Þær óvæntu fréttir bárust í kvöld að Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, væri hættur störfum hjá félaginu.
Hann er annar þjálfarinn sem hverfur á braut síðan Pepsi-deildin fór af stað en aðeins þrjár umferðir eru að baki. Eðlilega hafa farið af stað vangaveltur um það hvort Milos gæti verið á leið í Kópavoginn.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net tengist þó Breiðablik brotthvarfi Milosar úr Víkinniekkert.
Víkingur og Breiðablik eigast við á sunnudagskvöld í Pepsi-deildinni og setja þessar nýju fréttir þann leik í enn áhugaverðara samhengi.
Dragan Kazic aðstoðarþjálfari stýrir Víkingum í þeim leik ásamt Hajrudin Cardaklija markvarðaþjálfara. Blikar eru einnig með bráðabirgðaþjálfara eftir brottrekstur Arnars Grétarssonar en Sigurður Víðisson stýrir Kópavogsliðinu á sunnudag.
Hér má sjá brot af þeirri umræðu sem hefur skapast á Twitter vegna málsins en við bendum á kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um Pepsi-deildina.
Er Milos ekki bara að taka við Blikum? #fotboltinet
— Hafþór Karlsson (@HaffiKarls) May 19, 2017
Milos til Breiðablik og Arnar í Víkina #fotboltinet
— Þórarinn S (@Toddys82) May 19, 2017
Milos beint í Kópavog, nema að eitthvað annað sé komið of langt. #fotboltinet #Pepsi365
— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 19, 2017
Segir Milos upp til að taka við Blikum? Hann er svo litríkur þjálfari og karakter að verður að fá ráðningu strax! #fotboltinet #pepsi365
— Kjartan Vído (@VidoKjartan) May 19, 2017
Hver ætli stuðulinn hefði verið á að Arnar og Milos yrðu fyrstu stjórar til að fjúka úr Pepsi? #fotboltinet #pepsi365
— Snemmi (@Snemmi) May 19, 2017
What! Milos hættur með Víking. Upplýsingar um þennan óyfirstíganlega ágreining óskast. #þruma #heiðskírt #fotboltinet
— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) May 19, 2017
Þetta er no brainer hjá Vikes. Milos augljóslega ekki að fara að vera mikið lengur með liðið miðað við viðtöl á pre season og Arnar klár...
— Jói Skúli (@joiskuli10) May 19, 2017
Sjá einnig:
Framkvæmdastjóri Víkings: Þjálfari hættir ekki útaf markmannsþjálfar
Sjá einnig
Milos hættur með Víking (Staðfest)
Framkvæmdastjóri Víkings: Þjálfari hættir ekki útaf markmannsþjálfara
Vangaveltur á Twitter: Milos í Breiðablik?
Ívar Örn um Milos: Þetta eru sláandi fréttir
Milos um ágreiningin: Ég er mikill prinsippmaður
Milos með tilboð frá Serbíu
Athugasemdir