Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fös 21. október 2011 12:00
Magnús Már Einarsson
Þórarinn Ingi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Áttunda umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina. Fótbolti.net fékk Þórarinn Inga Valdimarsson leikmann ÍBV til að spá í leiki helgarinnar og koma með eina setningu um hvern leik.

Þórarinn Ingi, sem var valinn efnilegastur á lokahófi KSÍ í gær, spáir því að Manchester City muni leggja Manchester United í stórleiknum á sunnudag.

Laugardagur:

Wolves 1 - 1 Swansea (11:45)
Þessi lið skilja jöfn í þvílíkum stórleik.

Aston Villa 3 - 0 WBA (14:00)
Gabriel Agbonlahor skorar þrennu í öruggum sigri Aston Villa.

Newcastle 2 - 0 Wigan (14:00)
Wigan er klárlega að fara að falla úr þessari deild.

Bolton 0 - 1 Sunderland (14:00)
Bolton hefur verið í basli og það heldur áfram um helgina.

Liverpool 2 - 1 Norwich (16:30)
Liverpool er klárlega að fara að verða meistari og þeir klára þetta.

Sunnudagur:

Manchester United 0 - 1 Manchester City (12:30)
Three amigos klikka ekki og Sergio Aguero skorar sigurmarkið.

Arsenal 1 - 0 Stoke (12:30)
Stoke getur bara unnið á heimavelli og Arsenal tekur þetta.

Fulham 0 - 1 Everton (12:30)
Louis Saha vaknar og skorar sigurmarkið fyrir Everton.

Blackburn 0 - 3 Tottenham (14:00)
Tottenham hefur verið að vakna til lífsins eftir lélega byrjun.

QPR 2 - 2 Chelsea (15:00)
Didier Drogba skorar tvö fyrir Chelsea en Heiðar Helguson svarar með tveimur mörkum.

Fyrri spámenn:
Bjarni Guðjónsson (4 réttir)
banner
banner
banner