Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. október 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Rasmus ræðir við Val og önnur félög
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen er ekki að stressa sig á að taka ákvörðun um það hvar hann spilar næsta sumar. Rasmus varð samningslaus í síðustu viku.

„Ég er að ræða við Val og ég hef heyrt í öðrum liðum líka," sagði Rasmus við Fótbolta.net í dag.

„Það er ekki mikið stress hjá mér. Þetta kemur í ljós eftir nokkrar vikur eða mánuð."

Ramsus var meðal annars orðaður við Keflavík í slúðurpakka Fótbolta.net í vikunni.

Rasmus spilaði þrettán leiki í Pepsi-deildinni með Íslandsmeisturum Vals í sumar. Hann stóð vaktina í vörn liðsins í byrjun móts en missti síðan sæti sitt til Eiðs Arons Sigurbjörnssonar.

Hinn 28 ára gamli Rasmus spilaði fyrst á Íslandi með ÍBV árið 2010 en hann hefur einnig leikið með KR hér á landi. Samtals hefur hann skorað þrjú mörk í 136 deildar og bikarleikjum á ferlinum.
Athugasemdir
banner