Heimild: Morgunblaðið
Milos Milojevic, sem lét af störfum sem þjálfari Víkings R. í kvöld, er með tilboð frá liði í efstu deild í Serbíu. Þetta staðfestir hann við Guðmund Hilmarsson hjá Morgunblaðinu.
Milos lét af störfum í kvöld sem þjálfari Víkings en aðeins þrjár umferðir eru búnar af Pepsi-deild karla og kom þetta því flestum á óvart.
Það kom fram í tilkynningu frá Víkingum að skoðanaágreiningur hefði átt sér stað og því var ákveðið að slíta samstarfinu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um málið í kvöld en hávær orðrómur er um að Milos hafi nú þegar sótt um þjálfarastöðuan hjá Breiðablik.
Arnar Grétarsson var látinn taka poka sinn hjá Blikum á dögunum og á félagið enn eftir að ráða mann í hans stað. Milos sagði við mbl.is í kvöld að hann sé með tilboð frá Serbíu og þá er einnig áhugi frá Dúbaí.
„Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna fyrir mig og það er eitthvað í gangi en þó ekkert í hendi. Ég er með tilboð frá liði í efstu deild í Serbíu sem er búið að bíða lengi eftir mér. Ég er ekki tilbúinn að vinna í Serbíu strax eins og staðan er núna," sagði Milos við Guðmund hjá Morgunblaðinu.
„Það væri spennandi að fara til Dubai en ég er að hugsa um hagsmuni fjölskyldunnar og ég ætla að vera rólegur. Ég er opinn fyrir öllu. Minn draumur er að vera atvinnuþjálfari, hvort sem það verður á Íslandi, Serbíu, Svíþjóð eða Dubai. Ég vona bara að næsta skref verði rétt sem ég tek," sagði hann ennfremur.
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Fréttin í heild sinni
Sjá einnig
Milos hættur með Víking (Staðfest)
Framkvæmdastjóri Víkings: Þjálfari hættir ekki útaf markmannsþjálfara
Vangaveltur á Twitter: Milos í Breiðablik?
Ívar Örn um Milos: Þetta eru sláandi fréttir
Milos um ágreiningin: Ég er mikill prinsippmaður
Milos með tilboð frá Serbíu
Athugasemdir