Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. maí 2017 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Best í 3. umferð: Stefnan er sett á lokahópinn
Best í 3. umferð - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Svava Rós í leiknum gegn Val.
Svava Rós í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gott að vinna leiki og Valur er þar engin undantekning. Ég ber auðvitað taugar til Vals og ber virðingu fyrir mínu gamla liði þar sem ég átti góða tíma," sagði Svava Rós Guðmundsdóttir leikmaður Breiðabliks við Fótbolta.net um 3-0 sigur Blika gegn Val.

Svava Rós er leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deildinni en hún átti frábæran leik gegn Val. Svava lagði meðal annars upp tvö mörk leiksins og skoraði eitt.

„Ég var virkilega ánægð með að við náðum að nýta okkur meðvindinn í fyrri hálfleik og ná þessu mikilvæga fyrsta marki. Í seinni hálfleik náðum við að halda spilinu með grasinu og láta boltann ganga vel á milli manna og vera með ógnandi skyndisóknir," sagði Svava aðspurð út í það, hvað hún væri ánægðust með í leiknum gegn Val.

Eftir tap gegn Þór/KA í 2. umferð var mikilvægt fyrir Breiðablik að koma til baka og vinna Val á heimavelli.

„Það var virkilega mikilvægt að taka 3 stig í þessu einvígi til að missa ekki Þór/KA of langt framúr okkur og einnig uppá framhaldið og liðsandann," sagði Svava sem er ánægð með byrjunina á Pepsi-deildinni í ár.

„Það er spilað þétt fram að EM og það er bæði krefjandi og spennandi. Deildin verður að ég held jafnari í ár en áður og líklegt að úrslitin verði ekki ljós fyrr en í lokaumferðunum."

Það styttist í að EM hópurinn verður tilkynntur og vonar Svava Rós að sjálfsögðu um að vera í þeim hóp. „Stefnan er sett á lokahópinn og ég mun halda áfram að leggja hart að mér til að komast til Hollands."

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's.

„Ætli það verði ekki bara Champion sem verður fyrir valinu," sagði Svava Rós Guðmundsdóttir leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deild kvenna aðspurð hvaða pizza verður fyrir valinu.

SJá einnig:
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)

Athugasemdir
banner
banner