Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 01. júní 2015 15:15
Hafliði Breiðfjörð
Bestur í 6. umferð: Talað um markið á Facebook og Twitter
Steven Lennon (FH)
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að borða pizzu á Saffran núna. Þetta eru fullkomin verðlaun til viðbótar," sagði Steven Lennon framherji FH við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður fimmtu umferðar Pepsi-deildarinnar og fær því pizzuveislu frá Domino´s.

Lennon skoraði þrennu gegn Leikni í gær en hann ætlar að nýta verðlaunin til að fá sér Sizzler eða Svepperoni á Domino's.

„Það er alltaf gaman að fá þrjú stig og skora mörk. Þetta var nokkuð góð þrenna, sérstaklega annað markið. Allir eru að tala um það," sagði Lennon.

Annað mark Lennon í gær var ótrúlegt eins og sjá má hér. Skotinn skoraði þá með skoti aftur fyrir sig þegar hann sat í grasinu.

„Ég setti markið á Facebook og fólk í Bretlandi hefur séð það. Fólk í Noregi hefur líka verið að setja markið á Twitter enda spilaði ég þar áður. Ég efast um að þetta fari víðar. Kannski myndi það gerast ef ég væri að spila í stærri deild."

Sama um leikkerfið
FH-ingar hafa aðallega spilað 4-4-2 í sumar en ekki 4-3-3 líkt og undanfarin ár. „Þetta veltur á því við hverjir spila. Ef ég og Atli Viðar spilum saman þá erum við í 4-4-2. Ef ég er einn frammi þá spilum við 4-3-3."

„Mér er sama hvaða leikkerfi við spilum, svo framarlega sem ég er í liðinu þá er ég ánægður. Það er gott að hafa Atli Viðar með sér frammi og það er líka gott að hafa Atla Guðna fyrir aftan sig. Hann er alltaf að leggja upp mörk."


Var pirraður á markaþurrð
Lennon komst í gang í gær eftir að hafa einungis skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðunum.

„Ég var orðinn mjög pirraður á því. Á móti Akranesi hefði ég átt að skora tvö mörk. Það er í leikjum á móti liðum eins og Akranesi og Leikni sem framherjar skora mörk. Ég skora auðvitað ekki í hverjum leik en núna er ég með fjögur mörk í sex leikjum. Ef ég verð með góð tölfræði í lok tímabilsins og FH vinnur titilinn þá er ég ánægður."

Ætla í riðlakeppni í Evrópudeildinni
FH-ingar ætla sér ekki einungis stóra hluti í Pepsi deildinni því þeir ætla sér langt í Evrópudeildinni einnig.

„Ekkert íslenskt lið hefur áður komist í riðlakeppnina og það er aðalmarkmiðið á næstu árum. Vonandi getum við farið langt á þessu tímabili. Við þurfum góðan drátt og þegar við förum í umspilið er ljóst að við fáum sterka mótherja. Þetta eru 180 mínútur, tveir leikir, og ef að þú hittir á þinn besta dag á meðan andstæðingarnir spila illa þá áttu möguleika."

„Ég tel að við höfum nógu sterkt lið í þetta. Þegar ég var í Noregi komst Tromsö í riðlakeppnina og ég tel að við séum með betra lið en þeir,"
sagði Lennon.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
5. umferð: Albert Brynjar Ingason
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner
banner
banner