Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 01. mars 2018 15:31
Magnús Már Einarsson
Óli Jó: Samið um úrslit hjá Víkingi R. og Völsungi
Ólafur á hliðarlínunni í leik hjá Haukum.
Ólafur á hliðarlínunni í leik hjá Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er gestur vikunnar í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni. Ólafur fer þar meðal annars vel yfir það þegar hann þjálfaði Hauka 2012 og 2013.

Smelltu hér til að hlusta á Óla Jó í Návígi

Árið 2013 vann Fjölnir 1. deildina með 43 stig en Víkingur R, Haukar og Grindavík komu öll með 42 stig þar á eftir. Víkingur endaði í 2. sæti fór upp í Pepsi-deildina á markatölu en liðið var með 28 mörk í plús á meðan Haukar voru með 20 mörk.

Í næstsíðustu umferðinni burstaði Víkingur lið Völsungs 16-0 og náði þar með betri markatölu en Haukar. Völsungur rak lestina í 1. deildinni með tvö stig þetta sumarið en Ólafur vill meina að úrslitum hafi verið hagrætt í þessum umrædda leik.

„Ég var með Haukana í tvö ár og það var eitthvað sem gerðist bakvið tjöldin sem varð þess valdandi að við fórum ekki upp. Það var ekki fótboltinn," sagði Ólafur í viðtalinu við Gunnlaug.

„Þetta eru óeðlileg úrslit í næstefstu deild í fótbolta. Það er ljóst að það hefur eitthvað annað legið þar að baki," sagði Ólafur um 16-0 leikinn.

„Ólafur Þórðarson vinur minn og þáverandi þjálfari Víkings hefur sagt að hann hafi ekki skilið hvað var að gerast í þessum leik."

„Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í þetta vegna þess að það hentar kannski ekki. Ég vil meina að einhverjir hafi verið búnir að semja um úrslitin í þessum leik. Tveir leikmenn Völsungs (Guðmundur Óli og Hrannar Björn Steingrímssynir) eru reknir út af í fyrri hálfleik. Annar fær gult spjald fyrir eitthvað brot, labbar í burtu og fyrst að hann fékk ekki rautt þá sneri hann sér við og sagði dómarnum að þegja eða halda kjafti. Hvað hélt hann að myndi gerast þá? Þetta var ekkert eðlilegt. Við fórum reyndar síðan og unnum Völsung 7-0 í lokaleik en Víkingur fór upp á markatölu."


Smelltu hér til að sjá textalýsingu frá leik Víkings og Völsungs
Athugasemdir
banner
banner
banner