Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 23. júní 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 7. umferðar 1. deildar: Þrír Haukamenn
Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark ÍA gegn Leikni.
Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark ÍA gegn Leikni.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Karl Brynjar Björnsson var hetja Þróttar.
Karl Brynjar Björnsson var hetja Þróttar.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Sjöunda umferð 1. deildarinnar fór fram um helgina og óhætt að segja að baráttan um stöðuna í markinu hafi aldrei verið eins hörð! Sigmar Ingi Sigurðarson í Haukum vann þá baráttu fyrir frammistöðuna í 1-0 sigri gegn Grindavík. Tveir aðrir Haukamenn eru í liðinu.



Kári Ársælsson og Björgvin Stefánsson voru þrusuflottir þegar BÍ/Bolungarvík vann langþráðan sigur gegn Selfossi. Karl Brynjar Björnsson er í vörninni en Þróttur hélt hreinu gegn HK og skoraði Karl sigurmarkið.

ÍA vann Leikni í toppslag í gær þar sem Jón Vilhelm Ákason og Garðar Gunnlaugsson stóðu sig með stakri prýði. Ævar Ingi Jóhannesson átti frábæran leik þegar KA vann KV fyrir norðan.

Þá fær Bjarki Már Árnason, spilandi þjálfari Tindastóls, sæti í liðinu. Stólarnir voru hársbreidd frá því að ná í stig gegn Víkingi Ólafsvík en vítaspyrna Spánverjans Mossi færði heimamönnum þrjú stig. Mossi er einnig í liðinu.

Ert þú á vellinum í 1. deildinni? Þú getur komið með tilnefningar í úrvalsliðið með því að senda á @elvargeir á Twitter.

Úrvalslið 7. umferðar 1. deildar:
Sigmar Ingi Sigurðarson – Haukar

Ásgeir Þór Ingólfsson – Haukar
Karl Brynjar Björnsson – Þróttur
Kári Ársælsson – BÍ/Bolungarvík
Bjarki Már Árnason – Tindastóll

Andri Steinn Birgisson – Haukar
Jón Vilhelm Ákason – ÍA
Ævar Ingi Jóhannesson – KA

Björgvin Stefánsson – BÍ/Bolungavík
Garðar Gunnlaugsson – ÍA
Antonio Espinosa Mossi – Víkingur Ó.

Sjá einnig:
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner