Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 08. júní 2015 13:25
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Bestur í 7. umferð: Skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað
Höskuldur hefur verið frábær í upphafi móts.
Höskuldur hefur verið frábær í upphafi móts.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var gríðarleg stemning á Leiknisvelli.
Það var gríðarleg stemning á Leiknisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Höskuldur Gunnlaugsson hefur slegið í gegn í upphafi Pepsi-deildarinnar en hann átti frábæran leik í gær þegar Breiðablik vann 2-0 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu. Höskuldur er leikmaður 7. umferðar.

„Það er búið að einkenna leikina okkar að við erum að gefa andstæðingunum fá færi. Leiknismenn fengu mjög fá færi í gær, það var helst aukaspyrna í fyrri hálfleik sem Gulli (Gunnleifur Gunnleifsson) varði út við stöng, það er alltaf gott að hafa hann bak við sig. Þá er maður enn öruggari að halda núllinu," segir Höskuldur.

Hefði viljað skora
„Það hefur verið stígandi í mínum leik finnst mér. Ég hefði viljað skora eitt til tvö mörk í gær en annars er ég bara sáttur með leikinn og liðsframmistöðuna. Með reynslunni og fleiri mínútum hefur komið meira sjálfsöryggi í minn leik. Þá verður þetta alltaf auðveldara og auðveldara."

Blikar voru hreinlega magnaðir á undirbúningstímabilinu en byrjuðu sumarið á því að gera jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi-deildinni.

„Það var smá titringur þarna í byrjun, við vorum að þreifa okkur áfram. En nú er kominn sami bragur á leik okkar og var á undirbúningstímabilinu. Við erum sterkir til baka og erum síógnandi með bakverðina okkar. Svo er Ellert (Hreinsson) kominn í gang núna og þetta er byggjandi í hverjum leik," segir Höskuldur.

Kópacabana kemur sterkt inn
Stemningin meðal stuðningsmanna Breiðabliks hefur einnig verið að aukast og áhorfendur á leikjum liðsins eru farnir að láta betur í sér heyra.

„Kópacabana er að koma sterkt inn! Það var til dæmis mjög gaman að spila í gær. Leiknisljónin voru líka frábær og bjuggu til gryfjustemningu. Þetta var skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað verð ég að segja."

Hvert er hans markmið fyrir þetta tímabil?

„Bara reyna að spila sem flestar mínútur, byggja ofan á minn leik og svo bara að reyna að vinna sem flesta leiki. Svo sjáum við hverju það skilar okkur," segir Höskuldur sem fær pizzuveislu frá Domino's.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner