Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. september 2014 13:45
Magnús Már Einarsson
Bestur í 18. umferð: Vidic sá að sér
Leikmaður 18. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Ólafur Karl Finsen fagnar marki í gær.
Ólafur Karl Finsen fagnar marki í gær.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ólafur Karl skorar sigurmarkið....
Ólafur Karl skorar sigurmarkið....
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
....og fagnar.
....og fagnar.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Þetta var sætasti sigurinn í sumar held ég," sagði Ólafur Karl Finsen leikmaður Stjörnunnar við Fótbolta.net í dag um 3-2 sigur liðsins á KR í gær.

Stjörnumenn voru með vængbrotið lið í gær vegna meiðsla og leikbanna en þeir unnu þrátt fyrir það 3-2 þar sem Ólafur Karl skoraði tvívegis en hann er leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net.

,,Við erum með góðan hóp. Við höfðum auðvitað saknað prestsins (Michael Præst) en Þorri (Geir Rúnarsson) er búinn að spila frábærlega," sagði Ólafur Karl en Stjörnumenn komu heim frá Ítalíu sólarhring fyrir leikinn eftir að hafa mætt Inter síðastliðinn fimmtudag.

,,Við komum heim um klukkan 4 á laugardaginn. Ég vildi taka dag í Milanó. Það gaf okkur bara orku að spila á Ítalíu. Þetta var geðbilað gaman. Það var draumur allra að spila á þessum velli og það skiptir ekki máli þó að við höfum skíttapað. Við áttum hvort sem er ekki séns."

Mikla athygli vakti á dögunum þegar Ólafur Karl sagði í viðtali eftir fyrri leikinn gegn Inter að Nemanja Vidic væri 'fokking leiðinlegur.' Vidic var ósáttur við að Ólafur Karl hafi tekið upp myndband af sér á snapchat áður en þeir fóru í lyfjapróf. Ólafur Karl og Vidic sættust þegar þeir hittust í Milanó í síðari leiknum.

,,Hann var mjög hress. Hann sá að sér og var allt annar. Ég sá líka að mér. Hann var kannski pirraður þegar hann þurfti að fara beint í lyfjapróf eftir leikinn en núna var hann mjög hress."

,,Hann sagði gangi ykkur vel og ég sagði sömuleiðis. Ég er orðinn grjótharður Inter maður núna."

Stjarnan er tveimur stigum á eftir toppliði FH þegar fimm umferðir eru eftir en þessi lið mætast í Hafnarfirði í lokaumferðinni. ,,Það væri skemmtilegt fyrir alla ef það verður úrslitaleikur en við þurfum þvílíkt að vinna fyrir því að fá þennan úrslitaleik," sagði Ólafur Karl.

Leikmenn Stjörnunnar fá núna kærkomið tveggja vikna frí eftir mikið leikjaálag að undanförnu. Ólafur Karl er hins vegar að fara að spila með U21 árs landsliði Íslands gegn Armeníu á miðvikudag.

,,Ég nærist bara betur á því en að taka frí. Það virkar ekkert hjá mér að stoppa. Ég var ekki búinn að pæla mikið í þessu landsliðsdæmi en ég er orðinn spenntur núna," sagði Ólafur Karl að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 17. umferðar - Ólafur Páll Snorrason (FH)
Leikmaður 16. umferðar - Andri Ólafsson (ÍBV)
Leikmaður 15. umferðar - Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Leikmaður 13. umferðar - Igor Taskovic (Víkingur R.)
Leikmaður 12. umferðar - Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner