Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 14. október 2011 11:30
Magnús Már Einarsson
Bjarni Guðjóns spáir í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
Áttunda umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina. Fótbolti.net fékk Bjarna Guðjónsson fyrirliða Íslandsmeistara KR til að spá í leiki helgarinnar og koma með eina setningu um hvern leik.

Bjarni spáir því að Liverpool vinni stórleikinn gegn Manchester United svo eitthvað sé nefnt en hér að neðan má sjá spá hans í heild sinni.

Laugardagur:

Liverpool 2 - 1 Manchester United (11:45)
King Kenny er við stjórnvölinn og Liverpool tekur þetta.

Manchester City 2 - 0 Aston Villa (14:00)
Aston Villa ræður við ekkert við Manchester City.

Norwich 1 - 1 Swansea (14:00)
Fallbaráttuslagur og hvorugt liðið fær það sem það vil.

Stoke 1 - 0 Fulham (14:00)
Stoke eru sterkir á heimavellii og þegar þeir skora snemma fá þeir ekki á sig mark.

QPR 0 - 0 Blackburn (14:00)
Bæði þessi lið verða að berjast á botninum og þau eru skíthrædd við að tapa.

Wigan 2 - 0 Bolton (14:00)
Bolton nær ekki að vinna sig úr taphrinunni sem þeir eru í.

Chelsea 3 - 0 Everton (16:30)
Chelsea eru þremur númerum of stórir fyrir Everton.

Sunnudagur:

WBA 1 - 2 Wolves (11:00)
Svakalegur nágrannaslagur þar sem Wolves vinnur 2-1 í brjáluðum leik.

Arsenal 1 - 1 Sunderland (12:30)
Arsenal eru ekki að ná sér á flug en Sunderland er með ágætis lið og nær í fínt stig.

Newcastle 3 - 2 Tottenham (15:00)
Newcastle tekur þetta á síðustu mínútunni og það verða stuðningsmenn liðsins sem öskra boltann í netið.
banner
banner
banner