Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 24. júní 2014 12:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Eigum að vera ofar í deildinni
Leikmaður 7. umferðar: Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
,,Þetta var minn besti leikur í sumar. Það gekk nánast allt upp.
,,Þetta var minn besti leikur í sumar. Það gekk nánast allt upp."
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Við byrjuðum tímabilið illa og þetta var leikurinn sem við vildum snúa taflinu við.
,,Við byrjuðum tímabilið illa og þetta var leikurinn sem við vildum snúa taflinu við.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA unnu góðan 5-3 sigur gegn KV í 7.umferð 1.deildarinnar um helgina og var þetta annar sigur KA í röð. KA hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir lélega byrjun.

Ævar Ingi Jóhannesson skoraði bæði mörk KA í seinni hálfleiknum og sýndi lipra takta á vellinum. Ævar Ingi er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

,,Þetta var minn besti leikur í sumar. Það gekk nánast allt upp. Við settum þennan leik upp sem úrslitaleik um það hvort við ætluðum að vera með í deildinni eða ekki."

,,Við byrjuðum tímabilið illa og þetta var leikurinn sem við vildum snúa taflinu við og komast í 10 stig. Við lögðum upp með að keyra yfir þá í byrjun og það gekk vel," sagði Ævar Ingi sem lék sem framherji í leiknum á laugardaginn þar sem Arsenij Buinickij framherji KA tók út leikbann í leiknum,

,,Við fengum helling af færum í fyrri hálfleik og hefðum átt að skora fleiri áður en þeir koma til baka í leiknum. Þetta var mjög opinn leikur og bæði lið fengu nóg af færum. Ég hélt að við værum búnir að klára leikinn þegar við skorum fjórða markið en þá koma þeir til baka og hefðu hæglega getað jafnað," sagði Ævar Ingi en KA tryggðu sér sigurinn með fimmta markinu í uppbótartíma.

Ósáttir með fyrstu leikina

Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sumarsins hafa KA-menn heldur betur rétt úr kútnum og eru komnir með 10 stig úr síðustu fjóru leikjum,

,,Við vorum mjög ósáttir með fyrstu þrjá leikina. Í leiknum gegn Víking Ó. misstum við einbeitinguna í hálftíma og fáum á okkur þrjú mörk. Við mættum síðan ekki til leiks í leikinn gegn Þrótti. Við vorum einnig skelfilegir gegn HK," en þetta voru fyrstu þrír leikir KA á tímabilinu.

Barátta og leikgleði

Ævar Ingi er ánægður með spilamennsku sína og liðsins að undanförnu og segir að liðið stefni á að taka þátt í toppbaráttunni í sumar,

,,Við höfum sýnt okkar rétta andlit að undanförnu og mér finnst við eiga að vera ofar í töflunni. Barátta og leikgleði hefur einkennt okkur að undanförnu og það hefur skilað okkur góðum sigrum."

,,Ég var ekkert gífurlega ánægður með fyrstu tvo leikina hjá mér og hjá liðinu heilt yfir. Ég set mér alltaf markmið að skora fleiri mörk og vonandi kemur það," sagði Ævar Ingi sem hefur skorað þrjú mörk í 1.deildinni í sumar.

KA mætir Haukum í Hafnarfirði á föstudaginn og býst hann við hörkuleik tveggja liða sem hafa verið á góðu flugi að undanförnu,

,,Mér líst vel á þann leik. Haukarnir spila á gervigrasi og við æfum því á gervigrasi í vikunni og reynum að undirbúa okkur sem best. Þeir hafa verið á góðu skriði eins og við. Þeir kveiktu á sér eftir erfiða byrjun og ég held að þetta verði hörkuleikur," sagði Ævar Ingi leikmaður 7.umferðar 1.deildar karla að lokum.

Smelltu hér til að sjá úrvalslið umferðarinnar

Sjá einnig:
Leikmaður 6. umferðar: Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar: Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar: Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner