Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2016 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal: Eðlileg viðbrögð hjá Fellaini
Van Gaal kemur Fellaini til varnar
Van Gaal kemur Fellaini til varnar
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, kom Maroune Fellaini til varnar eftir jafntefli United gegn Leicester í dag.

Fellaini gaf Robert Huth, leikmanni Leicester, ljótt olnbogaskot í leiknum, en van Gaal sagði viðbrögðin hjá Fellaini eðlileg.

„Mér fannst við spila einn okkar besta leik á tímabilinu, en það var ekki nóg. Þetta var mjög erfiður leikur fyrir dómarann, en þegar þú sérð hvað Huth var að gera við hárið á Fellaini, er það ekki víti?“ sagði van Gaal eftir leik.

„Þegar ég gríp í hárið á þér þá sýnir þú líka viðbrögð. Ég veit það fyrir víst. Fellaini sýndi viðbrög eins og hver önnur manneskja.“

Fellaini fékk ekki refsingu frá dómara leiksins fyrir atvikið, en enska knattspyrnusambandið gæti ákveðið að ákæra hann og þá gæti hann mögulega farið í þriggja leikja bann.

Hér að neðan má sjá atvikið þegar Fellaini gaf Huth olnbogaskot.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner