Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. júlí 2014 13:15
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 1. deild: Mikilvægt að halda rétt á spöðunum
Leikmaður 9. umferðar: Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Kristján Páll Jónsson.
Kristján Páll Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn hentu sér á topp 1. deildar með 3-0 sigri á Þrótti R. á miðvikudaginn síðastliðnum.

Kristján Páll Jónsson, leikmaður Leiknis átti stórleik. Hann lagði upp tvö mörk og skoraði síðan þriðja mark leiksins. Hann er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

Sjálfstraustið á mikilli uppleið
,,Ég var virkilega sáttur með mína frammistöðu í leiknum. Þetta var sennilega minn besti leikur í einhver tvö ár. Sjálfstraustið er á mikilli uppleið og ég mátti alveg við þessum leik. Þetta var virkilega kærkomið fyrir mig að ná að pota inn marki. Það var kominn tími á það. Ég var búinn að bíða eftir þessu lengi, ég neita því ekki. " sagði Kristján Páll en markið hans í leiknum var hans fyrsta mark í sumar.

Hann segir að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. ,,Við kæfðum þá gjörsamlega með talanda og geðveiki. Við bjuggumst við Þrótturunum alveg á fullu og að þeir yrðu brjálaðir. Þeir hafa verið að vinna leiki á brjálæðinni og við ætluðum að mæta því. Við spiluðum mjög góða vörn, þeir áttu einhver áhlaup á okkur en við nýttum sóknirnar okkar vel," sagði Kristján Páll sem er ánægður með stigasöfnunina en Leiknismenn eru með 20 stig eftir níu umferðir.

,,Það sem skiptir máli núna er framhaldið og það er mikilvægt að halda rétt á spöðunum. Ég get ekki sagt að þetta komi okkur sérstaklega á óvart. Það hefur verið einbeittur samhugur í liðinu í að safna stigum með þessum hætti og það hefur sem betur fer fallið með okkur."

Má ekki vanmeta nýliðanna
,,Það eru nokkur lið sem eru sterkir kandídatar í að spila um efstu sætin og við erum klárlega eitt af þeim liðum," sagði Kristján sem hefur verið að glíma við bakmeiðsli undanfarið en segist vera á réttri leið að ná fullum bata þökk sé Ara Fritzssyni, sjúkraþjálfara Leiknis.

Það verður toppslagur í 1.deildinni á fimmtudaginn þegar Leiknir og HK mætast. HK-ingar eru með 17 stig í 3. sæti deildarinnar og geta því náð Leiknismönnum á stigum með sigri. Kristján segir að það sé mikilvægt að vanmeta ekki lið HK sem eru nýliðar í deildinni og var spáð falli.

,,HK-ingarnir hafa verið að spila töluvert betur en ég bjóst við. Þeir hafa verið að safna stigum eins og brjálæðingar. Það sem skiptir máli er að vanmeta HK-ingana ekki því þeir hafa sýnt það í mótinu hingað til að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin," sagði leikmaður 9. umferðar 1.deildar karla, Kristján Páll Jónsson.

Sjá einnig:
Leikmaður 8. umferðar - Eggert Kári Karlsson (ÍA)
Leikmaður 7. umferðar - Ævar Ingi Jóhannesson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Leikmaður 5. umferðar - Magnús Bernhard Gíslason (KV)
Leikmaður 4. umferðar - Tómas Agnarsson (KV)
Leikmaður 3. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 2. umferðar - Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir)
Leikmaður 1. umferðar - Vilhjálmur Pálmason (Þróttur)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner