Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. október 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mathieu valinn í landsliðið - Ákvað að hætta strax eftir kallið
Mathieu er hættur með Frakklandi
Mathieu er hættur með Frakklandi
Mynd: Getty Images
Staða varnarmannsins Jeremy Mathieu hjá franska landsliðsins tók skyndilega u-beygju í gær eftir að leikmaðurinn var kallaður upp í franska landsliðshópinn.

Hinn 32 ára gamli Mathieu á fimm landsleiki að baki fyrir Frakkland, en þeir hafa allir komið á meðan hann hefur verið á mála hjá Barcelona. Þar áður lék hann mjög vel í fimm ár hjá Valencia, en þrátt fyrir það fékk hann ekki kallið á þeim tíma.

Hann var eins og áður segir valinn í komandi verkefni hjá Frakklandi í gær og kom það nokkrum á óvart. Hann mun þó ekki stoppa lengi í hópnum... hann hefur nefnilega ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna, ákvörun sem kom mun meira á óvart en valið á honum.

Eftir símtal við landsliðsþjálfarann ákvað Mathieu að koma ekki til mótst við hópinn og þá tók hann mjög stóra ákvörðun í kjölfarið, hann ákvað bara að hætta með landsliðinu.

Samkvæmt L’Equipe þá var það ákvörðun Mathieu að hætta, en hann vill að yngri leikmenn fái að spila fyrir hann þar sem að þegar HM gengur næst í garð þá verður hann orðinn 35 ára gamall.

Það er búið að kalla Eliaquim Mangala í hópinn í stað Mathieu.



Athugasemdir
banner