Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. mars 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Heimir: Ekki rassgat að marka stöðu Kosóvó á FIFA listanum
Icelandair
Samir Ujkani markvörður og fyrirliði Kosóvó.
Samir Ujkani markvörður og fyrirliði Kosóvó.
Mynd: Getty Images
Kosóvó leikur sinn fimmta mótsleik í sögunni þegar liðið leikur við Ísland eftir eina viku. Kosóvó fékk aðild að FIFA í fyrra og er í fyrsta skipti að taka þátt í undankeppni HM.

Kosóvó er í 161. sæti á heimslista FIFA en Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir það ekki segja neitt um styrkleika liðsins.

„Það er ekki rassgat að marka það. Þeir eru nýskráðir. Þeir eru bara búnir að spila fjóra keppnisleiki og þeir munu rjúka upp þennan lista," sagði Heimir.

„Ég verð að hrósa þjálfaranum, Albert Bunjaki, fyrir það hversu vel og fljótt hann hefur búið til flott og samstillt lið. Þeir hafa ekki þann lúxus að þessir leikmenn hafi spilað áður saman í A eða yngri. Þetta er samtýningur hér og þaðan. Það er gaman að sjá hvað hann er búinn að bjóða til samstilltan hóp."

„Kannski er slæmt fyrir okkur að mæta þeim í fimmta leik en ekki öðrum leik því þeir verða alltaf samstilltari með hverjum leiknum."

Í liði Kosóvó eru leikmenn sem spila í úrvalsdeildinni í Hollandi, Austurríki, Tyrklandi, Austurríki og Sviss til að mynda. „Þetta eru góðir leikmenn í góðum liðum í góðum deildum," sagði Heimir.

Á meðal leikmanna liðsins eru markvörðurinn Samir Ujkani sem lék áður með landsliði Albaníu en hann mætti Íslandi í undankeppni HM 2014. Valon Berisha er annar leikmaður Kosóvó sem hefur áður mætt Íslandi en hann lék á sínum tíma 20 landsleiki með Noregi.
Athugasemdir
banner
banner