Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júlí 2015 12:40
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 12. umferð: Torres er í miklu uppáhaldi
Tufa fagnar marki sínu.
Tufa fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Draumabyrjun í Víkingsbúningnum.
Draumabyrjun í Víkingsbúningnum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta var bara frábær tilfinning fyrst og fremst," sagði Vladimir Tufegdzic, leikmaður Víkings, sem er leikmaður 12. umferðar Pepsi-deildarinnar. Þessi serbneski framherji gekk í raðir Víkings í glugganum og sló rækilega í gegn í fyrsta leik.

Hann kom inn sem varamaður eftir klukkutíma leik þegar Víkingur var 2-1 yfir. Það tók hann um fimm mínútur að opna markareikning sinn og þegar flautað var til leiksloka hafði hann að auki lagt upp fjögur mörk í 7-1 sigri.

„Ég get í raun bara þakkað liðsfélögunum mínum fyrir en þeir hafa tekið ótrúlega vel á móti mér og hjálpað mér að aðlagast liðinu. Ég hef aldrei áður náð að leggja upp 4 mörk í einum leik en tilfinningin er mjög góð."

Tufegdzic er kallaður Tufa af liðsfélögum sínum í Víkingi en á Twitter er nafn hans Torres 9. Hans uppáhalds fótboltamaður er Fernando Torres.

„Ég hef eiginlega ekkert notað þennan Twitter aðgang hjá mér í einhvern tíma en Torres er klárlega í uppáhaldi hjá mér," segir Tufa sem er hæstánægður í Víkinni.

„Ég ákvað að koma hingað því mér fannst þetta í raun bara vera gott umhverfi og rétt skref til að ná lengra á ferlinum. Ég held að markmið liðsins á þessum tímapunkti tímabilsins sé að tryggja sæti sitt í deildinni en þessi hópur hefur klárlega alla burði til að gera miklu betur."

„Ísland er fallegt land, tók mig smá tíma að venjast nýju umhverfi í byrjun en mér líður mjög vel hérna núna," segir Tufa sem stefnir á að halda áfram að skapa mörk fyrir Víkinga.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner