Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 15. mars 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Valur fær sekt vegna ummæla Óla Jó
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals og Gunnlaugur Jónsson þáttastjórnandi í Návígi.
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals og Gunnlaugur Jónsson þáttastjórnandi í Návígi.
Mynd: Návígi
KSÍ hefur sektað knattspyrnudeild Vals um 100 þúsund krónur vegna ummæla sem Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, lét falla í hlaðvarpsþættinum Návígi hér á Fótbolta.net.

Ólafur sagði að samið hafi verið um úrslitin í leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. Víkingar unnu 16-0 og þessi stórsigur gerði það að verkum að liðið komst upp úr deild með betri markatölu en Haukar. Ólafur var þá þjálfari Haukaliðsins.

Víkingur kvartaði til KSÍ vegna ummælanna og sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem félagið skoraði á Ólaf að biðjast afsökunar á ummælunum.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók ummælin fyrir á fundi í fyrradag og þar var ákveðið að sekta Val um 100 þúsund krónur.

„Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál," segir á vef KSÍ.

„Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018."

„Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 13. mars 2018 að sekta Knattspyrnudeild Vals, í ljósi alvarleika brotins, um kr. 100.000,- vegna ummæla Ólafs í framangreindu útvarpsviðtali."


Sjá einnig:
Óli Jó: Samið um úrslit hjá Víkingi R. og Völsungi
Hrannar Björn: Kjaftæði að við höfum verið með veðmálasvindl
Víkingur kvartar til KSÍ vegna ummæla Óla Jó
Yfirlýsing frá Víkingi: Skora á Óla Jó að biðjast afsökunar

Smelltu hér til að hlusta á Óla Jó í Návígi
Athugasemdir
banner
banner