Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 18. nóvember 2011 13:15
Magnús Már Einarsson
Auðunn Blöndal spáir í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Auðunn hefur trú á að sínir menn í Manchester United vinni Swansea.
Auðunn hefur trú á að sínir menn í Manchester United vinni Swansea.
Mynd: Getty Images
Tólfta umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina en átta leikir eru á dagskrá á morgun. Chelsea og Liverpool mætast á sunnudag og Tottenham og Aston Villa ljúka dagskránni síðan á mánudaginn.

Auðunn Blöndal fær það verkefni að tippa á leiki helgarinnar að þessu sinni en hann byrjaði á dögunum með nýjan útvarpsþátt á FM957.

Auðunn átti að koma með úrslit og eina setningu um hvern leik en hann spáir Chelsea sigri á Liverpool í stærsta leik helgarinnar.

Norwich 1 - 2 Arsenal (12:45 á morgun)
Robin van Persie, captaininn minn í Fantasy, er að fara að setja tvö.

Manchester City 3 - 1 Newcastle (15:00 á morgun)
Ógeðisbörnin í City vinna þennan leik því miður.

WBA 2 - 2 Bolton (15:00 á morgun)
Þetta er ekki skemmtilegur leikur en hann fer samt á einhvern skrýtinn hátt 2-2.

Everton 1 - 0 Wolves (15:00 á morgun)
Ógeðslegur leikur sem að Everton vinnur 1-0.

Stoke 2 - 0 QPR (15:00 á morgun)
Ég var að kaupa Walters í Fantasy og ég vona að hann skori eitt.

Wigan 2 - 1 Blackburn (15:00 á morgun)
Ojj hvað þetta hljómar leiðinlega, segjum 2-1 fyrir Wigan.

Sunderland 1 - 1 Fulham (15:00 á morgun)
Barnaníðingurinn Nicklas Bendtner skorar eitt og skallafélagi minn Andy Johnson jafnar.

Swansea 1 - 3 Manchester United (17:30 á morgun)
Fallegasta og stórkostlegasta lið veraldar vinnur, þetta verður leikurinn sem við snúum þessu við.

Chelsea 2 - 1 Liverpool (16:00 á sunnudag)
Ég held að Chelsea vinni en vona að Ku Klux Klan setji tvö því 2-2 væri good shit.

Tottenham 2 - 1 Aston Villa (20:00 á mánudag)
Þetta hljómar eins og jafntefli en ég held að þetta fari samt 2-1 fyrir Tottenham.

Fyrri spámenn:
Þórarinn Ingi Valdimarsson (7 réttir)
Albert Brynjar Ingason (6 réttir)
Ívar Guðmundsson (6 réttir)
Bjarni Guðjónsson (4 réttir)
banner
banner