Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 03. janúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Tveir frá út tímabilið eftir tæklingar á De Bruyne - Hann spilaði í gær
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósaði Kevin De Bruyne sérstaklega eftir 3-1 sigurinn á Watford í gærkvöldi.

De Bruyne var borinn meiddur af velli undir lok leiks í markalausa jafnteflinu gegn Crystal Palace á sunnudag. De Bruyne meiddist þar eftir ljóta tæklingu frá Jason Puncheon.

Puncheon sleit krossband þegar hann tæklaði De Bruyne og verður frá út tímabilið. Sömu sögu er að segja af Scott Dann, varnarmanni Palace, en hann sleit einnig krossband eftir að hafa tæklað De Bruyne.

De Bruyne lét hins vegar tæklingarnar ekki á sig fá því hann spilaði í gær og var valinn maður leiksins.

„Kevin sýndi frábæran karakter. Hann sagði 'ég vil spila, ég vil spila' þrátt fyrir að vera í vandræðum með ökklann. Frammistaða hans var framúrskarandi," sagði Guardiola eftir leikinn í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner