Leikmaður 6. umferðar: Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
„Maður fann það bara, menn voru svekktir og þessi byrjun lá aðeins á mönnum. En sigurinn nærir, hann gerir það bara.
Haukar unnu sterkan 4-1 sigur gegn KV í 6. umferð 1. deildarinnar á dögunum og var þetta annar sigur liðsins í röð eftir dapra byrjun.
Hilmar Rafn Emilsson var fremstur meðal jafningja í leiknum, en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.
„Þetta var bara mjög fínn leikur hjá okkur. Við vorum að mæta liði sem var búið að vinna tvo leiki í röð og var á góðu rönni, en við mættum bara af krafti og vorum heilt yfir betri í leiknum og áttum þetta skilið,“ sagði Hilmar Rafn við Fótbolta.net.
Haukar hafa líkt og áður sagði unnið tvo leiki í röð eftir að hafa farið í gegnum fyrstu fjóra leikina í 1. deild án sigurs.
„Við byrjuðum ekki nógu vel, alveg klárt mál. Við fengum skell í fyrsta leik (4-1 tap gegn Þrótti) og held við höfum verið eitthvað vankaðir eftir það. En við erum búnir að ná að rífa okkur í gang og vinna tvo leiki í röð, þannig við getum byggt ofan á það,“ sagði Hilmar.
„Þetta er rosalega jöfn deild og það geta allir unnið alla. Það sést á því að KV var spáð neðarlega fyrir mót og Grindavík var spáð upp. Það eru bara allir að vinna alla og maður verður að vera á tánum ef maður ætlar að ná einhverju almennilegu rönni í þessari deild.“
„Við fórum ekki vel af stað og við erum bara að taka einn leik í einu. Svo sjáum við bara til um miðbik móts, þá verður staðan tekin og við sjáum hvernig þetta stendur. Þetta er mjög jöfn deild og það er allt opið.“
Hilmar viðurkennir að það hafi tekið á sálina að ná ekki neinum sigrum í upphafi móts en segir að andrúmsloftið sé allt annað núna.
„Maður fann það bara, menn voru svekktir og þessi byrjun lá aðeins á mönnum. En sigurinn nærir, hann gerir það bara, maður sér það á mönnum að það er miklu léttara yfir og það er bjartsýni á framhaldið,“ sagði Hilmar.
Hilmar fór meiddur af velli gegn KV eftir rúma klukkustund, en hann segist ekki hafa verið alveg heill í þessum leik.
„Ég var tæpur fyrir leikinn, eða satt að segja var ég ekki heill í leiknum, en maður náði samt að skila einhverju þarna sem betur fer. Þetta hefur verið að plaga mig í einhvern smá tíma, ég er bara ekki búinn að vera nógu góður í skrokknum yfir höfuð, en ég verð klár í næsta leik,“ sagði Hilmar Rafn við Fótbolta.net.
Hilmar Rafn Emilsson var fremstur meðal jafningja í leiknum, en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.
„Þetta var bara mjög fínn leikur hjá okkur. Við vorum að mæta liði sem var búið að vinna tvo leiki í röð og var á góðu rönni, en við mættum bara af krafti og vorum heilt yfir betri í leiknum og áttum þetta skilið,“ sagði Hilmar Rafn við Fótbolta.net.
Haukar hafa líkt og áður sagði unnið tvo leiki í röð eftir að hafa farið í gegnum fyrstu fjóra leikina í 1. deild án sigurs.
„Við byrjuðum ekki nógu vel, alveg klárt mál. Við fengum skell í fyrsta leik (4-1 tap gegn Þrótti) og held við höfum verið eitthvað vankaðir eftir það. En við erum búnir að ná að rífa okkur í gang og vinna tvo leiki í röð, þannig við getum byggt ofan á það,“ sagði Hilmar.
„Þetta er rosalega jöfn deild og það geta allir unnið alla. Það sést á því að KV var spáð neðarlega fyrir mót og Grindavík var spáð upp. Það eru bara allir að vinna alla og maður verður að vera á tánum ef maður ætlar að ná einhverju almennilegu rönni í þessari deild.“
„Við fórum ekki vel af stað og við erum bara að taka einn leik í einu. Svo sjáum við bara til um miðbik móts, þá verður staðan tekin og við sjáum hvernig þetta stendur. Þetta er mjög jöfn deild og það er allt opið.“
Hilmar viðurkennir að það hafi tekið á sálina að ná ekki neinum sigrum í upphafi móts en segir að andrúmsloftið sé allt annað núna.
„Maður fann það bara, menn voru svekktir og þessi byrjun lá aðeins á mönnum. En sigurinn nærir, hann gerir það bara, maður sér það á mönnum að það er miklu léttara yfir og það er bjartsýni á framhaldið,“ sagði Hilmar.
Hilmar fór meiddur af velli gegn KV eftir rúma klukkustund, en hann segist ekki hafa verið alveg heill í þessum leik.
„Ég var tæpur fyrir leikinn, eða satt að segja var ég ekki heill í leiknum, en maður náði samt að skila einhverju þarna sem betur fer. Þetta hefur verið að plaga mig í einhvern smá tíma, ég er bara ekki búinn að vera nógu góður í skrokknum yfir höfuð, en ég verð klár í næsta leik,“ sagði Hilmar Rafn við Fótbolta.net.
Sjá einnig:
Leikmaður 5. umferðar: Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar: Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)
Athugasemdir