Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
Í BEINNI
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
Fortuna Hjörring
LL 2
4
Breiðablik
Fortuna Hjörring
2
4
Breiðablik
Samtals
3
:
4
Nikoline Nielsen '32 1-0
Joy Omewa Ogochukwu '47 2-0
2-1 Barbára Sól Gísladóttir '49
2-2 Samantha Rose Smith '65
2-3 Samantha Rose Smith '90
2-4 Edith Kristín Kristjánsdóttir '107
19.11.2025  -  17:00
Hjørring Stadion
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
Dómari: Rasa Grigone (Litháen)
Maður leiksins: Samantha Rose Smith
Byrjunarlið:
12. Andrea Paraluta (m)
4. Miyu Takahira ('90)
5. Tiia Peltonen
7. Josefine Valvik ('59)
9. Sarah Hansen ('106)
11. Florentina Olar
17. Joy Omewa Ogochukwu ('90)
19. Laura Frank
20. Tilde Johansson
25. Ashley Riefner
97. Nikoline Nielsen ('74)

Varamenn:
1. Freja Thisgaard (m)
27. Daphine Nyayenga (m)
2. Sydney Masur ('59)
3. Caitlin St Leger
6. Sofie Lybæk
8. Pernille Skrydstrup Pedersen ('90)
10. Samantha Kühne
13. Signe Christensen
15. Rie Skotte Jørgensen ('74)
24. Risako Watanabe ('90)
66. Janelle Cordia ('106)

Liðsstjórn:
Lene Terp (Þ)

Gul spjöld:
Joy Omewa Ogochukwu ('80)
Janelle Cordia ('116)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Snæbjört Pálsdóttir
Skýrslan: Dramatík, framlenging og endurkomusigur Blika
Hvað réði úrslitum?
Það sem réði úrslitum hér í kvöld var hreinlega bara seiglan og karakterinn hjá Blika konum! á 47. mínútu voru þær 0-3 undir í einvíginu en með ótrúlegri seiglu og baráttu náðu þær að jafna einvígið á 90.+7 mínútu með mörkum frá Heiðdísi (49') og Sammy (65' og 90'+7)). Tryggðu sér þannig framlengingu sem Edith svo kláraði með hnitmiðuðu skoti á 107. mínútu. Vá! Bara Vá!
Bestu leikmenn
1. Samantha Rose Smith
Var frábær í dag! Spilaði allan leikinn og var stöðugt að djöflast fram á við. Átti geggjað skallamark og setti svo fáránlega mikilvægt og dramatískt mark á lokasekúndu leiksins sem tryggði Blikakonum framlengingu
2. Kristín Dís Árnadóttir
Var mjög flott í vörn Blika í dag og stjórnaði liðinu í framlengingunni. Átti mörg mjög mikilvæg varnarmóment sem hún gerði vel í. Herdís Halla stóð sig svo mjög vel í markinu fyrir utan fyrsta mark Fortuna sem hún færði þeim á silfurfati. Karítas kom síðan mjög vel inn líka
Atvikið
Seinna mark Sammy sem hún skoraði gjörsamlega á síðustu sekúndunum, jafnaði einvígið og tryggði Blikum framlengingu verður að vera atvikið! Þvílík og önnur eins dramatík hef ég bara sjaldan séð...
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða það hreinlega að Blikar vinna einvígið 3-4 og eru komnar áfram í 8. liða úrslit Evrópubikarsins þar sem þær mæta sænska liðinu Häcken í febrúar.
Vondur dagur
Getur ekki annað verið en dagurinn sé vondur hjá Lene Terp þjálfara Fortuna Hjörring, missir 1-0 forystu í einvíginu niður og tapar því 3-4. Tekur Joy, langbesta og hættulegasta mann útaf í tilraun til að tefja á 90+ mínútu. Ef einhver hefði verið líkleg til að ná inn marki fyrir Fortuna í framlengingunni þá hefði það verið hún...
Dómarinn - 6
Bara skínfínt dæmt hjá Litháenska teyminu, svosem engar stórkostlega ákvarðanir sem þurfti að taka. Nokkrar spes ákvarðanir en höfðu svo sem ekki mikil áhrif
Byrjunarlið:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir ('88)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir (f)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('90)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('46)
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('73)
27. Barbára Sól Gísladóttir ('90)
28. Birta Georgsdóttir
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
35. Kayla Elizabeth Burns (m)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('73)
17. Karitas Tómasdóttir ('46)
24. Helga Rut Einarsdóttir ('120)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('90)
29. Sunna Rún Sigurðardóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('88)
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('90) ('120)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Edda Garðarsdóttir

Gul spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('63)

Rauð spjöld: