Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fös 04. nóvember 2011 12:00
Magnús Már Einarsson
Albert Brynjar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Steve Kean fær sér ekki í glas í kvöld og lærisveinar hans í Blackburn ná óvænt og sjaldséðum sigri samkvæmt spá Alberts.
Steve Kean fær sér ekki í glas í kvöld og lærisveinar hans í Blackburn ná óvænt og sjaldséðum sigri samkvæmt spá Alberts.
Mynd: Getty Images
Ellefta umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina en sjö leikir eru á dagskrá á morgun og þrír á sunnudag.

Albert Brynjar Ingason gekk til liðs við FH í vikunni og hann fær það verkefni að tippa á leiki helgarinnar að þessu sinni og koma með eina setningu um hvern leik.



Newcastle 2 - 0 Everton (12:45 á morgun)
Ég finn það á mér að Leifur Garðarsson fagnar ekki um helgina.

Arsenal 3 - 0 WBA (15:00 á morgun)
Þetta er öruggur sigurinn hjá flottasta klúbbnum á Englandi í dag.

Aston Villa 1 - 1 Norwich (15:00 á morgun)
Hundleiðinlegur leikur.

Blackburn 2 - 1 Chelsea (15:00 á morgun)
Óvæntur sigur hjá Blackburn þar sem Steve Kean verður edrú kvöldið fyrir leik.

Liverpool 3 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
3-1 fyrir Liverpool og Þórir Hannesson fer á hestbak.

Manchester United 2 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Nicklas Bendtner byrjar inn á þannig að United vinnur.

QPR 0 - 2 Manchester City (17:30 á morgun)
Sergio Aguero skorar bæði mörkin í sigri City.

Wolves 1 - 0 Wigan (13:30 á sunnudag)
Stephen Hunt skorar eina markið úr vítaspyrnu.

Bolton 2 - 1 Stoke (15:00 á sunnudag)
Gummi Ben verður fúll eftir helgi af því að Stoke vinnur ekki.

Fulham 2 - 1 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Tottenham á ekki skilið að vinna þennan leik, leiðinlegt lið.

Fyrri spámenn:
Ívar Guðmundsson (6 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (7 réttir)
Bjarni Guðjónsson (4 réttir)
banner
banner