mið 23. maí 2018 13:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Talsvert sterkari deild en ég bjóst við
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Steinar fagnar marki sínu.
Steinar fagnar marki sínu.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Steinar í leiknum á föstudaginn.
Steinar í leiknum á föstudaginn.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég átti mjög fínan leik eins og allt liðið," segir Steinar Þorsteinsson, kantmaður ÍA, en hann er leikmaður þriðju umferðar í Inkasso-deildinni.

Steinar skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri ÍA gegn Haukum á föstudaginn.

„Í fyrri hálfleik voru menn lengi að venjast grasinu sem var mjög blautt en þegar leið á leikinn náðum við að spila okkar bolta sem skilaði okkur marki. Það gaf okkur og mér sjálfstraust út allan leikinn. Seinni hálfleikurinn var góður, þar fékk ég meiri tíma með á boltann og gátum við keyrt vel a vörnina hjá þeim."

Eftir fall úr Pepsi-deildinni síðastliðið haust hafa Skagamenn byrjað af krafti í Inkasso-deildinni. ÍA er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

„Ég er mjög sáttur. Að fá 9 stig út úr þessum þremur leikjum er mjög gott þrátt fyrir að hafa ekki spilað neinn geggjaðan fótbolta í fyrstu tveimur leikjunum. Í Hauka leiknum náðum við að taka leikinn í okkar hendur og spiluðum eins og við erum búnir að spila allt undirbúningstímabilið sem skilaði okkur þremur mörkum," sagði Steinar en hann er bjartsýnn á að ÍA nái að fara aftur upp í Pepsi-deildina.

„Ég er mjög bartsýnn á að það takist eftir að undirbúningstímabilið gekk vel og hvernig við byrjum mótið. Við erum búnir að setja okkur markmið og það er að komast aftur upp og halda okkur í deild þeirra bestu. Það er gerð krafa upp á Skaga að við séum í efstu deild og vonandi munum við uppfylla ósk skagamanna í lok sumars."

Steinar spilaði talsvert með ÍA í fyrra en hvernig er að spila í Inkasso-deildinni samanborið við Pepsi-deildina?

„Auðvitað er smá munur á þessum deildum, Pepsi deildin er betri fótboltalega séð og vilja öll lið berjast um að vera þar, en Inkasso hefur komið mer á óvart og er talsvert sterkari deild en ég bjóst við. Það er mikil harka í leikjunum og það er ekkert gefið eftir. Þessi deild er í heildina á litið mjög jöfn og allir geta unnið alla."

Steinar hefur skorað í öllum leikjum ÍA hingað til en hver eru hans persónulegu markmið í sumar? „Fyrst og fremst vil ég að við komumst aftur upp í Pepsi. Markmiðin mín er að ég haldi stöðugleika í sumar. Eitt mark í leik er að ganga ágætlega vel hingað til, þannig eigum við ekki að segja að ég haldi þvi vonandi bara áfram."

Fyrri leikmenn umferðarinnar
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner