Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 15. mars 2018 14:18
Magnús Már Einarsson
Valur áfrýjar líklega sektinni - „Hálf kjánalegur dómur"
Edvard Börkur Edvardsson.
Edvard Börkur Edvardsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mun líklega áfrýja 100 þúsund króna sekt frá KSÍ vegna ummæla sem Ólafur Jóhannesson lét falla í hlaðvarpsþættinum Návígi hér á Fótbolta.net.

Ólafur sagði að samið hafi verið um úrslitin í leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. Víkingar unnu 16-0 og þessi stórsigur gerði það að verkum að liðið komst upp úr deild með betri markatölu en Haukar. Ólafur var þá þjálfari Haukaliðsins.

„Ég tel allar líkur á að við áfrýjum því að dómurinn beinist gegn okkur þrátt fyrir að við höfum alveg haldið okkur frá þessari umræðu. Fyrst þetta beinist gegn okkur þá stöndum við þétt saman og verjum okkar hagsmuni," sagði Edvard Börkur Edvardsson formaður meistaraflokksráðs Vals í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Knattspyrnufélagið Valur er með enga skoðun á umræddum leik fyrir fimm árum, úrslitum hans eða hvernig þau urðu til. Ólafur Jóhannesson er hins vegar í vinnu hjá Val og þar af leiðandi er KSÍ að beina spjótum sínum að Val í þessu tilfelli. Okkur finnst það hálf furðulegt því við sem félag erum ekki málsaðilar að þessu máli."

„Okkur finnst þessi dómur hálf kjánalegur af því að hann beinist að Val. Við sem félag tökum ekki undir það sem Ólafur sagði í þessu viðtali né hafa skoðun á því hvort rangt var haft við í þessum leik eða ekki. Ég hef ekki hugmynd um það."


Börkur segir að engin reiði sé hjá Val út í Ólaf vegna málsins. „Nei, nei. Hann er með sína skoðun og hann er frjálst að hafa sína skoðun. Ég ætla ekki að banna fólki að hafa skoðanir. Svo er spurning hvernig maður setur þær fram, menn verða að eiga það við sjálfan sig."

„Við erum ekki að velta okkur upp úr þessu máli. Ég held að það sé búið að blása þetta mál alltof mikið upp. Ég held að það sé kominn tími á að Ólafur, Valur, Völsungur og Víkingur fari að hugsa um eitthvað annað en þetta mál. Þetta er ekki stórt mál í okkar huga."


Sjá einnig:
Óli Jó: Samið um úrslit hjá Víkingi R. og Völsungi
Hrannar Björn: Kjaftæði að við höfum verið með veðmálasvindl
Víkingur kvartar til KSÍ vegna ummæla Óla Jó
Yfirlýsing frá Víkingi: Skora á Óla Jó að biðjast afsökunar
Valur fær sekt vegna ummæla Óla Jó

Smelltu hér til að hlusta á Óla Jó í Návígi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner