Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fös 19. maí 2017 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Milos um ágreininginn: Ég er mikill prinsippmaður
Milos Milojevic
Milos Milojevic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika," sagði Milos Milojevic eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari Víkings í Reykjavík. Hann ræddi um starfslokin við Vísi.

Milos lét af störfum fyrr í dag eftir að hafa starfað fyrir Víking frá árinu 2009.

Hann ákvað að yfirgefa félagið vegna skoðanaágreinings milli hans stjórnarinnar en það kom fram í yfirlýsingu frá Víkingum.

„Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum," sagði Milos við Vísi.

Víkingur er nú án þjálfara líkt og Breiðablik sem lét Arnar Grétarsson fara frá félaginu á dögunum. Liðin eigast við á sunnudaginn í Pepsi-deildinni en það er hávær orðrómur um að Milos hafi nú þegar sótt um þjálfarastöðuna hjá Blikum.

„Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós."

„Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,"
sagði hann ennfremur við Vísi.

Smelltu hér til að lesa fréttina í heild sinni

Sjá einnig
Milos hættur með Víking (Staðfest)
Framkvæmdastjóri Víkings: Þjálfari hættir ekki útaf markmannsþjálfara
Vangaveltur á Twitter: Milos í Breiðablik?
Ívar Örn um Milos: Þetta eru sláandi fréttir
Milos um ágreiningin: Ég er mikill prinsippmaður
Milos með tilboð frá Serbíu
Athugasemdir