Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. júní 2011 20:40
Magnús Valur Böðvarsson
3. deild: Álftanes áfram á sigurbraut
Vilberg Marínó Jónasson heldur áfram að skora fyrir Leikni F
Vilberg Marínó Jónasson heldur áfram að skora fyrir Leikni F
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörn Alexander Sæmundsson á miðri mynd skoraði fyrra mark Álftaness
Guðbjörn Alexander Sæmundsson á miðri mynd skoraði fyrra mark Álftaness
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þrír leikir fóru fram í þriðju deild karla og kláraðist sjötta umferð þar með í öllum riðlunum. Fótbolti.net skellti sér á Grundarfjörð og sá leik heimamanna og Álftaness og verða viðtöl við þjálfara liðanna birt síðar í kvöld.

C - riðill
Síðasti leikurinn í sjöttu umferð fór fram í dag þegar Álftanes vann góðan sigur á heimamönnum í Grundarfirði í uppgjöri efstu liðanna og eru ennþá með fullt hús stiga.

Grundafjörður 0 - 2 Álftanes
0-1 Guðbjörn Alexander Sæmundsson (37')
0-2 Birkir Freyr Hilmarsson (79')

Heimamenn héldu sig aftarlega á vellinum og ætluðu sér að beita skyndisóknum á meðan gestirnir beittu hröðum sóknum upp báða kanntana. Flestar sóknir beggja liða enduðu oftar en ekki hjá vörnum andstæðinganna en gestirnir voru ágengari og fengu betri færi.

Álftanes náði forystunni á 37.mínútu þegar Kristján Lýðsson komst upp hægri kanntinn og sendi boltann á Guðbjörn Alexander Sæmundsson sem skoraði í autt markið. Álftnesingar héldu svo áfram að þjarma að marki heimamanna en Ingólfur Kristjánsson átti góðan leik í marki Grundafjarðar og bjargaði nokkrum sinnum ágætlega.

Þegar líða tók á seinni hálfleikinn fóru heimamenn að taka fleiri sénsa og sækja á fleiri mönnum en tókst ekki að skapa sér hættuleg færi. Álftnesingar refsuðu þegar varamaðurinn Birkir Freyr Hilmarsson skoraði stórglæsilegt mark sem Ingólfur átti ekki möguleika á að verja.

Eftir markið fjaraði leikurinn smám saman út og gestirnir tóku alla punktana með sér heim og eru með 18 stig á toppnum 5 stigum á undan Grundarfirði og Kára sem sitja í næstu sætum.

D - riðill
Sjöunda umferðin hélt áfram í D-riðli og unnu leikmenn Einherja óvæntan sigur á Magnamönnum 1-0 og eru greinlega ekki búnir að gefast upp á baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þá unnu Leiknismenn sigur á Draupni á Akureyri.

Draupnir 1 - 4 Leiknir F
0-1 Baldur Smári Elfarsson (13')
1-1 Þórarinn Máni Óskarsson (64')
1-2 Vilberg Marínó Jónasson (73')
1-3 Svanur Freyr Árnason (76')
1-4 Almar Daði Jónsson (81')

Einherji 1 - 0 Magni
1-0 Kristófer Einarsson
banner
banner
banner
banner