Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
„Leikurinn var mjög góður heilt yfir," segir Ingiberg Ólafur Jónsson, varnarmaður HK, um 3-0 sigur liðsins á Magna um helgina.
„Við vorum staðráðnir í því byrja leikinn af krafti og það skilaði sér strax á 3. mínútu þegar Kári Péturs smurðann í vinkilinn. Bættum svo við tveimur mörkum fyrir hálfleik og við því í vænlegri stöðu. Seinni hálfleikurinn var heldur rólegri en við fengum fá sem engin færi á okkur í leiknum. Mjög mikilvægt að halda hreinu og ná í þrjú stig í fyrsta leik."
Ingiberg er leikmaður fyrstu umferðar í Inkasso-deildinni en hann skoraði og átti frábæran dag í vörninni í leiknum gegn Magna.
„Við vorum staðráðnir í því byrja leikinn af krafti og það skilaði sér strax á 3. mínútu þegar Kári Péturs smurðann í vinkilinn. Bættum svo við tveimur mörkum fyrir hálfleik og við því í vænlegri stöðu. Seinni hálfleikurinn var heldur rólegri en við fengum fá sem engin færi á okkur í leiknum. Mjög mikilvægt að halda hreinu og ná í þrjú stig í fyrsta leik."
Ingiberg er leikmaður fyrstu umferðar í Inkasso-deildinni en hann skoraði og átti frábæran dag í vörninni í leiknum gegn Magna.
„Þetta var klárlega minn besti leikur í deildinni í sumar. Alltaf skemmtilegt að skora og henda sér í 15 cm knee slide á skraufaþurru gervigrasinu inní Kórnum," sagði Ingiberg léttur.
HK-ingum er spáð 3. sæti í sumar en hvert er markmið liðsins í sumar? „Við settum okkur markmið innan hópsins sem við höldum fyrir okkur. Við erum með gott lið og leikmenn sem geta klárað leiki og er ég því bjartsýnn fyrir sumrinu. Svo lengi sem við missum ekki liðstjóra okkar, kyntáknið og vöðvasmiðinn Matthías Ragnarsson í sjómennsku þá eru okkur allir vegir færir."
Ingiberg ólst upp hjá Breiðablki en eftir dvöl hjá Fram og Fjarðabyggð hefur hann leikið með HK undanfarin tvö ár.
„Ég kann mjög vel við mig í HK enda eru þetta allt kóngar hérna í Kópavoginum, margir af mínum betri vinum eru HK-ingar svo ég vissi hverju ég gekk að."
Næsti leikur HK-inga er á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík á laugardaginn.
„Ég er mjög spenntur að fá Ólsarana í heimsókn á laugardaginn. Þeir eru með hörkulið og gæða leikmenn í öllum stöðum. Þeim er spáð góðu gengi í sumar og býst ég við hörkuleik," sagði Ingiberg að lokum.
Athugasemdir