Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fös 28. október 2011 12:00
Magnús Már Einarsson
Ívar Guðmundsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Ívar Guðmundsson.
Ívar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ívar er bjartsýnn á að sínir menn í Liverpool nái að leggja WBA.
Ívar er bjartsýnn á að sínir menn í Liverpool nái að leggja WBA.
Mynd: Getty Images
Níunda umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina. Fótbolti.net fékk Ívar Guðmundsson útvarpsmann á Bylgjunni til að spá í leiki helgarinnar og koma með eina setningu um hvern leik.

Ívar mun reyna að freista þess að ná fleiri réttum en Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður ÍBV sem hafi sjö af tíu leikjum rétta í síðustu viku.



Everton 0 - 1 Manchester United
Eftir magnaða niðurlægingu koma United menn geggjaðir inn í þennan leik sérstaklega eftir að Ferguson hefur tekið hárblásarann á þá. Rooney vaknar og skorar.

Chelsea 2 - 1 Arsenal
Þrátt fyrir að það sé einhver pirringur í leikmönnum Chelsea þá ná þeir að landa sigri.

Manchester City 3 - 0 Wolves
Þeir virðast hafa keypt nóg af leikmönnum. Þó Tevez sé hafður upp í stúku þá er stærsta stjarna þeirra Balotelli, nýjasti talsmaður þess að fara varlega með flugelda, er í massastuði og skorar tvö.

Norwich 1 - 1 Blackburn
Þetta verður steindautt jafntefli og það er enginn að fara að horfa á þennan leik í sjónvarpi.

Sunderland 2 - 1 Aston Villa
Nú er séns fyrir Sunderland að koma sér ofar á töfluna og þeir nenna bara ekki að vera í botnbaráttunni þetta árið.

Swansea 0 - 1 Bolton
Ég hef alltaf smá taugar og vonir um að Bolton fari nú að ganga vel og það er bara af því að Guðni Bergs spilaði með þeim.

Wigan 2 - 1 Fulham
Ég veit ekki hvað skal segja um þennan leik, rosalega lítið spennadi lið bæði tvö.

WBA 0 - 2 Liverpool
Liverpool er nú einu sinni mitt lið og mínar vonir standa til að þeir fari nú að sýna meiri stöðuleika og vinna líka liðin sem eru neðar í deildinni.

Tottenham 3 - 1 QPR
Þetta verður léttur leikur hjá Tottenham og Rednapp gæti jafnvel brosað.

Stoke 0 - 2 Newcastle
Ég bara þoli ekki þjálfara Stoke, hann er leiðinlegur við alla Íslendingar og ég vona að Newcastle vinni.

Fyrri spámenn:
Þórarinn Ingi Valdimarsson (7 réttir)
Bjarni Guðjónsson (4 réttir)
banner
banner
banner
banner