Alvaro Montejo Calleja (Þór)
Spænski framherjinn Alvaro Montejo Calleja fór á kostum þegar Þór lagði Fram 3-2 í Inkasso-deildinni á laugardaginn. Annan leikinn í röð skoraði Alvaro sigurmark Þórsara í viðbótartíma en hann er leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni.
„Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta hefur gerst í síðustu tveimur leikjum. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í báðum leikjum en við verðskulduðum sigurinn í þeim báðum," sagði Alvaro.
Neðst í fréttinni má sjá frábærar myndir sem Páll Jóhannesson tók af fögnuði Alvaro í sigurmarkinu. Alvaro hljóp að stúkunni þar sem Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar, stóð. Alvaro hoppaði í fangið á Óðni og krafturinn var svo mikill að þeir féllu báðir til jarðar.
„Fagnið," segir Alvaro og skellihlær. „Ég hljóp eins og brjálæðingur og síðan sá ég Óðinn og fór beint til hans. Ég fór kannski aðeins of harkalega út af tilfinningunum og við duttum báðir. Hann er samt í góðu lagi," sagði Alvaro og hló ennþá meira.
„Þetta er ótrúleg tilfinning. Þetta hefur gerst í síðustu tveimur leikjum. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í báðum leikjum en við verðskulduðum sigurinn í þeim báðum," sagði Alvaro.
Neðst í fréttinni má sjá frábærar myndir sem Páll Jóhannesson tók af fögnuði Alvaro í sigurmarkinu. Alvaro hljóp að stúkunni þar sem Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar, stóð. Alvaro hoppaði í fangið á Óðni og krafturinn var svo mikill að þeir féllu báðir til jarðar.
„Fagnið," segir Alvaro og skellihlær. „Ég hljóp eins og brjálæðingur og síðan sá ég Óðinn og fór beint til hans. Ég fór kannski aðeins of harkalega út af tilfinningunum og við duttum báðir. Hann er samt í góðu lagi," sagði Alvaro og hló ennþá meira.
Þórsarar eru með sjö stig eftir fjóra leiki og Alvaro er sáttur með uppskeruna hingað til. „Já, ég er mjög ánægður í augnablikinu. Við þurfum að bæta nokkur atriði en liðið lítur vel út og við erum að bæta okkur á hverjum degi."
„Aðalmarkmiðið hjá mér í sumar er að komast upp með liðinu og skora eins mörg mörk og ég get til að við náum því markmiði," sagði Alvaro sem er kominn með fjögur mörk í Inkaso-deildinni.
Alvaro hefur áður spilað með Hugin á Seyðisfirði, Fylki í Árbænum og ÍBV í Vestmannaeyjum. Hvernig líkar honum á Akureyri? „Ég kann mjög vel við Akureyri. Frá fyrsta degi hef ég fengið mjög góðar móttökur frá Þórs fjölskyldunni," sagði Alvaro.
„Fólkið í kringum liðið og liðsfélagarnir hafa gert mér auðvelt fyrir með að aðlagast og líða vel. Allir staðir hafa sína fegurð og ég er ánægður með að hafa búið á öllum þessum stöðum. Hver og einn staður hefur kennt mér nýja lífsreynslu og hjálpað mér að vaxa sem persóna og sem leikmaður," sagði Alvaro að lokum.
Hér að neðan má sjá fögnuðinn hjá Alvaro eftir sigurmarkið sem og myndband af mörkum hans úr leiknum.
Fyrri leikmenn umferðarinnar
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Athugasemdir