Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Í BEINNI
Sambandsdeildin
Strasbourg
LL 3
1
Breiðablik
Strasbourg
3
1
Breiðablik
Sebastian Nanasi '11 1-0
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson '37
Martial Godo '80 2-1
Julio Enciso '94 3-1
18.12.2025  -  20:00
Stade de La Meinau
Sambandsdeildin
Aðstæður: Toppaðstæður, splunkunýtt hybrid-gras, 4°C og hálfskýjað.
Dómari: Ondrej Berka (Tékkland)
Maður leiksins: Anton Ari Einarsson
Byrjunarlið:
39. Mike Penders (m)
2. Andrew Omobamidele
3. Ben Chilwell
9. Joaquin Panichelli ('89)
11. Sebastian Nanasi
17. Mathis Amougou ('70)
20. Martial Godo
24. Lucas Høgsberg
27. Samuel Amo-Ameyaw ('63)
29. Samir El Mourabet ('63)
41. Rabby Nzingoula ('63)

Varamenn:
50. Stefan Bajic (m)
60. Gabriel Kerckaert (m)
6. Ismaël Doukoure ('89)
7. Diego Moreira ('63)
16. Kendry Páez
19. Julio Enciso ('63)
32. Valentin Barco ('70)
37. Ghianny Kodia
38. Jean-Baptiste Bosey
42. Abdoul Ouattara ('63)
83. Rafael Luis

Liðsstjórn:
Liam Rosenior (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Ég var byrjaður að trúa
Hvað réði úrslitum?
Strasbourg var heilt yfir með yfirburði í leiknum, eins og allir bjuggust við, og verðskulduðu sannarlega sigurinn. En eftir 75 mínútur og nokkur dauðafæri í súginn hjá heimamönnum var maður farinn að trú að hið nánast ómögulega myndi gerast og Breiðablik myndi ná að stela sigrinum sem þurfti til að ná í umspilssæti. Það tókst því miður ekki, Strasbourg komst verðskuldað yfir og sanngjarn tveggja marka sigur innsiglaður á endanum eftir klaufalega aðgerð í lok leiks hjá Blikum. Blikar stóðu sig vel, börðust og verðskulduðu jöfnunarmarkið, en virkilega sterkt lið Strasbourg reyndist að lokum of stór biti.
Bestu leikmenn
1. Anton Ari Einarsson
Varði nokkrum sinnum virkilega vel, stóð sig vel í því að verja en getur gert betur með boltann í löppunum. Hann reyndi nokkrum sinnum í flýti langar sendingar upp völlinn og þær gengu ekki vel í kvöld.
2. Höskuldur Gunnlaugsson
Á boltanum fannst mér hann eiga heima á þessu stigi, en hann var bara ekki alveg nógu mikið í boltanum að mínu mati. Skoraði mjög gott mark og spilaði heilt yfir vel. Damir átti einnig öflugan leik, frábær björgun á móti Panichelli í seinni hálfleiknum og Kiddi Jóns fær tilnefningu fyrir að eiga risaþátt í markinu, þó að varnarlega hafi hann á köflum verið í miklu brasi gegn mjög öflugum sóknarmönnum heimamanna.
Atvikið
Jöfnunarmark Höskuldar var mjög svo verðskuldað og skemmtileg stund á þessum frábæra leikvangi. Stemningin á vellinum var mjög góð, vel tekið skot með vinstri fæti. Markið var það fyrsta hjá leikmanni íslensks liðs í Evrópuleik í Frakklandi í 59 ár.
Hvað þýða úrslitin?
Strasbourg endar í efsta sæti Sambandsdeildarinnar og Breiðablik í 30. sætinu.
Vondur dagur
Fyrstu tuttugu mínúturnar voru ekki góðar hjá Breiðabliki og þegar Arnór Gauti og Viktor Karl rákust saman í aðdraganda fyrsta marksins fékk maður flassbakk til leikjanna gegn Gent og Zorya fyrir 2023, þeim leikjum var báðum lokið eftir hálftíma leik. Í kvöld náðu Blikar að fá bara eitt mark á sig þrátt fyrir endalausar sóknir Strasbourg í byrjun. Sjálfstraustið jókst og næstu 25 mínútur voru mjög góðar hjá Blikum. Með boltann sást mikill munur á fyrstu snertingu hjá mönnum, snertingarnar hjá Blikum gátu komið þeim í vandræði en þegar þær heppnuðust voru tækifæri til að sækja og Blikar nýttu nokkur þeirra vel.
Dómarinn - 8
Fannst Tékkinn dæma þennan leik vel, ekkert rugl í gangi.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('84)
9. Óli Valur Ómarsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('84)
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('76)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('59)
44. Damir Muminovic
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
10. Kristinn Steindórsson ('84)
11. Aron Bjarnason ('76)
17. Valgeir Valgeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('84)
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson ('59)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
32. Kristinn Narfi Björgvinsson
45. Þorleifur Úlfarsson
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Haraldur Björnsson
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('19)
Ágúst Orri Þorsteinsson ('42)

Rauð spjöld: