12. umferð: Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
„Við virðum þetta stig. Sérstaklega ef við horfum á hvernig leikurinn spilaðist. Við áttum fáar sóknir og sluppum með skrekkinn einu sinni til tvisvar snemma leiks," sagði Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis R. í Inkasso-deildinni sem hélt markinu hreinu í markalausu jafntefli gegn ÍA í 12. umferð deildarinnar.
Frammistaða Eyjólfs í leiknum var það góð að hann er leikmaður umferðarinnar.
Frammistaða Eyjólfs í leiknum var það góð að hann er leikmaður umferðarinnar.
„Ég er þokkalega sáttur bara, það er alltaf gaman að halda núllinu," sagði Eyjólfur sem varði tvígang mjög vel og geta Leiknismenn þakkað honum fyrir stigið sem liðið fékk í þeirri botnbaráttu sem liðið er í, í deildinni.
Eyjólfur segist hinsvegar ekkert vera að spá of mikið niður fyrir sig í deildinni. Næst leikur liðsins er gegn Njarðvík sem eru í fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Leikni.
„Við horfum upp töfluna. Stigasöfnun Leiknis er hvergi nærri lokið. Við erum að undirbúa okkur fyrir Njarðvíkur leikinn og stefnum á þrjú stig, eins og alla aðra leiki."
Þjálfarabreytingar hafa orðið hjá Leikni í sumar en Eyjólfur segist sjá jákvæð blik á lofti.
„Veturinn var að mörgu leyti erfiður og byrjunin á tímabilinu erfið. En við höfum stigið upp undanfarið og bætt okkar leik mikið. Ég upplifi liðið þannig að við séum í góðum rythma, rútíneraðir og eigum ennþá helling inni," sagði Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis að lokum.
Fyrri leikmenn umferðarinnar
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Athugasemdir