraði eina mark leiksins og tryggði þannig sínu liði sigurinn í dag. Stór og stæðilegur framherji sem kom sér ítrekað í frábærar stöður, hefði átt að setja fleiri mörk en Herdís Halla var frábær í marki Blika.
2. Herdís Halla Guðbjartsdóttir
Kom inn í byrjunarliðið í dag og átti frábæran leik. Hún varði stórglæsilega í nokkrum algjörum dauðafærum og í raun sá til þess að Blikarnir þurfa bara að vinna upp eins marks forskot! Þá er líka vert að nefna Hrafnhildi Ásu sem kom líka ný inn í byrjunarliðið og átti mjög góðan leik
Atvikið
Ætli það verði ekki að vera fyrsta markið, Breiðablik var nýbúið að komast í hættulega sókn þegar Fortuna Hjörring keyrir fram, klaufagangur í vörn Blika sem Joy Mewa Ogochukwu nýtti sér vel.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða það að Fortuna Hjörring hefur eins marka forystu í einvígi liðanna í 16. liða úrslitum Evrópubikarsins. Það þýðir að Breiðablik þarf að skora a.m.k. tvö mörk í seinni leiknum og halda hreinu ætla þær sér að vinna þetta einvígi og koma sér áfram.
Vondur dagur
Get ekki sagt að neinn hafi átt neitt sérstaklega slæman dag en vissulega áttu varnarmenn Breiðabliks Kristíns Dís og Heiðdís slæm móment sem hefðu getað endað illa en ég hef fulla trú að þær hafi dustað af sér rykið í þessum leik og hleypi engum framhjá sér í seinni leiknum!
Dómarinn - 8
Bara fínasta dómgæsla hjá Finnska teyminu í kvöld, leyfi leiknum að rúlla vel og ég hef lítið út á þær að setja
Byrjunarlið:
12. Andrea Paraluta (m)
5. Tiia Peltonen
7. Josefine Valvik ('89)
9. Sarah Hansen
11. Florentina Olar
17. Joy Omewa Ogochukwu ('89)
19. Laura Frank
20. Tilde Johansson
25. Ashley Riefner
66. Janelle Cordia
97. Nikoline Nielsen ('71)

Varamenn:
1. Freja Thisgaard (m)
2. Sydney Masur
3. Caitlin St Leger
4. Miyu Takahira ('71)
8. Pernille Skrydstrup Pedersen
10. Samantha Kühne
13. Signe Christensen
15. Rie Skotte Jørgensen ('89)
24. Risako Watanabe ('89)

Liðsstjórn:
Lene Terp (Þ)

Gul spjöld:
Janelle Cordia ('87)

Rauð spjöld: