Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 19. maí 2017 18:18
Hafliði Breiðfjörð
Milos hættur með Víking (Staðfest)
Milos er hættur þjálfun Víkings. Hér er hann á leið í leik gegn ÍBV, leik sem reyndist hans síðasti deildarleikur með Víkinga.
Milos er hættur þjálfun Víkings. Hér er hann á leið í leik gegn ÍBV, leik sem reyndist hans síðasti deildarleikur með Víkinga.
Mynd: Raggi Óla
Dragan Kazic.
Dragan Kazic.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Milos Milojevic er hættur þjálfun Víkings Reykjavík vegna skoðanaágreinings við félagið sem reyndist óyfirstíganlegur.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Dragan Kazic aðstoðarmaður hans og Hajrudin Cardaklija taka tímabundið við þjálfun liðsins.

Víkingur byrjaði Íslandsmótið vel með sigri á KR á útivelli. Í kjölfarið komu tapleikir gegn Grindavík og ÍBV en liðið vann Hauka í bikarnum í fyrrakvöld.

Þeir eiga leik gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið en þar er einnig þjálfarakrísa eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum og ekki hefur tekist að finna eftirmann hans.

Tilkynning Víkings:
Samkomulag hefur orðið á milli Knattspyrnudeildar Víkings og Milos Milojevic að hann láti af störfum sem þjálfari Pepsi deildar liðs félagsins frá og með deginum í dag.

Ástæða starfslokanna er skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur.

Milos tók við sem aðalþjálfari sumarið 2015 af Ólafi Þórðarsyni en hann hefur unnið samfleytt hjá félaginu frá árinu 2009.
Knattspyrnudeild Víkings þakkar honum samstarfið og óskar honum velfarnaðar en Milos á mikinn þátt í uppbyggingu félagsins síðustu ár.

Dragan Kazic og Hajrudin Cardaklija munu stýra liðinu tímabundið.



sunnudagur 21. maí
14:00 Víkingur Ó.-ÍBV (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
20:00 Stjarnan-KA (Samsung völlurinn)

mánudagur 22. maí
19:15 FH-Fjölnir (Kaplakrikavöllur)
19:15 ÍA-Grindavík (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)

Sjá einnig
Milos hættur með Víking (Staðfest)
Framkvæmdastjóri Víkings: Þjálfari hættir ekki útaf markmannsþjálfara
Vangaveltur á Twitter: Milos í Breiðablik?
Ívar Örn um Milos: Þetta eru sláandi fréttir
Milos um ágreiningin: Ég er mikill prinsippmaður
Milos með tilboð frá Serbíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner