Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 01. mars 2018 17:01
Magnús Már Einarsson
Víkingur kvartar til KSÍ vegna ummæla Óla Jó
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur lagt fram kvörtun til KSÍ vegna ummæla sem Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, lét hafa eftir sér í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Að sögn Víkinga er málið komið í ferli hjá KSÍ.

Ólafur sagði að samið hafi verið um úrslitin í leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. Víkingar unnu 16-0 og þessi stórsigur gerði það að verkum að liðið komst upp úr deild með betri markatölu en Haukar. Ólafur var þá þjálfari Haukaliðsins.

„Óli Jó bar þetta á borð í blaðaviðtali í DV í september. Þá kvartaði ég formlega í formann og framkvæmdastjóra KSÍ en þau svöruðu mér aldrei," sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings við Fótbolta.net í dag.

„Ég er búinn að kvarta aftur og fá viðbrögð strax að þetta sé komið í ferli innan KSÍ."

„Í mínum huga eru þetta einhverjar alvarlegustu ásakanir sem settar hafa verið garð leikmanna og stjórnarmanna á Íslandi. Hann heur alla undir grun, hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða hvað. Það er ekki með nokkru móti hægt að sætta sig við svona málflutning."

„KSÍ vísar þessu væntanlega áfram innan aganefndar og við sjáum hvað kemur út úr því. Menn koma ekki með svona ásakanir nema hafa eitthvað í höndunum og geta sannað mál sitt. Ég fordæmi þetta og vísa þessum ummælum til föðurhúsana."


Smelltu hér til að hlusta á Óla Jó í Návígi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner