Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 19. maí 2017 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Ívar Örn um Milos: Þetta eru sláandi fréttir
Ívar Örn Jónsson, leikmaður Víkings R.
Ívar Örn Jónsson, leikmaður Víkings R.
Mynd: Raggi Óla
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga.
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga.
Mynd: Raggi Óla
Ívar Örn Jónsson, leikmaður Víkings R. í Pepsi-deild karla, var í losti er Fótbolti.net heyrði í honum hljóðið í kvöld en Milos Milojevic lét af störfum sem þjálfari liðsins fyrir rúmlega tveimur tímum síðan.

Milos hafði starfað fyrir Víking frá árinu 2009 en hann varð aðalþjálfari þess árið 2015 og hefur gert frábæra hluti með liðið á þeim tíma.

Hann var auk þess aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar er hann stýrði liðinu upp í efstu deild árið 2013. Þeir þjálfuðu svo liðið saman til ársins 2015 er Ólafur var látinn taka poka sinn.

Ívar Örn, sem er fæddur árið 1994, hefur heldur betur blómstrað undir Milos, en hann var í hálfgerðu losti þegar Fótbolti.net ræddi við hann um málefnið.

„Þetta eru vissulega mjög sláandi fréttir og þær koma mjög á óvart, það var ekkert í loftinu að þetta væri að fara gerast," sagði Ívar við Fótbolta.net.

Víkingsliðið á leik gegn Breiðablik á sunnudaginn í Víkinni en bæði lið eiga það sameiginlegt að vera þjálfaralaus. Sigurður Víðisson er að stýra Blikum tímabundið á meðan Dragan Kazic, aðstoðarþjálfari Víkings, mun stýra liðinu á sunnudag.

„Þar sem það er mjög stutt í leik verðum við að þjappa okkur saman, fara af krafti í það verkefni og ekki láta þetta slá okkur útaf laginu."

„Þetta verður klárlega áhugaverður leikur, tvö lið sem eru hungruð í stig og í millibilsástandi með þjálfaramálin en þetta er heimaleikur og við spilum til sigurs,"
sagði hann ennfremur.

Ívar Örn og Milos áttu farsælt samband í Víkinni en serbneski þjálfarinn hefur þjálfað hann allan þann tíma sem Ívar hefur leikið í meistaraflokki.

„Milos hefur náttúrlega verið í þjálfarateyminu alla mína tíð í Víkinni og ég á honum mikið að þakka ásamt Óla Þórðar og svo Arnari Hallsyni sem var með mig í öðrum flokknum. Það verður klárlega öðruvísi að hafa hann ekki þar sem hann hefur hjálpað mér sem leikmanni í gegnum tíðina," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner