Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júní 2018 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: 204 cm á hæð og lítur upp til Sergio Ramos
Leikmaður 5. umferðar - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
Guðmundur Axel Hilmarsson í leiknum í gær.
Guðmundur Axel Hilmarsson í leiknum í gær.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Stefán Logi Magnússon markvörður Selfyssinga ræðir við Guðmund.
Stefán Logi Magnússon markvörður Selfyssinga ræðir við Guðmund.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Ég var býsna ánægður með leik minn í gær en hefði verið til í að koma í veg fyrir markið og náð að halda markinu hreinu," sagði Guðmundur Axel Hilmarsson, varnarmaður Selfoss, við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur Axel er 17 ára gamall en hann var frábær í vörn Selfyssinga í 2-1 sigrinum á Víkingi Ólafsvík í gær.

Guðmundur kom í fyrsta skipti inn í liðið gegn Magna um þarsíðustu helgi og þar unnu Selfyssingar einnig.

„Ég er ánægður með hvernig mínir fyrstu leikir með meistaraflokki hafa verið að spilast og alltaf gaman að vinna, það eru margir leikmenn í liðinu sem eru með mikla reynslu sem hafa hjálpað mér í þessum leikjum og gefið mér leiðbeiningar og sjálfstraust til þess að spila á þessu "leveli" og stíga næstu skref sem leikmaður."

Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfyssinga, er við hlið Guðmundar í hjarta varnarinnar.

„Það er gott að vera með leikmann eins og Stefán Ragnar öskrandi hliðina á á manni og að leiðbeina manni, ég hef lært helling af honum," sagði Guðmundur.

Guðmundur Axel er 204 cm á hæð en hver er fyrirmynd hans í boltanum? „Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Sergio Ramos, mikill leiðtogi, varnarjaxl sem skorar mörk á mikilvægum momentum."

Selfyssingar eru komnir með sjö stig eftir fimm umferðir í kjölfarið á tveimur sigrum í röð.

„Ætli markmiðið sé ekki að gera betur en seinustu ár og berjast í toppbaráttu og fara í alla leiki klárir og tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan," sagði Guðmundur að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Athugasemdir
banner