Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 02. júlí 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Létu framkvæmdastjórann hoppa ofan í sjó
Leikmaður 9. umferðar - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Emir (til hægri) og Þorsteinn Haukur Harðarson (í miðjunni) framkvæmdastjóri Víkings eftir leikinn á föstudag.  Með þeim á myndinni er Vignir Snær Stefánsson.
Emir (til hægri) og Þorsteinn Haukur Harðarson (í miðjunni) framkvæmdastjóri Víkings eftir leikinn á föstudag. Með þeim á myndinni er Vignir Snær Stefánsson.
Mynd: Instagram
Emir Dokara.
Emir Dokara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er rosalega ánægður. Við nýttum okkar færi rosalega vel. Við vorum með góðan varnarleik og vorum vel skipulagðir allan tímann. við vorum reiðbúnir að gefa allt í þennan leik," segir Emir Dokara, varnarmaður Víkings Ólafsvíkur, en hann er leikmaður níundu umferðar í Inkasso-deildinni.

Emir var öflugur í vörn Víkings í 2-1 sigri á ÍA í toppbaráttuslag á föstudaginn. Eftir leikinn hoppaði Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings, ofan í ískaldan sjóinn í Ólafsvík.

„Það var fyndið," sagði Emir og hló. „Við vorum á leiðinni heim frá Akureyri eftir leikinn við Þór og vorum að spjalla saman. Svo sagði Þorsteinn að hann myndi hoppa í sjóinn ef við vinnum ÍA."

Ólafsvíkingar eru með 19 stig eftir níu umferðir í Inkasso-deildinni en liðið er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir toppliði HK.

„Tímabilið hingað til hefur bara verið fínt. Við höfum tapað tveimur leikjum sem var alveg óþarfi, sérstaklega á móti Selfossi að mínu mati. Mér fannst við vera miklu betri í þeim leik og við áttum ekki skilið að tapa þeim leik. Það var rosalega svekkjandi."

Ólafsvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra og ótrúlegar breytingar urðu á liðinu í vetur. Emir er einn af fáum sem eru ennþá úr hópnum síðan í fyrra.

„Þetta er alltaf erfitt hjá okkur. Í rauninni erum við alltaf að missa marga leikmenn og svo reyna að fá aftur fleiri góða. Það tekur það tíma að kynnast og koma liðinu saman. Við erum allir hér að vinna í því þannig að allt smelli vel saman. Við höfum alltaf verið með gott lið, góðan móral, góða stemmningu og það er alltaf gaman hjá okkur. Við erum góðir vinir," sagði Emir sem er bjartsýnn á framhaldið.

„Ég hef fulla trú á að við getum farið aftur upp í Pepsi en það verður erfitt. Við erum með ungt og gott lið, efnilega leikmenn og góð gæði. Ef við spilum okkar leik, ef við spilum eins og hingað til og ef allt gengur vel, enginn meiðsli og slíkt, þá getum við farið upp."

Hinn 31 árs gamli Emir kom til Víkings frá Bosníu og Hersegóvínu árið 2011 en hann fékk á dögunum íslenskan ríkisborgararétt. „Ég er rosalega ánægður. Ég beið í næstum því í ár til að fá ríkisborgararétt en loksins fékk ég þetta," sagði Emir að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner