Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 19. maí 2017 19:20
Elvar Geir Magnússon
Vangaveltur á Twitter: Milos í Breiðablik?
Tekur Milos við Breiðabliki?
Tekur Milos við Breiðabliki?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær óvæntu fréttir bárust í kvöld að Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, væri hættur störfum hjá félaginu.

Hann er annar þjálfarinn sem hverfur á braut síðan Pepsi-deildin fór af stað en aðeins þrjár umferðir eru að baki. Eðlilega hafa farið af stað vangaveltur um það hvort Milos gæti verið á leið í Kópavoginn.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tengist þó Breiðablik brotthvarfi Milosar úr Víkinniekkert.

Víkingur og Breiðablik eigast við á sunnudagskvöld í Pepsi-deildinni og setja þessar nýju fréttir þann leik í enn áhugaverðara samhengi.

Dragan Kazic aðstoðarþjálfari stýrir Víkingum í þeim leik ásamt Hajrudin Cardaklija markvarðaþjálfara. Blikar eru einnig með bráðabirgðaþjálfara eftir brottrekstur Arnars Grétarssonar en Sigurður Víðisson stýrir Kópavogsliðinu á sunnudag.

Hér má sjá brot af þeirri umræðu sem hefur skapast á Twitter vegna málsins en við bendum á kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um Pepsi-deildina.



Sjá einnig:
Framkvæmdastjóri Víkings: Þjálfari hættir ekki útaf markmannsþjálfar

Sjá einnig
Milos hættur með Víking (Staðfest)
Framkvæmdastjóri Víkings: Þjálfari hættir ekki útaf markmannsþjálfara
Vangaveltur á Twitter: Milos í Breiðablik?
Ívar Örn um Milos: Þetta eru sláandi fréttir
Milos um ágreiningin: Ég er mikill prinsippmaður
Milos með tilboð frá Serbíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner